Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 51

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 51
Atriði 1 og 3 hér að framan gera það að verkum að unnt er að gefa miklu stærri skammt af 09mTe en ýmsum öðrum efnum án þess að líkaminn fái nema hrot af þeim geislaskammti, sem hin efnin gefa. Sem dæmi má nefna, að til skönnunar á skjaldkirtli þarf að gefa a.m.k. 40 microcurie af 131I. Fá má jafngóða eða betri mynd af skjaldkirtlinum með 25 sinnum stærri skammti af 09mTc, en af þeim skammti fær skjaldkirtillinn ekki nema 1/100 af þeirri geisl- un, sem 40 microcurie af 131 valda. Technetium fæst af jónaskiptasúlunni, sem natri- um-pertechnetat (Na+Tc04“i_). I þessu formi er það notað til að skanna heila, liði, skjaldkirtil, munn- vatnskirtla og fleira. Ffnið má gefa per os og sogast TcO^ jónin fljótt frá maga og fyrsta hluta smáþarma, þannig að hjá fastandi manni er hámarki í blóði náð innan 30 mín. frá inntöku. Venjulega er efninu þó sprautað beint í hláæð. ! æðunum b'ndast u. þ. b. 70-80% TcO^ jónanna prótínum,21 en afgangurinn diffúnderar hratt út í millifrumuvökvann. Prótínbindingin er laus (reversibel), þannig að þegar óhundnum jónum fækkar í blóðinu losna fleiri frá prótínunum og ná þá að diffúndera út úr æðunum. Eftir 2—3 mín. frá inngjöf er þéttni (koncentration) jónarinnar orðin hin sama í millifrumuvökvanum og blóðinu.1 Líffæri, sem í einhverjum mæli taka efnið upp úr millifrumuvökvanum og skilja það út eru þessi helst: Skjaldkirtill, munnvatnskirtlar, magi, þarmar, plexus choroideus og nýru. Utskilnaður úr líkamanum fer einkum fram um nýrun fyrsta sólarhringinn, en eftir það sjá einkum þarmarnir um útskilnað þess. Efnið skilst fremur hægt út úr líkamanum, helmingast á um það bil tveimur sólarhringum.17 I því sem hér fer á eftir verður gerð nokkur grein fyrir heilaskönnun. Ht*ií ushön n un I upphafi skal tekið fram, að þessi aðferð gefur nánast engar upplýsingar um mænuvökva. Vökva- hólf heilans koma ekki fram, jafnvel þótt þau séu allmikið stækkuð. Hydrocephalus verður því yfir- leitt ekki greindur með þessari aðferð, né heldur atrophia cerebri. Communiserandi hydrocephalus má með talsverðu öryggi greina með cisternograp- hiu, sem áður var lítillega minnst á. Af meinsemdum, sem hægt er að finna með heila- skönnun, eru þessar helstar: æxli (tumor), heila- blæoing (haemorrhagia cerebri), heilahimnuhlæð- ing (subdural haematoma), heiladrep vegna hlóð- skorts (infarctus cerebri), heilabólga (encephalitis), heilaígerð (abscessus cerebri) og heilahimnubólga (meningitis). Arterio-venous malformation má oft- ast sjá á skanni svo og stór aneurysma, einnig geiur demyelination, eins og t.d. við multiple sclerosis í akiífum fasa gefið aukna geislavirkni, sem og vas- culitis í heila vegna systemic lupus erythematosus (SLE). Notkun TcO^^ jónarinnar Iiyggist á því, að hár- æðar heilans hleypa jóninni ekki út úr blóðinu, nema þá í afar litlum mæli, fremur en ýmsum efnum öðrum, sem heilinn þarf ekki á að halda, eða geta verið honum skaðleg. Þetta er hinn svonefndi blóð- heila-þröskuldur (blood-brain-barrier). Ge'slavirkni er því minni í eðlilegum heilavef heldur en í stór- um æðum og niillifrumuvökva utan heilans. Þegar einhver áður talinna meinsemda myndast, raskast b'óð-heila-þröskuldurinn á þeim stað, sem mein- semdin er, TcO^-1- gengur gegnum æðaveggina út í millifrumuvökvann, sem jafnframt eykst. Geisla- virkni verður því meiri í meinsemdinni en í eðli- legum heilavef. Við þetta má bæta, að það virðist sem frumur sumra æxla, svo sem acousticus neurin- oma og glioblastoma multiforme, taki efnið í sig.18 Stór þáttur í að meningioma, arterio-venous malfor- mation og aneurysma koma fram á skanni er að sjálfsögðu aukin blóðsókn í þessar meinsemdir. Þar sem sami mekanismi veldur því að meinsemd í heila kemur fram á skanni, mikið til óháð því hver hún er, getur verið erfitt að greina milli ólíkra meinsemda. I þessu efni hefur klínisk skoðun og sjúkdómssaga mikið að segja, svo og aðrar rann- sóknir. Þó má oft af skanninu einu ráða talsvert í hvers konar meinsemd er um að ræða.8 Er þá m. a. tekið tillit til stærðar, lögunar og legu mein- semdarinnar. Einnig má hafa hliðsjón af því hversu hátt hlutfallið er milli geislavirkni í meinsemdinni og ulan hennar og hvernig þetta hlutfall breytist með tímanum frá því að efnið er gefið inn. Endurskönn- læknaneminn 41

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.