Læknaneminn - 01.04.2007, Page 12

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 12
Bráð versnun á langvinnri lungnate Bráð versnun á langvinnri lungnateppu LLT-sjúklingar fá fyrirboðaeinkenni allt að viku áður en versnunin byrjar. Þau samanstóðu af mæði, hálsbólgu, hósta, nefstíflum og nefrennsli. Versnunin byrjaði yfirleitt brátt á einum sólarhring og fengu 64% sjúklinga mæði, 26% aukinn uppgang, 42% graftarkenndan uppgang, 35% kvefeinkenni, 35% önghljóð (e. wheezing), 12% hálsbólgu og 20% hósta. Einkenni stóðu að meðaltali í 7 daga og var hægt að meðhöndla langflesta utan sjúkrahúsa.5 Inngangur Langvinn lungnateppa (LLT) er sjötta algengasta heilsufarsvandamálið í heiminum nú á tímum1 og fer vaxandi. Langvinn lungnateppa stafar af viðvarandi bólgu og óafturkræfum skemmdum á eðlilegri uppbyggingu neðri loftvega og má skipta henni í tvo sjúkdóma, langvinna berkjubólgu og lungnaþembu. Langvinn berkjubólga (e. chronic bronchitis) stafaraf bólgu, ofurnæmni og samdrætti í berkjum og er skilgreiningin byggð á einkennum sjúklings, þ.e. á tveimur árum þurfa sjúklingar að hafa fengið tvö þriggja mánaða tímabil með hósta og slímuppgangi. Ólíkt langvinnri berkjubólgu er skilgreiningin á lungnaþembu vefjameinafræðileg, þ.e. á vefjasýnumog myndrannsóknum má sjá skemmdir á lungnablöðrum og eyðingu en slíkt dregur úr teygjanleika (e. elastic recoil) lungnavefsins, minnkar yfirborð hans og þar með yfirborð til loftskipta. Afleiðing beggja sjúkdóma er óafturkræf teppa sem greina má með öndunarmælingu (e. spirometry) og kemur fram sem skerðing á FEVr Sjúklingar geta haft einkenni langvinnrar berkjubólgu og/eða lungnaþembu án þess að hafa teppu í öndunarmælingu en uppfylla þá ekki greiningarmerki fyrir LLT og eru sagðir á stigi O. Sjúklingar með teppu samkvæmt öndunarmælingu (hlutfall FEV/FVC < 70%) flokkast í fjögur stig LLT á eftirfarandi hátt: Sjúklingar með FEVt > 80% eru sagðir á stigi I, sjúklingar með FEVj 50-80% á stigi II, sjúklingar með FEV^ 30-50% á stigi III og sjúklingar með FEV^ < 30% á stigi IV. Reykingar eru orsakavaldur í yfir 90% tilfella. Talið er að allt að 10.000-12.000 manns á íslandi uppfylli skilmerki fyrir LLT og allt að 300-500 manns leggjast inn á spítala vegna versnana á þeim sjúkdómi árlega. Því er algengt að rekast á slík vandamál á heilsugæslustöðvum og bráðamóttökum sjúkrahúsa.2 Bráðar versnanir einkennast af þremur aðaleinkennum; mæði, auknum uppgangi og graftarkenndum uppgangi3 en auk þess fylgir oft súrefnisskortur (e. hypoxia) og/eða koltvísýringshækkun (e. hypercapnia). Ekki er til nein ein góð skilgreining á því hvað telst vera versnun þar sem birtingarmyndin getur verið mjög einstaklingsbundin. Bráð versnun hefur þó verið skilgreind sem viðvarandi versnun á einkennum sjúklings frá stöðugu ástandi sem byrjar brátt og krefst breytinga á venjulegri lyfjagjöf sjúklinga.4 Seemungal og félagar gerðu rannsókn á einkennum og tímalengd þeirra í versnunum og komust að því að flestir Áhættuþættir, helstu orsakir og mismunagreiningar Algengustu orsakir versnana eru öndunarfærasýkingar (50-70%) og mengun (10%) en í 30% tilfella eru orsakir óþekktar.6 Algengustu bakteríur sem ræktast eru Haemophilus influenzae (11%), Streptococcuspneumoniae (10%) og Moraxella catarrhalis (10%) auk Haemophilus parainfluenzae (10%) og Pseudomonas aeruginosa (4%).7_ 10 Gram-neikvæðar bakteríur, Pseudomonas spp og Stenotrophomonas spp ræktast frekar í alvarlegri versnunum.10'11 Helstu veirusýkingar sem valda versnun eru rhinoveirur, inflúensa, parainflúensa, coronaveirur, adenoveirur og RS-veira. Mengun getur skipt máli og þá frekar yfir sumartímann og sjást bein tengsl við versnanir ef styrkur ósons, N02, S02 og agna í lofti er hár.6 Fjöldi versnana er háður stigi LLT eins og Miravitlles og félagar sýndu fram á. Sjúklingar með FEV^ > 60 % fengu að meðaltali 1,6 versnanir á ári, sjúklingar með FEV^ 40- 59% fengu 1,9 versnanir á ári og sjúklingar með FEV2 <40% fengu 2,3 versnanir á ári.12 Bráðar versnanir hafa auk þess mikil áhrif á horfur sjúklinga. Rannsókn sem gerð var á 1016 sjúklingum með versnun leiddi í Ijós að dánartíðni inni á spítala var um 11% og sex mánaða og eins árs dánartíðni reyndist 33% og 43%.13 Hafa verður í huga helstu mismunagreiningar þegar sjúklingar með LLT koma á bráðamóttöku vegna versnandi mæði. Þæreru meðalannarra blóðsegarektil lungnaslagæða (e. pulmonary embolism), hjartabilun, lungnabólga, versnun á astma, loftbrjóst (e. pneumothorax), teppa í efri loftvegum, vökvi í fleiðruholi og æxli sem þrengir að berkju.14 Auðvelt getur verið að missa af blóðsegareki til lungnaslagæða ef það er ekki haft í huga. Rannsókn á 197 sjúklingum með LLT sem komu vegna versnandi mæði leiddi í Ijós að 25% þeirra voru með segarek. Helstu klínísku þættir sem tengdust auknum líkum á segareki reyndust vera fyrri saga um blóðsegamyndun, illkynja sjúkdómurog lækkun á PaC02 um a.m.k. 5 mm Hg frá grunngildi.15 Skoðun og rannsóknir Við skoðun er mikilvægt að byrja á því að gera sér grein fyrir hvort sjúklingur sé í bráðri öndunarbilun sem þarfnast 12 Læknaneminn 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.