Læknaneminn - 01.04.2007, Page 15
Sjúkratilfelli 1
Sjúkratilfelli 1
Eyþór Örn Jónsson
5. árs læknanemi
á brjósti, bankdeyfa og minnkuð öndunarhljóð basalt
hægra megin við hlustun. Skoðun kviðar og útlima var án
athugasemda.
Saga
Sextug kona með fyrri sögu um þunglyndi leitaði á BMT
með viku sögu um mæði, hósta og slappleika. Jafnframt
fann hún til ógleði og óþæginda fyrir miðju brjósti við
innöndun. Sýklalyfjameðferð í þrjá daga breytti litlu og að
morgni komudags fann hún fyrir auknum slappleika, mæði
og svitnaði auk þess mikið. Einnig kom í Ijós að hún hafði
verið döpur, legið fyrir að mestu og nærst illa í nokkrar
vikur fyrir komu á BMT.
Heilsufarssaga
í fyrri sögu var háþrýstingur og áratugasaga um
þunglyndi. Hún fór í mastectómíu fyrir tveimur mánuðum
vegna brjóstakrabbameins. Hún hætti reykingum þegar
brjóstakrabbameinið greindist en átti þá að baki 40
pakkaár.
Lyf við komu
Lyfin sem hún tók voru Zoloft, Daren og Imovane.
Skoðun
Við skoðun var um að ræða miðaldra konu sem var slöpp
að sjá. Holdafar var vel yfir meðallagi. Púls var 120,
ólóðþrýstingur 100/60, súrefnismettun 86% og rectal hiti
38,5°C.
Við hjartahlustun heyrðust S1 og S2 en hvorki auka- né
óhljóð.Við skoðun á brjóstkassa komu í Ijós, auk brottnáms
Rannsóknir
Rannsóknir sýndu væga hækkun á hvítum blóðkornum
og CRP (C-reactive protein) var 30 mg/L sem er einnig
hækkað. D-dimer reyndist vera 15 mg/L sem er hækkun.
Tekin voru hjartaensím, TNT (Trópónín-T) og CK-MB sem
voru einnig óeðlilega há. Hjartalínurit sýndi sinus
tachycardiu en ekki aðrar bráðar breytingar.
Slagæðarblóðgös með 5 lítrum af súrefni í nös sýndu: pH
7,48, pC02 30 mmHg (36-42), p02 50 mmHg (83-108) og
bíkarbónat 23 (22-26 mmol/L). Á röntgenmynd af lungum
kom fram effusion basalt hægra megin en hvorki íferð né
stasi.
Mismunagreiningar
Mismunagreiningar á þessu stigi voru meðal annars:
Lungnabólga, pleuritis, hjartadrep hugsanlega með
Dresslers syndrome, endurkoma brjóstakrabbameins og
rétta greiningin sem kom í Ijós þegar tekin var
tölvusneiðmynd af lungum með skuggaefni (sjá mynd).
Hver er sjúkdómsgreiningin?
Læknaneminn 2007 15