Læknaneminn - 01.04.2007, Page 43
Alþjóðanefndin 50 ára
verknámi á hinum ýmsu deildum Landspítalans. Auk þess
hafa nokkrir nemar verið á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Meðan á dvöl nemanna stendur heldur IMSIC
uppi dagskrá sem öllum er frjálst að taka þátt í. Má þar
nefna Alþjóðakvöld sem haldin eru einu sinni í mánuði. Þar
gefst nemum færi á að kynna mat, drykk og hefðir frá
sínum heimalöndum sem og að kynnast íslenskri
„matarmenningu". IMSIC greiðir íslenskum læknanemum
leið til að kynnast læknisstörfum í öðrum löndum. Á hverju
ári halda rúmlega tíu nemar utan á vit ævintýranna. Hægt
er að fara til margra áfangastaða og undanfarin ár hafa
lönd á borð við Brasilíu, Slóveníu, Ítalíu, Spán, Svíþjóð,
Perú, Indland, Rúmeníu og Bandaríkin orðið fyrir valinu.
Starf IMSIC er alfarið án ágóða og að mestu leyti háð
styrkjum. IMSIC hefur meðal annars sótt stuðning frá
Stúdentasjóði. Auk þess hefur Landspítali Háskólasjúkrahús
stutt vel við starf nefndarinnar með ýmsum hætti og hefur
það skipt sköpum. Kann nefndin LSH bestu þakkir fyrir.
Fyrir tilstuðlan þessa alþjóðasamstarfs hafa læknanemar
fengið tækifæri til að ferðast, víkka sjóndeildarhringinn,
öðlast klíníska reynslu og þar með stuðla að bættri heilsu.
Að lokum viljum við hvetja læknanema til að nýta sér þau
tækifæri sem IMSIC hefur uppá að bjóða og einnig hvetja
alla til að taka virkan þátt í starfi IMSIC.
Áhugaverðar heimasíður:
www.ifmsa.org
www.hi.is/~imsic
www.kenya-project.org
Hér má sjá formenn nefnda frá Norðurlöndum með
kosningaspjöldin sín að loknum síðasta lagabreytinga-
fundi ágústráðstefnu IFMSA 2005.
Hér er stór hluti formanna landanna sem mætt voru
á ágústráðstefnu IFMSA 2005.
Arndís (núverandi formaður IMSIC) og Katrín við bás
IMSIC á samningagerðarfundi varðandi stúdentaskipti
á ágústráðstefnu IFMSA 2005 í Egyptalandi.
Áhugasamir ráðstefnugestir á FINO ráðstefnu sem
haldin var hér á íslandi í nóvember 2004.
Læknaneminn 2007 43