Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 48

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 48
Lost - týnda sjúkdómsástandið alvarleg sýking veldur almennri víkkun á æðakerfinu. Oftast er þetta af völdum gram neikvæðra baktería, t.d E. coli eða Klebsiella en gram jákvæðar bakteríur eins og pneumokokkar geta einnig valdið æðavíkkunarlosti. Aðrar orsakir fyrir æðavíkkunarlosti eru mænuáverki, lifrarbilun, nýrnahettubilun, brisbólga, fjöláverkar og sumar lyfjaeitranir. Einkenni æðavíkkunarlosts geta verið mismunandi eftir undirliggjandi orsök en þó er alltaf til staðar lágur blóðþrýstingur og hraður púls. Önnur einkenni tengjast svo undirliggjandi orsök eins og t.d. hár hiti í sýklasótt eða kviðverkir vegna brisbólgu. Vert er að minnast sérstaklega á lost af völdum sýkla- sóttar. Algengi þess fer hratt vaxandi og skv. tölum frá Bandaríkjunum deyja jafnmargir úr sýklasóttar-losti eins og af völdum bráðs hjartadreps. Það sýnir enn og aftur hversu mikilvægt er að grípa fljótt inn í. Hafa rannsóknir sýnt fram á verulega lækkun dánartíðni af völdum sýklasóttar ef sýklalyfjameðferð er hafin innan við 4 klukkustundum eftir komu á sjúkrahús. Því er ráðlagt að hefja meðferð áður en endanlegar niðurstöður liggja fyrir og nóg sé að upp vakni grunur um yfirvofandi lost af völdum sýklasóttar til að hefja sýklalyfjameðferð. Almenn meðferð gegn æðavíkkunarlosti er annars vegar að beita vökvameðferð og hins vegar að nota æðaherpandi lyf til að auka mótstöðuna í æðakerfinu og þannig hækka blóðþrýstinginn. Önnur meðferð miðast svo að undirliggjandi vandamáli t.d. sýklalyfjagjöf eða sterameðferð. Varðandi einstaklinga með mænuáverka ber að varast að gefa of mikinn vökva heldur frekar beita inótrópiskum lyfjum. Blóðþrýstingslækkunin lagast svo oftast á næstu dögum. Ofnæmislost eða endocrine lost er stundum einnig kallað anaphylactic lost. Hins vegar geta ýmis efnaskiptavandamál valdið lost einkennum og því rétt að hafa þau með í þessum flokki. Þannig geta vandamál eins og skjaldkreppa (thyrotoxycosis), nýrnahettufár eða spiklopadá (myxoedema coma) valdið losti. Algengustu orsakir ofnæmislosts eru hins vegar ýmis ofnæmisviðbrögð líkamans. Geta þar verið að völdum lyf, fæða, skordýrabit eða önnur efni í umhverfinu. Getur þetta valdið víðtækri losun histamíns þannig að æðavíkkun verður veruleg og blóðþrýstingur fellur. Einnig getur þetta skapað svipað ástand og við blóðflæðishindrunarlost þar sem bólgusvörun verður svo mikil að eðlilegt blóðflæði og súrefnisflutningur geta ekki farið fram. Einkenni eru því tvíþætt í ofnæmislosti. Annars vegar eru það einkenni sem tengjast beinni ofnæmissvörun og hins vegar einkenni sem tengjast undirliggjandi efnaskiptasjúkdómi. Einkenni við ofnæmi eru húðútbrot, kláði og oft á tíðum mikil bólga í húð og slímhimnum. Bólgan kemurtil vegna æðaútvíkkunarog leka á próteinum og vökva út í vefi líkamans. Af þessu geta hlotist verulegir öndunarerfiðleikar. Einkenni vegna efnaskiptasjúkdómi tengjast þá mjög oft undirliggjandi líffæri. Við t.d. skjaldkreppu er vanalega til staðar hækkaður líkamshiti, hraður púls, niðurgangur, uppköst og aukin svitamyndun. Allt þetta leiðir til vökvataps og getur þannig komið af stað losti ef ekki er gripið inn í. Meðferðin skiptist því einnig í tvennt. Meðferðin við ofnæmi byggir á því að slá á bólgusvörun og jafnframt að viðhalda opnum öndunarvegi. Fyrsta meðferð er því adrenalín 0,3 - 0,5 mg undir húð af 1:10.000 lausn. Einnig er mögulegt að gefa andrenalín í æð ef einkenni eru mikil en þá þarf að passa sig sérstaklega á aukaverkunum adrenalíns og einnig ef einstaklingurinn er kransæðasjúklingur. Annar möguleiki er gjöf anti-histamín lyfja t.d. diphenhydramins (Benadryl) í æð. Einnig er notuð sterameðferð. Oft getur þurft að grípa til öndunarmeðferðar og jafnvel að barkaþræða einstaklinga sem eru í alvarlegu losti. Það sem er mikilvægast þar er að taka ákvörðun hratt og snemma hvort ástæða sé til barkaþræðingar þar sem mjög erfitt getur verið að gera það eftir að mikil bólga er komin í efri öndunarveginn. Meðferð við efnaskiptasjúkdómum snýr að því að reyna leiðrétta undirliggjandi vandamál á sama tíma og beitt er almennri meðferð til að laga losteinkenni. Getur það verið t.d. gjöf própranóls og stera við skjaldkreppu, ásamt frekari meðferð ef nauðsyn krefur. Eins og sést þá eru margirsjúkdómar sem geta framkallað lost og því hægt að búast við mjög mismunandi einkennum. Kosturinn er hins vegar sá að einkennin eru oftast mjög svipuð og fyrsta meðferðin í flestum tilfellum sú sama. Því er mikilvægast eins og oft hefur komið fram að vera vakandi fyrir einkennum losts og bregðast þá hratt við. Ekki er þörf að liggi fyrir nákvæm orsök lostástandsins heldur ber strax að byrja að reyna að leiðrétta stöðuna. Einstaklingur sem komin er í lost er mjög alvarlega veikur og möguleikar hans á slæmri útkomu eða dauða yfir 50%. í gamalli skilgreiningu á losti var ástandið talið það alvarlegt að ráðlagt var að læknir viki ekki frá sjúklingnum fyrr en blóðflæði og súrefnisflutningur væri eðlilegur. Eins og kom fram í upphafi hefur orðið lost ekki alveg náð þeim hæðum sem því ber miðað við alvarleikann sem býr að baki. í Bandaríkjunum eru um milljón einstaklingar árlega sem koma á bráðamóttökur og fá greininguna lost. Ef gengið er út frá einföldum útreikningum myndi þetta þýða að um 1.000 einstaklingar væru greindir með lost á íslandi ár hvert. Ef þetta er skoðað nánar er þessi tala líklega ekki fjarri lagi. Vandamálið liggur í því að við erum ekki að nota þessa greiningu heldur kjósum frekar að skilgreina sjúklinga okkar með versnun á hjartabilun, blóðtappa í lungum, hjartasláttaróreglu, ofnæmi, lyfjaeitrun, mænuáverka, blæðingu frá meltingarvegi, niðurgang, uppköst og svo mætti lengi halda áfram. Allar 48 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.