Læknaneminn - 01.04.2007, Page 53
Sjúkratilfelli 2
Mynd 3: Góðkynja æxli sem fjarlægt var af eggjastokk hjá konu
eftir tíðahvörf
þunnveggja blöðrur með einsleitu innihaldi eru
langoftast góðkynja á meðan fyrirferðir sem hafa
breytilegt útlit, eru með óreglulegu yfirborði, eru
margskiptar og með fljótandi og föstum hlutum
eru líklegri til að vera illkynja. Stærð fyrirferðar á
ómskoðun gefur einnig góðar upplýsingar um
uppruna. Mjög stórar blöðrur eru langoftast
góðkynja á meðan þær sem eru meðalstórar eru
líklegri til að vera illkynja. Sem dæmi um hversu
stórar fyrirferðir geta orðið má sjá mynd 3 af
góðkynja æxli sem fjarlægt var hjá konu eftir
tíðahvörf.
Gefur mæling á CA-125 einhverjar vísbendingar
um hvort fyrirferðir á eggjastokk eru góðkynja eða
illkynja? Hvers vegna var CA-125 eðlilegt hjá
þessari konu?
CA-125 er glycoprótein sem er hækkað hjá 80%
kvenna með eggjastokkakrabbamein. Næmi
hækkaðrar mælingar er 50% í sjúkdómi á stigi I
en 90% á stigi II.5Sértæki CA-125 er hins vegar
ekki gott þar sem það hækkar í ýmsum öðrum
sjúkdómum, m.a. brjóstakrabbameini, briskrabba-
meini, bólgum á eggjastokk, legslímuflakki og við
fleiri sjúkdóma. CA-125 er ekki gagnleg mæling
hjá konu fyrir tíðahvörf til að útiloka krabbamein á
eggjastokki. Þar er bæði næmi og sértæki mun
verra en hjá konum eftir tíðahvörf. Ekki er því mælt
með að nota mælinguna til greiningareða skimunar.
Frekar ætti að fylgjast með CA-125 gildum hjá
konum sem þegar hafa verið greindar með illkynja
fyrirferð á eggjastokk og hafa fengið viðeigandi meðferð.
Þannig er hægt að fylgjast með svörun sjúkdómsins við
meðferðinni.
Það var gert hjá þessari ungu konu. Hjá henni var full
meðferð veitt með skurðaðgerð til að fjarlægja
eggjastokkinn þeim megin sem krabbameinið var og hún
þannig læknuð af sjúkdómnum. í kjölfarið kemur hún
reglulega til skoðunar og eftirlits þar sem gerð er
kvenskoðun, ómskoðun og mæling á CA-125. Horfur
konunnar eru mjög góðar og telst hún í raun læknuð af
sínum sjúkdómi, 5 ára lifun >95%.
Heimildir:
1. Luesley DM, BakerPN. Lower abdominal pain in the
non-pregnant woman. Obstetrics and Gynecology An
evidence-based text for MRCOG. 1:613-614, 2004
2. Luesley DM, BakerPN. Benign and Malignant Ovarian
Masses. Obstetrics and Gynecology An evidence-based
text for MRCOG. 1:735-748
3. Kinkel, K, Lu, Y, Mehdizade, A, et al. Indeterminate
Ovarian Mass at US: Incremental Value of Second
Imaging Test for Characterization--Meta-Analysis and
Bayesian Analysis. Radiology 2005; 236:85.
4. Yancik et al., 1986. Yancik R, Ries LG, Yates JW: An
analysis of surveillance, epidemiology, and end results
program data. Am J Obstet Gynecol 1986; 154:639.
5. Carlson, KJ, Skates, SJ, Singer, DE. Screening for
ovarian cancer. Ann Intern Mec/;1994; 121:124,
Læknanemirm 2007 53