Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 54

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 54
Verknám á 4. námsári í lyf- og handlækninqum Verknám á 4. námsári í lyf- og handlækningum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Námsárið 2005-2006 bauðst læknanemum á 4. ári, í fyrsta skipti um allnokkurt skeið, að taka hluta af verknámi sínu í lyf-og handlækningum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Nýbreytni sem mæltist vel fyrir og nýttu fjölmargir nemar sér þennan möguleika. Af þessu tilefni ræddi Læknaneminn við Þorvald Ingvarsson bæklunarskurðlækni á FSA og dósent við læknadeild HÍ. Að sögn Þorvaldar er þessi möguleiki fyrir 4. árs læknanema kominn til að vera og er stefnt er að því að efla FSA sem kennslusjúkrahús markvisst í framtíðinni. Kennsla læknanema á FSA á sér langa sögu og er langt frá því að vera ný af nálinni. Lengi vel var í boði fyrir læknanema að taka hluta af verknámi sínu í lyf- eða handlækningum á Akureyri, en sá möguleiki lagðist af árið 1986 er Gauti Arnþórsson skurðlæknir og dósent við læknadeild HÍ lét af störfum og lá niðri allt þar til síðastliðinn vetur. Að sögn Þorvaldar hefur lengi verið mikill áhugi á því að bjóða aftur upp á FSA sem valkost fyrir læknanema í verknámi og það hafi svo í raun verið tvennt sem hafi orðið til þess að þetta hafi orðið að veruleika; Gunnar Þór Gunnarsson sérfræðingur í lyf-og hjartalækningum á FSA var gerður að lektor við læknadeild HÍ og svo hafi fjölgun læknanema gert það að verkum að enn mikilvægara var að FSA tæki við læknanemum í verknám. Gerður var í framhaldinu samningurá milli Háskóla íslands, heilbrigðisráðuneytisins og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um eflingu FSA sem kennslusjúkrahúss fyrir læknanema. Þegar þetta er ritað er nokkur reynsla komin á verknámið á FSA og almenn ánægja verið meðal læknanema er þangað hafa farið. Þó hafa komið upp einhver mál sem þarf að leysa og nefnir Þorvaldur sem dæmi að í ár hafi skipulagið verið þannig af hálfu læknadeildar að fyrirlestrar eru á hverjum föstudegi, inn í verknáminu, og hafi þetta gert það að verkum að þeir nemar sem sækja sitt verknám til Akureyrar hafi misst af þessum fyrirlestrum. Þetta stendur til bóta og stendur til að leysa þennan vanda á þann hátt að þeir nemar sem eru staddir á FSA geti fylgst með fyrirlestrum í gegnum fjarfundabúnað. Hér á eftir koma reynslusögur tveggja læknanema sem tóku hluta af verknámi sínu á FSA, á lyflækningadeild annars vegarog handlæknisdeild hinsvegar. Hálfdán Pétursson 5. árs læknanemi Verknám á handlæknisdeild Það var á vorönn fjórða árs, 2006, að mér bauðst að taka hluta verknáms í handlæknisfræði á FSA, allt að fjórum vikum (tvær á almennri skurðdeild og tvær á bæklunarskurðdeild). Verandi landsbyggðarmaðurbúsettur á Akureyri þáði ég boð þetta með þökkum og fékk að haga tímasetningu svo að ég yrði á FSA í kringum páskana. í fyrstu hafði ég nokkrar áhyggjur af því að ef til vill myndi ég ekki sjá eins mikið fyrir norðan en taugarnartil fjarðarins fagra og móðurfaðmsins mjúka voru þessum efasemdum mínum sterkari og varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Til að lágmarka hlutdrægni mun ég reyna að sneiða hjá umfjöllun um ótvíræða kosti þess að vera staðsettur á Akureyri umfram Reykjavík, heldur einbeita mér að því að lýsa reynslu minni af verunni á skurðdeildum FSA þótt staðhættir leiki óhjákvæmilega nokkurt hlutverk. Það var mér Ijóst strax í upphafi að vel yrði tekið á móti okkur þegar tímanlega barst handbók með kynningartexta um aðstöðu og starfsemi auk yfirlits yfir klínikur og kennslu. Greinilegt var að metnaður var lagður í að gera þessa dvöl okkarsem gagnlegasta okkurnemunum en ekki vinnulúnum beiðnaskrifendum. Fámennið og smæðin í samanburði við LSH mætir manni strax í upphafi því þeir fáu sem ekki nenna að ganga á 54 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.