Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 54
Verknám á 4. námsári í lyf- og handlækninqum
Verknám á 4. námsári í lyf- og
handlækningum á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Námsárið 2005-2006 bauðst læknanemum á 4. ári, í
fyrsta skipti um allnokkurt skeið, að taka hluta af verknámi
sínu í lyf-og handlækningum á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri (FSA). Nýbreytni sem mæltist vel fyrir og nýttu
fjölmargir nemar sér þennan möguleika. Af þessu
tilefni ræddi Læknaneminn við Þorvald Ingvarsson
bæklunarskurðlækni á FSA og dósent við læknadeild HÍ.
Að sögn Þorvaldar er þessi möguleiki fyrir 4. árs
læknanema kominn til að vera og er stefnt er að því að efla
FSA sem kennslusjúkrahús markvisst í framtíðinni. Kennsla
læknanema á FSA á sér langa sögu og er langt frá því að
vera ný af nálinni. Lengi vel var í boði fyrir læknanema að
taka hluta af verknámi sínu í lyf- eða handlækningum á
Akureyri, en sá möguleiki lagðist af árið 1986 er Gauti
Arnþórsson skurðlæknir og dósent við læknadeild HÍ lét af
störfum og lá niðri allt þar til síðastliðinn vetur. Að sögn
Þorvaldar hefur lengi verið mikill áhugi á því að bjóða aftur
upp á FSA sem valkost fyrir læknanema í verknámi og það
hafi svo í raun verið tvennt sem hafi orðið til þess að þetta
hafi orðið að veruleika; Gunnar Þór Gunnarsson
sérfræðingur í lyf-og hjartalækningum á FSA var gerður að
lektor við læknadeild HÍ og svo hafi fjölgun læknanema
gert það að verkum að enn mikilvægara var að FSA tæki
við læknanemum í verknám. Gerður var í framhaldinu
samningurá milli Háskóla íslands, heilbrigðisráðuneytisins
og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um eflingu FSA sem
kennslusjúkrahúss fyrir læknanema.
Þegar þetta er ritað er nokkur reynsla komin á verknámið
á FSA og almenn ánægja verið meðal læknanema er
þangað hafa farið. Þó hafa komið upp einhver mál sem
þarf að leysa og nefnir Þorvaldur sem dæmi að í ár hafi
skipulagið verið þannig af hálfu læknadeildar að fyrirlestrar
eru á hverjum föstudegi, inn í verknáminu, og hafi þetta
gert það að verkum að þeir nemar sem sækja sitt verknám
til Akureyrar hafi misst af þessum fyrirlestrum. Þetta
stendur til bóta og stendur til að leysa þennan vanda á
þann hátt að þeir nemar sem eru staddir á FSA geti fylgst
með fyrirlestrum í gegnum fjarfundabúnað.
Hér á eftir koma reynslusögur tveggja læknanema sem
tóku hluta af verknámi sínu á FSA, á lyflækningadeild
annars vegarog handlæknisdeild hinsvegar.
Hálfdán Pétursson
5. árs læknanemi
Verknám á handlæknisdeild
Það var á vorönn fjórða árs, 2006, að mér bauðst að
taka hluta verknáms í handlæknisfræði á FSA, allt að
fjórum vikum (tvær á almennri skurðdeild og tvær á
bæklunarskurðdeild). Verandi landsbyggðarmaðurbúsettur
á Akureyri þáði ég boð þetta með þökkum og fékk að haga
tímasetningu svo að ég yrði á FSA í kringum páskana. í
fyrstu hafði ég nokkrar áhyggjur af því að ef til vill myndi
ég ekki sjá eins mikið fyrir norðan en taugarnartil fjarðarins
fagra og móðurfaðmsins mjúka voru þessum efasemdum
mínum sterkari og varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Til að
lágmarka hlutdrægni mun ég reyna að sneiða hjá umfjöllun
um ótvíræða kosti þess að vera staðsettur á Akureyri
umfram Reykjavík, heldur einbeita mér að því að lýsa
reynslu minni af verunni á skurðdeildum FSA þótt staðhættir
leiki óhjákvæmilega nokkurt hlutverk.
Það var mér Ijóst strax í upphafi að vel yrði tekið á móti
okkur þegar tímanlega barst handbók með kynningartexta
um aðstöðu og starfsemi auk yfirlits yfir klínikur og kennslu.
Greinilegt var að metnaður var lagður í að gera þessa dvöl
okkarsem gagnlegasta okkurnemunum en ekki vinnulúnum
beiðnaskrifendum.
Fámennið og smæðin í samanburði við LSH mætir manni
strax í upphafi því þeir fáu sem ekki nenna að ganga á
54 Læknaneminn 2007