Læknaneminn - 01.04.2007, Side 56
Verknám á 4. námsárí í lyf- og handlækningum
Fossvogsbráðamóttökunnar og stundum er þar ekkert að
gerast heilu og hálfu dagana en oftast er þar einhver
reitingur, saumaskapur, tognanir o.s.frv. Það er þó stór
kostur við smæðina að auðveldara er að fá betri yfirsýn
yfir feril hvers sjúklings. Manni tekst að fylgja þeim eftir
sem maður tekur á móti á slysadeildinni í stað þess að þeir
hverfi manni sjónum við innlögn inn í gapandi gin
spítalabáknsins.
Hver kannast ekki við að dotta á hinum dásamlegu
röntgenfundum yfir endalausri upptalningu um fólk sem
maður veit ekkert um, við hljómþýðan mónótón nið
útkeyrða, nafnlausa myndgreinandans, sem meiri áhuga
virðist hafa á að benda á meinsemdir við útfyllingu
beiðnanna fremur en meinsemdir á myndunum. Á FSA eru
röntgenfundirnir skiljanlega mun styttri en á LSH en maður
er einnig betur með á nótunum þar sem auðveldara er að
setja sig betur inn í mál færri sjúklinga. Þess fyrir utan
fannst mér þessir fundir stúdentavænni en almennt á LSH
og meiri tími og vilji sérfræðinga til kennslu á þeim. Á
meðan á veru minni þarna stóð var myndgreiningardeildin
að ganga í gegnum stafræna byltingu og nú er þetta allt
dígítal, myndir, svör og beiðnir.
Hvað kennsluna varðar voru skipulagðar klínikur og
verkleg kennsla nálægt því á hverjum degi, sem mérfannst
mjög vel heppnuð og var hæfilegur fjöldi nema á staðnum
í einu. Verkleg kennsla fyrir 3-6 stúdenta skilur
óhjákvæmilega meira eftirsig en fyrirtíu og það
sama gildir um klíníkurnar, sem auðvelt var að
breyta í almenna umræðu og kennslu um
ákveðin viðfangsefni. Aðgengið að
sérfræðingunum er einnig mjög gott og eru þeir
flestir mjög liðlegir til að gefa sér tíma fyrir
áhugasama stúdenta en eru ekki bara horfnir
um hádegisbil. Svo er það náttúrulega ákveðið
aðhald að vera stúdent á litlum spítala þar sem
erfitt er að hverfa eða sofa út án þess að tekið
sé eftir.
Að breyta svona um umhverfi og skella sér út
á land getur reynst manni ákveðin frelsun og
léttir, kúpla sig aðeinsfrá stressinu og hraðanum
og fá kannski nýja sýn á hlutina. Á móti er
hættan aftur sú að auðvelt er að falla fyrir
freistingum þess nýja og láta bækurnar sitja á
hakanum, svo agaðra vinnubragða er þörf við
hvíldina og rólegheitin.
Svo ég taki nú saman þessar hugleiðingar
mínar má segja að fámennið og smæðin sé í
senn helsti kostur og veikleiki verknáms á FSA.
Mögulegt er að maður sjái fleiri sjúklinga og
vandamál, sérhæfðari og sjaldgæfari á LSH en á
móti vegurdýpri innsýn og persónulegri upplifun,
sem ég tel að FSA geti veitt manni. Þeir hinir
óþolinmóðu, sem þrífast best í hraða og spennu,
fjölmenni og stressi kunna líklega síður að meta
FSA en þegar öllu er á botninn hvolft er það
náttúrulega undir hverjum og einum komið að
nýta verknámsdvöl sína sem best, hvar sem
viðkomandi er staddur, og draga sjálfur fram safaríkustu
bita hverrar senu.
Mig langar að Ijúka máli mínu á því að vitna í orð ágæts
Reykvísks kandídats á FSA sem sagði: ,,Ég fullyrði að það
eina sem LSH hefur fram yfir FSA er starfsmannaklæðnað
urinn", sem honum þótti eitthvað pokalegur og ólekker, en
kostur sloppanna er hins vegar vasar á stærð við
skjalamöppur með gríðarlega burðargetu fyrir ritmál og
drasl sem maður hefur lítil eða engin not fyrir.
Verknám á lyflækningadeild
Þann 9. desember síðastliðinn hélt ég ásamt fjórum
félögum mínum af fjórða árinu norður yfir heiðar til starfa
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, FSA. Þar var ráðgert
að við myndum dvelja fram að jólum og stunda okkar nám
56 Læknaneminn 2007