Læknaneminn - 01.04.2007, Side 56

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 56
Verknám á 4. námsárí í lyf- og handlækningum Fossvogsbráðamóttökunnar og stundum er þar ekkert að gerast heilu og hálfu dagana en oftast er þar einhver reitingur, saumaskapur, tognanir o.s.frv. Það er þó stór kostur við smæðina að auðveldara er að fá betri yfirsýn yfir feril hvers sjúklings. Manni tekst að fylgja þeim eftir sem maður tekur á móti á slysadeildinni í stað þess að þeir hverfi manni sjónum við innlögn inn í gapandi gin spítalabáknsins. Hver kannast ekki við að dotta á hinum dásamlegu röntgenfundum yfir endalausri upptalningu um fólk sem maður veit ekkert um, við hljómþýðan mónótón nið útkeyrða, nafnlausa myndgreinandans, sem meiri áhuga virðist hafa á að benda á meinsemdir við útfyllingu beiðnanna fremur en meinsemdir á myndunum. Á FSA eru röntgenfundirnir skiljanlega mun styttri en á LSH en maður er einnig betur með á nótunum þar sem auðveldara er að setja sig betur inn í mál færri sjúklinga. Þess fyrir utan fannst mér þessir fundir stúdentavænni en almennt á LSH og meiri tími og vilji sérfræðinga til kennslu á þeim. Á meðan á veru minni þarna stóð var myndgreiningardeildin að ganga í gegnum stafræna byltingu og nú er þetta allt dígítal, myndir, svör og beiðnir. Hvað kennsluna varðar voru skipulagðar klínikur og verkleg kennsla nálægt því á hverjum degi, sem mérfannst mjög vel heppnuð og var hæfilegur fjöldi nema á staðnum í einu. Verkleg kennsla fyrir 3-6 stúdenta skilur óhjákvæmilega meira eftirsig en fyrirtíu og það sama gildir um klíníkurnar, sem auðvelt var að breyta í almenna umræðu og kennslu um ákveðin viðfangsefni. Aðgengið að sérfræðingunum er einnig mjög gott og eru þeir flestir mjög liðlegir til að gefa sér tíma fyrir áhugasama stúdenta en eru ekki bara horfnir um hádegisbil. Svo er það náttúrulega ákveðið aðhald að vera stúdent á litlum spítala þar sem erfitt er að hverfa eða sofa út án þess að tekið sé eftir. Að breyta svona um umhverfi og skella sér út á land getur reynst manni ákveðin frelsun og léttir, kúpla sig aðeinsfrá stressinu og hraðanum og fá kannski nýja sýn á hlutina. Á móti er hættan aftur sú að auðvelt er að falla fyrir freistingum þess nýja og láta bækurnar sitja á hakanum, svo agaðra vinnubragða er þörf við hvíldina og rólegheitin. Svo ég taki nú saman þessar hugleiðingar mínar má segja að fámennið og smæðin sé í senn helsti kostur og veikleiki verknáms á FSA. Mögulegt er að maður sjái fleiri sjúklinga og vandamál, sérhæfðari og sjaldgæfari á LSH en á móti vegurdýpri innsýn og persónulegri upplifun, sem ég tel að FSA geti veitt manni. Þeir hinir óþolinmóðu, sem þrífast best í hraða og spennu, fjölmenni og stressi kunna líklega síður að meta FSA en þegar öllu er á botninn hvolft er það náttúrulega undir hverjum og einum komið að nýta verknámsdvöl sína sem best, hvar sem viðkomandi er staddur, og draga sjálfur fram safaríkustu bita hverrar senu. Mig langar að Ijúka máli mínu á því að vitna í orð ágæts Reykvísks kandídats á FSA sem sagði: ,,Ég fullyrði að það eina sem LSH hefur fram yfir FSA er starfsmannaklæðnað urinn", sem honum þótti eitthvað pokalegur og ólekker, en kostur sloppanna er hins vegar vasar á stærð við skjalamöppur með gríðarlega burðargetu fyrir ritmál og drasl sem maður hefur lítil eða engin not fyrir. Verknám á lyflækningadeild Þann 9. desember síðastliðinn hélt ég ásamt fjórum félögum mínum af fjórða árinu norður yfir heiðar til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, FSA. Þar var ráðgert að við myndum dvelja fram að jólum og stunda okkar nám 56 Læknaneminn 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.