Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 63
lyfseðlar eru rafrænir, sem gerir manni kleift að setja sig
fljótt og vel inn í tilfelli og lágmarka skriffinnsku.
Sjúkraskrárupplýsingar fara nú auk þess á okkar deiid
beint inn í gagnagrunn sem gefur spennandi rannsókna-
möguleika og mikil samvinna er milli klíníska hlutans og
rannsóknarstofunnar, auk sérstakrar göngudeildar fyrir
eftirlit sjúklinga sem þátt taka í rannsóknum.
auðvelt að fá að sækja kúrsa og erlendar ráðstefnur sem
er mjög mikilvægt.
Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að
maður þarf að vita nokkurn veginn hverju maður er að
sækjast eftir og skipuleggja sjálfur ásamt handleiðara.
Möguleikarnir eru margir hér og maður þarf að sýna
frumkvæði og leita eftir þeim.
Inga Sif: Ég kaus að taka lungnalæknissérmenntun
mína hér ( Svíþjóð þar sem sænska sérnámsfyrirkomu-
lagið býður upp á að vinna að rannsóknum og sérmenntun
samhliða hvort öðru. Svíþjóð hefur staðlaða sérmenntun
og skýr námsmarkmið, þar sem kúrsar og kennsla er á
vinnutíma. Hér er sterk hefð fyrir handleiðarakerfi sem
miðar að því að gera námið eins einstaklingsmiðað og
hægt er. Staðlað sérfræðipróf er haldið af félagi lungnalækna
Svensk lungmedicinsk förening, www.slmf.se sem tekið er
í lok sérnáms.
Ég valdi Uppsala vegna þess að lungna- og ofnæmisdeildin
er mjög góð, staðsett á háskólasjúkrahúsi með stórt
upptökusvæði og hefur ríka rannsóknarhefð. Göngu-
deildarþjónusta er góð og fjölbreytt og á lungadeildinni er
sinnt öllum lungnatengdum sjúkdómum svo sem lunga-
krabbameinum, berklasjúkum o.fl. Háskólasjúkrahúsið er
vel tækjum búið og tölvuvætt. Rannsóknarúrræði öll hin
bestu og sterkur háskóli í Uppsala sem laðar að sér
fyrirlesara og nemendur víða að.
Þess fyrir utan er borgin falleg, lifandi stúdentaborg með
kaffihúsum, krám og skemmtilegri stemmningu og stutt í
skemmtilega útivist. Það eru fá háskólasjúkrahús staðsett
í jafn fámennri borg eins og hér í Uppsala (188.478 íbúar,
fjórða stærsta borg Svíþjóðar) en samt með stórt
upptökusvæði (1.900.000 manns) og því góð klínísk
reynsla sem hér býðst. Kostirnir við Uppsala eru óneitanlega
auðveldar samgöngur, skemmtilegur miðbæjarkjarni,
Sigríður: Þegar ég vann sem unglæknir á íslandi var ég
mjög fljótt ákveðin hvaða sérgrein heillaði mig mest en
hins vegar tók mig langan tíma að velja hvert ætti að
halda. Ég ákvað að taka stóran hluta af mínu lyflæknanámi
á íslandi og tel það hafa verið góðan kost, við eigum
frábæra sérfræðinga. Hins vegar er nauðsynlegt að fara
erlendis, víkka sjóndeildarhringinn og sjá mikið af sjald-
gæfum sjúkdómum til að fá góða reynslu.
Eg var mikið að hugsa um Bretland og Svíþjóð en fannst
Svíþjóð betri kostur þar sem ég fékk metið námið frá
Islandi ásamt því að þetta var besti kosturinn
fjölskyldulega.
Svíþjóð hefur eins og aðrir staðir kosti og galla. Kostirnir
finnst mérað manni ertreyst strax að vinna mjög sjálfstætt.
Maður finnur fljótt út eins og alltaf hvaða sérfræðingum er
Qott að leita ráða hjá, eru góðar fyrirmyndir og almennt
finnst starf sitt skemmtilegt. Þannig fær maður bestu
Þjálfunina ef maður getur undirbúið sig vel og komið sjálfur
rneð tillögur að úrræðum, rætt þá við sérfræðinga sem
gott er að leita til og séð hversu rétt/rangt maður hefur
fyrir sér. Miklir möguleikar eru á rannsóknum. Það er
Læknaneminn 2007 63