Læknaneminn - 01.04.2007, Side 71

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 71
Sjúkratilfelli 3 milli staða í hjólastól. Hún er einnig með einkenni um vitræna skerðingu sem þó hefur lagast jafnt og þétt. Hún er einnig með blöðru- og þarmalömun. Blöðrulömunin er talin vera vegna efri taugaskaða vegna mænusjokksfasa (e.spinal schock) í kjölfar hækkaðs innankúpuþrýstings. Hún hefur þurft að setja upp einnota þvaglegg 4-5 sinnum á dag þar sem hún nær ekki að framkalla samdrátt í þvagblöðrunni (blöðrulömun) þó hún hafi eðlilega skynjun í henni, og einnig hefur hún þurft að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar. Hún er með algjöra sjónsviðsskerðingu til vinstri (total homonym haemianopiu til vinstri) og notar hún gleraugu þar sem hún á erfitt með að sjá frá sér, er nærsýn. Um heilahimnubólgu af völdum baktería (e.bacterial meningitis) Heilahimnubólga af völdum baktería er alvarlegur sjúkdómur og hefur verið erfiður viðureignar alveg frá því að hann uppgötvaðist fyrst árið 1805. Horfur þessa sjúkdóms voru afar slæmar framan af og dóu allflestir sem fengu þennan sjúkdóm. Ýmsar meðferðir voru reyndar en sjúkdómshorfur breyttust ekki dramatískt fyrr en sýklalyfin komu til sögunnar fyrir um 60 árum síðan (1). Þrátt fyrir bestu meðferð í dag er dánartíðnin enn fremur há (5-10%) og einnig tíðni fylgikvilla. Faraldsfræði Samkvæmt íslenskri rannsókn frá árinu 2002 er heilahimnubólga á íslandi algengari meðal barna en fullorðinna eða 12/100.000/ár miðað við 3.8/100.000/ár hjá fullorðnum (4). í tveimur stórum bandarískum rannsóknum kom í Ijós að dánartíðni bakteríu heilahimnubólgu var um 25% og tíðni tímabundinna eða varanlegra taugaskaða var 21-28% hjá þeim sem lifðu sjúkdóminn af (2,3). Dánartíðni af völdum heilahimnubólgu hjá börnum hér á landi er mun minni eða 4,5% og tíðni langvinnra fylgikvilla 29%, og eru þá allir fylgikvillar meðtaldir, t.d. húðdrep, vatnshöfuð, höfuðverkjaköst, einbeitingarskortur o.s.frv. Er þetta lægri tíðni fylgikvilla en víða annars staðar (4). Dánartíðni fullorðinna hér á Islandi með heilahimnubólgu er aftur á móti mun hærri eða um 20% (7). Algengi hverrar bakteríutegundar sem veldur heilahimnubólgu er mismunandi eftir aldurshópum. Hjá nýburum eru algengustu orsakavaldarnir grúppu B Streptókokkar (70%), Listería Monocytogenes (20%) og Pneumókokkar (10%). í aldursflokknum 1 mánaða til 2 ára eru algengustu orsakavaldarnir Pneumókokkar (47%), Meningókokkar (30%) og grúppu B Streptókokkar (18%). Meningókokkar eru svo langalgengasti orsakavaldurinn í aldursflokknum 2 ára til 18 ára þar sem þeir eru orsakavaldurinn í um 60% tilfella, en Pneumókokkar (25%) og Haemophiius Infiuenzae (8%) fylgja þar fast á eftir. Þetta snýst svo aftur við í aldursflokknum 18 ára til 60 ára þar sem Pneumókokkar eru orðnir langalgengastir og finnast í 60% tilfella. Þar á eftir koma Meningókokkar (20%), Haemophilus Influenzae (10%), Listería Monocytogenes (6%) og grúppu B Streptókokkar (4%). Meningókokkar eru áfram langalgengasti orsakavaldurinn í elsta aldursflokknum eða um 70% og næst kemur Listería Monocytogenes í um 20% tilfella (8). Á íslandi hafa meningókokkasýkingar verið algengari en gerist og gengur í öðrum Evrópulöndum og eru orsakir þess óþekktar. N. meningitidis er frábrugðin öðrum bakteríum sem valda heilahimnubólgu vegna hæfni sinnar til að valda stað- og farsóttum, einkum meðal barna og unglinga. Meningókokkar B og C hafa verið algengastir hér á landi. Á 20 ára tímabili, 1983-2002, greindust 147 einstaklingar hér á landi með meningókokka C sýkingu og þar af létust 14, og voru flestir þeirra undir 20 ára aldri. Síðan að bólusetning gegn meningókokkum C hófst í október 2002 hafa aðeins 6 einstaklingar greinst með meningókokka C sýkingu, allir yfir 20 ára aldri og enginn hefur látist (5). Algengasta orsök bakteríu heilahimnubólgu hér á landi fyrir rúmum tveimur áratugum síðan var Haemophilus influenzae af gerð b en frá því byrjað var að bólusetja gegn henni hér á íslandi árið 1989 hefur ekkert tilfelli greinst af heilahimnubólgu eða öðrum alvarlegum sýkingum af hennar völdum. Fyrir þann tíma greindust u.þ.b. 10 börn á ári með heilahimnubólgu af völdum Heamophilus influenzae af gerð b (6). Klínísk einkenni Sjúklingar með heilahimnubólgu eru oftast mjög veikir og fá oftast bráð einkenni og verða alvarlega veikir á nokkrum klukkustundum. Aðdragandi heilahimnubólgu getur hins vegar verið mun lúmskari með ósérhæfðari einkennum eins og nokkurra daga sögu um hita og einkenni sem benda til vírussýkingar. Rannsóknir hafa sýnt að meðaltími einkenna fyrir innlögn hjá sjúklingum með heilahimnubólgu eru innan við 24 klukkutímar (9). Hin klassíska þrenning heilahimnubólgu hefur ávallt verið talin hiti, hnakkastífni og breytt meðvitund, þó aðeins 1/3 sjúklinga hafi öll einkennin við greiningu. 99% sjúklinga með heilahimnubólgu hafa eitt þessara einkenna við greiningu. Önnur algeng einkenni eru hiti, mikill höfuðverkur, Ijósfælni, kramparog húðblæðingar. Ungabörn veikjast oft með ósértækum einkennum eins og minnkaðri meðvitund, ertingu, höfnun á fæðu, ógleði eða niðurgangi og hita. Ef hausamót eru enn opin hjá ungum börnum geturverið bungun á þeim (2). Við skoðun geta verið merki um ertingu á heilahimnunum eins og t.d. hnakkastífleiki eða ósjálfráð flexion í mjöðmum þegar háls er flexeraður (Brudzinski sign). Einnig getur sést bjúgur í augnbotnum (e.papilledema) en hann kemur yfirleitt fram á nokkrum klukkustundum og er til staðar hjá 1/3 tilfella. Brottfallseinkenni geta einnig verið til staðarog Læknaneminn 2007 7 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.