Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 75
þessar umsóknir, m.a. hjá Siðfræðinefnd og Persónu-
vernd, gera samninga við samstarfsaðila okkar, m.a.
Háskólann í Árósum og apótekið. Síðast en ekki síst þurfti
að finna þátttakendur og skipuleggja innlagnir þeirra. Þessi
pappírsvinna tók mun lengri tíma en ég hafði ímyndað mér
þar sem öll skriffinnska varðandi rannsóknir á fólki virðist
botnlaus.
Þar sem ég vann þetta verkefni undir flaggi Háskólans í
Árósum var skylda að ég færi á tvö námskeið, annað var
kynning á rannsóknarnámi og hitt var kennsla í því hvernig
væri best og réttast að leita að heimildum á netinu. Mörg
önnur hagnýt námskeið eru í boði innan veggja Háskólans,
t.d. hvernig nota eigi ensku ífagtímaritum innan læknisfræði
(Medical Scientific English), mismunandi tölfræðinámskeið
og hvernig eigi að bera sig að við dýrarannsóknir(Laboratory
Animal Science). Á þau námskeið hafa doktorsnemar
forgang fram yfir okkur rannsóknarársnemana en ef það
eru laus pláss erum við meira en velkomin. Það eru líka
námskeið utan Háskólans í Árósum og ég fór á eitt mjög
áhugavert sem fjallaði um sykursýki, enda vaxandi
vandamál í heiminum og tengdist rannsóknarvinnu minni.
ósvipað og við gerum fyrir þriðja árs verkefnið) og ég varði
verkefnið mitt innan veggja Háskólans í Árósum. Svona
rannsóknarár er þar í landi metið sem 60 ECTS einingar,
sem samsvarar heilu háskólaári. Næsta skref er svo að
kynna niðurstöðurnar á alþjóðlegum vettvangi. Ætlunin er
að ég fari á ráðstefnu þar sem fjallað verður um sykursýki
og á næstu mánuðum ætla ég að skrifa grein sem verður
vonandi birt í alþjóðlegu tímariti.
Ég er afar ánægð með að hafa fengið tækifæri til að
koma til Árósa og vinna við og tileinka mér rannsóknarvinnu.
Ég hef lært alveg ótrúlega mikið og einna helst að
rannsóknir taka tíma! Ég fékk í hendurnar frekar stórt
rannsóknarverkefni miðað við þann tíma sem ég hafði en
ég lærði einnig að vera ekki feimin við að deila út verkefnum
svo ég náði að klára það helsta áður en skólinn byrjaði á
ný.
Ég get vel sagt að þetta sé reynsla sem nýtist út allt lífið
og ég vona að fleiri íslenskir læknanemar eigi eftir feta
rannsóknarveginn eða fylgja hugsjón sinni eftir, hvað sem
það kostar.
Næstu mánuði tók svo við sjálf rannsóknarvinnan þar
sem ætlunin var að leggja inn 24 sjúklinga, í fjóra
sólarhringa hvern, þar sem þeir prófuðu fjórar mismunandi
insúlíngerðir. Yfir nóttina voru þeir fastandi og lágu með
dreypi af glúkósa og insúlíni sem stýra átti blóðsykrinum
þannig að hann lægi milli
5-8 mmol/L og blóðsykur
var mældur á hálftíma
fresti. Um morguninn
fengu þeir morgunmat og
insúlín. Eftir það voru
teknar blóðprufur á 10-20
mín fresti næstu 12 tímana
þar sem blóðsykur og
insúlínmagn voru mæld.
Þessi vinna var ekki sú
auðveldasta en ég fékk
mikla hjálp, bæði frá
reyndum hjúkrunar-
fræðingum, lífeinda-
fræðingum, læknum og
ÍKknanemum. Að sjálf-
sögðu komu upp vandamál
bæði við að finna sjúklinga
til að vera með, sem og
við sjálfar innlagnirnar þar
sem oftar en ekki þurfti að
taka skyndiákvarðanir.
Þegarsjálfri rannsóknar-
vinnunni var lokið tók ég
niðurstöðurnar saman,
skrifaði ritgerð (ekki
Læknaneminn 2007 75