Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 78

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 78
Úr fátækrahverfunum dansað og beðið til almættisins af miklum móð. Áætlunin um að láta lítið fyrir okkur fara fór gjörsamlega út um þúfur þegar við þvældumst um garðinn skjannahvítar í hópi rúmlega fimm þúsund þeldökkra Kenýabúa. Það reyndist okkur lífsins ómögulegt að falla inn í fjöldann en þá var bara ekkert annað að gera en að taka þátt í gleðinni og syngja hallelúja. Þrátt fyrir að flestir skoðuðu okkur gaumgæfilega, ekki síst börnin, var okkur vel tekið strax á fyrsta degi enda komumst við fljótt að raun um að Kenýabúar eru mjög vingjarnlegt fólk og gestrisið upp til hópa. Þetta var skemmtilegur dagur með eindæmum og gleymist seint. Eigandi gistiheimilisins úthlutaði okkur íbúð rétt hjá gistiheimilinu sjálfu, þar sem við ætluðum að dvelja svo lengi, eða í 2 vikur. Flestir aðrir gestir stoppa yfirleitt mun skemurá þessumstaðendaekki margirbakpokaferðalangar sem dvelja lengi í borginni í einu. Við vorum ekki komnar með samastað fyrir þriðju og síðustu vikuna og var hún ekkert skipulögð að öðru leiti en að við ætluðum okkur að fara í safaríferð og sjá meira af landi og þjóð. íbúðin reyndist okkur mjög vel og fyrir utan smávægileg vandamál með rottur, skort á klósettpappír, kakkalakka, og einungis eitt hjónarúm þá var þetta fínn staður að vera á. Á hverjum morgni röltum við svo upp að gistiheimilinu sem var í um 500 metra fjarlægð. Þar fengum við okkur Ijómandi fínan morgunverð, pönnukökur með mangó og instant kaffi, alltaf jafn gott! Við gátum einnig fengið kvöldmat á gistiheimilinu gegn vægu gjaldi og nýttum við okkur það óspart. Yfir kvöldmatnum var oftast mjög alþjóðlegt yfirbragð enda allra þjóða kvikindi sem þarna dvöldu. Þegar við höfðum fengið nóg á kvöldin og vildum koma okkur heim í íbúðina þurftum við að fá fylgd frá vörðum á staðnum þessa stuttu leið þar sem ekki var óhætt fyrir okkur að vera einar á ferli í myrkrinu. Fyrir utan þetta fannst okkur við vera mjög öruggar mest allan tímann og ekkert alvarlegt henti okkur. Að vísu var einu kreditkorti stolið og nokkrum þúsundköllum en við litum bara á það sem styrkveitingu til þurfandi þjóðar. Á hverjum morgni kom bílstjóri á vegum Provide að sækja okkurog keyrði okkur í vinnuna inn í fátækrahverfin. Það var sérstakt, mjög sérstakt. Að keyra um í Nairobi er lífsreynsla út af fyrir sig. Engar umferðarreglur virðast gilda og það er eins gott að hafa flautuna í lagi, vera duglegur að steyta hnefann og bókstaflega troða sér áfram. Okkur stóð nú ekki alltaf á sama og stundum þurftum við bara að loka augunum og treysta á Guð og lukkuna. En eins og annað þá gekk þetta stórslysalaust fyrir sig. Á leiðinni var einnig margt ótrúlegt að sjá. Alls staðar var fólk. Fólk á gangi, fólk á götum, fólk að bíða eftir strætó, fólk í strætó, fólk hangandi utan á strætó, fólk að selja, fólk að kaupa, fólk að draga kerrur, fólk í kerrum, já fólk, fólk, fólk. Þegar inn í fátækrahverfin var komið var talsvert öðruvísi um að litast. Þar var jú líka mikið af fólki en líka mikið af einhverju allt öðru. Ólýsanlegar aðstæður sem fólk býr við, sorp og skólp út um allt. Búfénaður á beit á ruslahaugum. Börn að leik á ruslahaugum. Fólk að fjárfesta á ruslahaugum. Mjög mikið af rusli og mjög mikið af haugum. Ólýsanlegt. Fleilsugæslustöðvarnar sem við heimsóttum eru allar staðsettar í helstu fátækrahverfum borgarinnar. A stöðvunum er boðið upp á almenna læknisþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd, fæðingarhjálp, HIV- og berklameðhöndlun auk tannlæknaþjónustu. Til Provide stöðvanna leita að meðaltali um 550 sjúklingar á hverjum degi og eru fjórar af fimm stöðvunum opnar allan sólarhringinn. Á stöðvunum er einnig lítil rannsóknarstofa og apótek. Læknisþjónustuna fær fólk án endurgjalds en sjúklingar greiða fyrir lyf og rannsóknir. Á hverri stöð starfa tveir læknatæknar (clinical officers) sem hafa 3 ára háskólanám auk kandidatsárs að baki. Einnig starfa þar tannlæknatæknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjatæknar og meinatæknar. Vikulega eru stöðvarnar heimsóttar af lækni og tannlækni sem í sjálfboðavinnu hafa umsjón með starfinu og fara yfir erfið tilfelli. Vandamálin sem upp koma í fátækrahverfum Nairobi eru um margt ólík vandamálum í íslensku samfélagi. Á þeim 2 vikum sem við vorum á stöðvunum fengum við að kynnast gjörsamlega ólíkum aðstæðum samanborið við þá heilbrigðisþjónustu er við áður þekktum og eins að sjá og upplifa vandamál sjúklinga af allt öðrum toga en gengur og gerist á skerinu okkar í norðri. Algengar komuástæður sjúklinga sem við sáum voru hiti, höfuðverkir, hósti, slappleiki, kviðverkir, niðurgangur, ógleði og uppköst sem og önnur almenn einkenni. Þær mismunagreiningar sem helst voru uppi á borðinu voru malaría, taugaveiki, berklar, HIV, sníkjudýrasýkingar og aðrar sýkingar s.s. efri öndunarvegasýkingar sem voru algengar. Greining var að mestu klínísk en örfáar rannsóknir var þó hægt að framkvæma eins og t.d. litun fyrir malaríu og Widal 78 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.