Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 81

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 81
A kantinum í Kenýa A kenýskum skyndibitastað - grilluð geit á boðstóinum en betra er að forðast niðurskorna ávexti. Eins má ekki borða vatnsmelónur þar sem vatni er gjarnan sprautað inn í þær til að gera þær þyngri. Allt kjöt þarf líka að vera vel soðið eða steikt, því búfénaði er gjarnan beitt á misgóða bithaga og jafnvel ruslahauga og getur kjötið því verið sýkt. Við tókum allar þessar ráðleggingar mjög hátíðlega. Vorum iðulega vel smurðar og angandi af moskítóáburði, drukkum ekki dropa af kranavatni, brögðuðum ekki bita af grænmeti, þáðum aldrei sneið af svalandi vatnsmelónu. Höguðum okkur sem sagt eins og fyrirmyndar læknanemar - þar til síðasta daginn á heilsugæslunni, daginn fyrir safaríferðina.... Þá létum við glepjast og þáðum boð Jonah, framkvæmdastjóra Provide, á ekta kenýskan grillveitingastað. Á boðstólnum var Nyoma Choma eða grilluð geit. Staðurinn var við hraðbraut og að sögn mjög vinsæll meðal heimamanna í hádeginu. Kjötið var grillað úti á risagrilli, skorið af beininu fyrir framan okkur og loks borið fram með chillisósu og graskerslaufastöppu - ummm mjög gott - þar til daginn eftir, í safaríferðinni.... Já, safaríferðin byrjaði ekkert sérlega vel! Hossandi um á holóttum vegi með magaverk og munninn fullan af Imodium. Úff, hvað okkur langaði á Hilton! Fyrir utan þessa léttvægu byrjunarörðugleika var safaríferðin frábær. Við fórum í Masaii Mara þjóðgarðinn og sáum þar ógrynni af áður framandi dýrategundum. Við hittum fullt af áhugaverðu fólki og vorum mjög heppnar með samferðafólk. Saman lentum við í ýmsu en allra eftirminnilegast var þó þegar kviknaði í bílnum okkar og Ljónið sem var vakið af værum blundi Menn úr Masai ættbálknum dansa við stukkum öskrandi út á gresjuna en vorum fljót að stökkva inn aftur þegar við horfðumst í augu við Ijónið sem við höfðum nýlega keyrt upp að! Við gátum blessunarlega slökkt eldinn fljótlega. Við hittum talsvert af innfæddum Masaii mönnum og fóru þá gjarnan fram skipti á vestrænum flíkum okkar og verðmætum munum þeirra, svo sem Ijónsklóm og öðru áhugaverðu. Að lokinni safaríferðinni var komið að brottför hjá Vöku, en hún fór nokkrum dögum á undan okkur Árdísi og Siggu. Síðustu dagana nýttum við á ströndinni í Mombasa þar sem við lentum í ýmsum ævintýrum. Við sváfum m.a. í strákofa inni í miðjum skógi, keyptum okkur Mercedes Bens hjólbarðaskó á uppsprengdu verði, horfðum á fótboltaleik með innfæddum, snorkluðum í sjónum og já, svo skeit api í rúmið okkar! Mosfellsbær, 7. janúar 2007 kl. 17:30. Við eldhúsborð sitja þrjár læknastúdínur og rifja upp atburði síðastliðins sumars. Þær velta fyrir sér hvernig í ósköpunum þær eigi að segja frá reynslu sinni. Það er nánast ógjörningur. Það gerðist svo margt, þær sáu og lærðu svo mikið. Þær veltast um af hlátri yfir skemmtilegum minningum og salernisbröndurum. Þær fá sér kaffisopa og kleinur. Það var gaman á kantinum. Þessu stutta ferðalagi okkar er lokið en við búum að ógleymanlegri lífsreynslu. Við þökkum öllum þeim sem styrktu okkurtil fararinnarog hvetjum aðra læknanema til að láta slag standa og skella sér til Kenýa. Það er svo sannarlega þess virði. Fyrir áhugasama bendum við á heimasíðu Kenýa verkefnisins (www.kenya-project.org) og heimasíðu Provide samtakanna (www.provideinternational.com). Læknaneminn 2007 8 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.