Læknaneminn - 01.04.2007, Page 91

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 91
Eru allir jafnir gagnvart dauðanum? Eru allir jafnir gagnvart dauðanum? Munur á heilsufari milli landa Það er kunnara en frá þurfi að segja að gífurlegur munur er á heilsufari fólks eftir löndum og landsvæðum. Mynd 1 sýnir tengsl milli vergra þjóðartekna á mann við lífslíkur í mismunandi þjóðfélögum1. Þegar þjóðartekjur eru lágar er sambandið nokkuð Ijóst, lífslíkur aukast að jafnaði í takt við þjóðartekjur. En þegar þjóðartekjur eru orðnar um 5 þúsund dollarar á ári á mann verður kúrvan flöt og auknar tekjur frá þeim punkti auka ekki lífslíkur að neinu marki. Það er t.d. betra heilsufar í Japan en í Bandaríkjunum og þeirlifa mun lenguren Bandaríkjamenn oð jafnaði, þótt landsframleiðsla sé mun hærri í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn verji miklu hærra hlutfalli af landsframleiðslunni til heilbrigðisþjónustu en Japanar gera. Athyglisvert er að sjá á línuritinu að þegar komið eryfir5 þúsund dollara mörkin hættirlandsframleiðsla a mann að skipta höfuðmáli. Þannig er meðalævilengdin á Costa Rica einu ári lengri en í Bandaríkjunum, þótt iandsframleiðsla á mann þar sé aðeins um þriðjungur af því sem gerist í Bandaríkjunum. Á mynd 2 sést hversu Arabalöndin Austur Asía og kyrrahafslönd Sudur Ameríka Suður Asía Afríka sunnan Sahara Frv. Austantjaldslönd OECD-lönd 3 2000-2005 «1970-75 40 45 50 55 60 65 70 75 80 Mynd 2 Breytingar á lífslíkum í mismunandi heimshlutum milli tímabilanna 1970-1975 og 2000-2005. Eftir World Developmental Report Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar 2005. misjöfn aukning hefur orðið á lífslíkum fólks eftir heimshlutum eða menningarsvæðum. Þátturtekjujöfnunartil að bæta heilsufar þegnanna hefur talsvert verið undir smásjánni, en menn eru þó ekki á einu máli um þá skýringu og víst er að hún er ekki algild. Sá fræðimaður sem hvað mest hefur haldið á lofti kenningunni um skaðsemi þess að heyra til neðri laga þjóðfélagsins, án þess beinlínis að líða skort af þeim sökum, er Richard Wilkinson í Bretlandi2'3. Hann rannsakaði ásamt Mcisaac m.a. ótímabæran dauða með því að athuga töpuð æviár (1-65 ára) í þeim 13 OECD löndum sem nægilegar upplýsingar voru til um úr hinni þekktu Luxemburg Income Study eftir kyni og orsök dauða og hvernig þessir þættir tengdust lífslíkum og tekjudreifingu í þessum hlutfallslega ríku löndum. Jöfn tekjudreifing innan landsins var tengd lægri dánartölu í öllum sex helstu dánarflokkum hjá báðum kynjum í flestum aldurshópum4. Sumir telja aðra þætti í þjóðfélagsgerðinni mikilvægari. Þá er ekki síst talað um svokallaðan félagsauð eða "social capital" á enskri tungu, en þar er átt við gott tengslanet milli fólks, minni firringu og meiri stjórn á eigin lífi og aðstæðum og meira traust til stofnana samfélagsins. Valdefling eða "empowerment" er orð sem gjarnan er notað í þessu sambandi. Þessir þættir haldast reyndar oft í hendur við jafnari tekjudreifingu, sem flækir málið. Læknaneminn 2007 9 /
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.