Læknaneminn - 01.04.2007, Page 91
Eru allir jafnir gagnvart dauðanum?
Eru allir jafnir gagnvart dauðanum?
Munur á heilsufari milli landa
Það er kunnara en frá þurfi að segja að gífurlegur munur
er á heilsufari fólks eftir löndum og landsvæðum.
Mynd 1 sýnir tengsl milli vergra þjóðartekna á mann við
lífslíkur í mismunandi þjóðfélögum1. Þegar þjóðartekjur
eru lágar er sambandið nokkuð Ijóst, lífslíkur aukast að
jafnaði í takt við þjóðartekjur. En þegar þjóðartekjur eru
orðnar um 5 þúsund dollarar á ári á mann verður kúrvan
flöt og auknar tekjur frá þeim punkti auka ekki lífslíkur að
neinu marki. Það er t.d. betra heilsufar í Japan en í
Bandaríkjunum og þeirlifa mun lenguren Bandaríkjamenn
oð jafnaði, þótt landsframleiðsla sé mun hærri í
Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn verji miklu hærra
hlutfalli af landsframleiðslunni til heilbrigðisþjónustu en
Japanar gera. Athyglisvert er að sjá á línuritinu að þegar
komið eryfir5 þúsund dollara mörkin hættirlandsframleiðsla
a mann að skipta höfuðmáli. Þannig er meðalævilengdin á
Costa Rica einu ári lengri en í Bandaríkjunum, þótt
iandsframleiðsla á mann þar sé aðeins um þriðjungur af
því sem gerist í Bandaríkjunum. Á mynd 2 sést hversu
Arabalöndin
Austur Asía og kyrrahafslönd
Sudur Ameríka
Suður Asía
Afríka sunnan Sahara
Frv. Austantjaldslönd
OECD-lönd
3 2000-2005 «1970-75
40 45 50 55 60 65 70 75 80
Mynd 2 Breytingar á lífslíkum í mismunandi heimshlutum milli
tímabilanna 1970-1975 og 2000-2005. Eftir World Developmental
Report Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar 2005.
misjöfn aukning hefur orðið á lífslíkum fólks eftir
heimshlutum eða menningarsvæðum.
Þátturtekjujöfnunartil að bæta heilsufar þegnanna hefur
talsvert verið undir smásjánni, en menn eru þó ekki á einu
máli um þá skýringu og víst er að hún er ekki algild. Sá
fræðimaður sem hvað mest hefur haldið á lofti kenningunni
um skaðsemi þess að heyra til neðri laga þjóðfélagsins, án
þess beinlínis að líða skort af þeim sökum, er Richard
Wilkinson í Bretlandi2'3. Hann rannsakaði ásamt Mcisaac
m.a. ótímabæran dauða með því að athuga töpuð æviár
(1-65 ára) í þeim 13 OECD löndum sem nægilegar
upplýsingar voru til um úr hinni þekktu Luxemburg Income
Study eftir kyni og orsök dauða og hvernig þessir þættir
tengdust lífslíkum og tekjudreifingu í þessum hlutfallslega
ríku löndum. Jöfn tekjudreifing innan landsins var tengd
lægri dánartölu í öllum sex helstu dánarflokkum hjá báðum
kynjum í flestum aldurshópum4.
Sumir telja aðra þætti í þjóðfélagsgerðinni mikilvægari.
Þá er ekki síst talað um svokallaðan félagsauð eða "social
capital" á enskri tungu, en þar er átt við gott tengslanet
milli fólks, minni firringu og meiri stjórn á eigin lífi og
aðstæðum og meira traust til stofnana samfélagsins.
Valdefling eða "empowerment" er orð sem gjarnan er
notað í þessu sambandi. Þessir þættir haldast reyndar oft
í hendur við jafnari tekjudreifingu, sem flækir málið.
Læknaneminn 2007 9 /