Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 104

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 104
Heilsutenqd þjónusta græðara oq fleiri aðila nálastungum í þessa punkta megi stýra innri líffærum, byggingu líkamans og virkni hans. Eyrnastungur hafa borið árangur í fíknimeðferð, t.d. gegn tóbaksfíkn,21 og sem verkjameðferð.22 Beitendur þeirra segja þær einnig gagnast í meðferð lyndisraskana, offitu o.fl.23 Þrýstipunktanudd (acupressure) Aðferðin byggir á sömu kínversku fræðum og nálastung- ur. Þrýstingi er beitt á tiltekna punkta sem kallaðir eru orkustöðvar. Á sama hátt og nálastungur byggir þrýsti- punktanudd á örvun svokallaðs orkurásakerfis til að ná fram jafnvægi milli yin og yang. Kenningin er sú að verkir eða annars konar sjúkdómsástand stafi af hindrun í orku- rásakerfinu. Sagt er að með nuddi á áðurnefnda punkta verði losun á endorphinum sem hindri að sársaukaboð berist til heila á sama tíma og súrefnisframboð til viðkom- andi svæðis aukist. Þannig slakni á vöðvum og blóðrás ör- vist sem auki lífsorku. Gáttakenningin fræga um sársauka- boð hefurverið notuðtil að skýra virkni þrýstipunktanudds.24 Tilgangur þrýstipunktanudds getur verið að losa um streitu, minnka verki, draga úr kvíða eða ógleði, losa fólk við ofnæmi, meðhöndla svefnleysi og minnka þreytu. Þekktust er ef til vill notkun úlnliðsbands með kúlu sem á að þrýsta á P6 þrýstinuddspunktinn og á með því að draga úr ein- kennum bílveiki og sjóriðu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þrýstingur á þennan punkt geti varnað ógleði eftir aðgerðir en ekki varnað uppköstum.25 Þá geti þrýstipunktanudd einnig varnað ógleði við krabbameinslyfjameðferðir26 og linað króníska ósértæka mjóbaksverki.27 Shiatsu Shiatsu er ein gerð af punktanuddi (acupressure) sem á að stuðla að auknu jafnvægi orkuflæðis um líkamann með jöfnum og þéttum þrýstingi á fingur, lófa, olnboga eða jafnvel hné eða iljar. Þrýst er á punkta sem sagt er að liggi eftir orkubrautum líkamans (meridian lines). Shiatsu á að losa um djúpa spennu, minnka verki, minnka streitu, auka lífskraft og vellíðan og hjálpa líkama og sál við að leysa úr læðingi lækningarmátt líkamans.2 Losun liðamóta ásamt mjúku togi getur einnig verið hluti af þessari meðferð. Shiatsu er þekktast fyrir að minnka streitu, draga úr ógleði og uppköstum28 og minnka verki29 en á einnig að geta hjálpað gegn höfuðverkjum, taugaverkjum, vöðva- verkjum, gigt, svefnleysi, meltingartruflunum, bakvanda- málum o.fl.30 Það tekur um þrjú ár að læra að verða shiatsu meðferðaraðili. Grasalækningar / náttúrulækningar (herbal medicine / phytotherapy) Grasalækningar eru mörg þúsund ára gömul lækningaraðferð sem hefur meðal annars stuðlað að þróun ýmissa lyfja, svo sem aspírins, digoxins, quinine og morfíns.31 Grasagræðarar nota lauf, blóm, rætur, ber og stilka jurta til að bæta heilsu fólks og draga úr sjúkdómseinkennum en einnig til að fyrirbyggja sjúkdóma. Grasagræðarinn framkvæmir líkamsskoðun og spyr út í líkamlegt og andlegt ástand þess sem til hans leitar. Þá biður hann um upplýsingar um fyrri sjúkdóma, lífshætti, mataræði o.fl. Á þessum upplýsingum byggir grasagræðarinn greiningu sína og metur hvaða jurtir hann telur að geti hjálpað viðkomandi, í hvaða skömmtum og á hvaða formi. Jurtir og jurtablöndur eru gefnar ýmist sem te, safar, kaldir og heitir bakstrar, innöndunargufa, olíur, áburðir, baðsölt eða í hylkjum til inntöku.71 Grasalækningar hafa verið stundaðar hér á landi um langt skeið og má segja að þær hafi verið notaðar við næstum hvaða heilsufarslega vandamáli sem er. Rann- sóknir hafa m.a. sýnt fram á virkni þeirra gegn mjóbaks- verkjum32, kvíða33 og mögulega gegn háþrýstingi34. Hér á eftir eru nefnd nokkur dæmi um jurtir og notkun þeirra samkvæmt upplýsingum af netsíðunni www.doktor.is: • Ginkgo biloba (musteristré) - við blóðrásartruflunum og til blóðþynningar • Ginseng - talið að virki hressandi en skortur er á áreiðanlegum rannsóknum • Hvítlaukur - til blóðþynningar og varnar gegn hjarta- og æðasjúkdómum • Kamilla - til að draga úr krömpum, bólgum og meltingartruflunum en einnig talin hafa róandi og svæfandi áhrif • Sólhattur - vísbendingar um ónæmisörvandi áhrif en ekki verið staðfest með áreiðanlegum rannsóknum35 Náttúrulyf eru skilgreind í reglugerð um markaðsleyfi náttúrulyfja (reglugerð nr. 684/1997) á eftirfarandi hátt: „Náttúrulyf innihalda eitt eða fleiri virk efni sem unnin eru á einfaldan hátt (t.d. með þurrkun, mölun, úrhlutun, eimingu eða pressun) úr plöntum, dýrum, örverum, steinefnum eða söltum. Hrein efni einangruð úr náttúrunni teljast ekki náttúrulyf".70 Hérlendis þarf að sækja um markaðsleyfi til Lyfjanefndar ríkisins fyrir náttúrulyfjum sem eru auglýst á þann hátt að þau séu ætluð til lækninga. Þau þurfa að standast sömu kröfur um hráefnis-, framleiðslu- og gæðaeftirlit og lyfseðilsskyld lyf- Framleiðendur náttúruvara þurfa aftur á móti ekki að fá slík leyfi.36 Mikilvægt er að fólk sé upplýst um að flestum lyfjum, þ.m.t. hefðbundnum lyfjum, jurtalyfjum og fæðubótarefn- um, fylgir hætta á aukaverkunum. Það að efni/afurð/lyf sé sagt „náttúrulegt" þýðir ekki að það sé öruggt eða án auka- verkana.1 Margir halda því fram að oft forðist sjúklingar að veita læknum sínum upplýsingar um það hvort þeir hafi leitað sér óhefðbundinnar meðferðar. Það skapar hættu á að sjúklingar séu, á sama tíma og þeir nota lyf sem læknir hefur ávísað þeim, að nota efni sem fara illa saman með / 04 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.