Læknaneminn - 01.04.2007, Side 105

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 105
Heilsutengd þjónusta qræðara og fleiri aðila lyfjunum.37 í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á íslandi segir: „Sum náttúru- og jurtalyf geta haft í för með sér milliverkanir við læknisfræðilega lyfjameðferð og annaðhvort dregið úr virkni þeirrar meðferðar eða leitt til aukaverkana. Sem dæmi má nefna að ýmis jurtalyf hafa áhrif á blóðþynningarmeðferð og einnig meðferð með hjarta- og blóðþrýstingslyfjum."1 í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2002 segir: „Auka- og milliverkanirsem raktarhafa veriðtil neyslu náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna eru vanskráðar hérlendis." Einnig: „Talið er að fleiri vísindalegar rannsóknir skorti til að meta áhrif og öryggi við notkun náttúruefna til lækninga og niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem birtar hafi verið gefi ekki vísbendingu um raunverulega tíðni aukaverkana."36 Hnykkingar (chiropractic) Að baki hnykklækningum býr sú hugmynd að röng afstaða milli hryggjarliða hafi áhrif á tauga- kerfið og valdi vandamálum og lakari heilsu. Tengslin milli bygg- ingar líkamans og virkni hans séu mikil og hafi áhrif á mátt líkamans til að lækna sjálfan sig. Hnykklækningar beinast að greiningu, meðferð og for- vörnum starfrænna kvilla í beinagrind, vöðvum og liða- mótum. Oftast er átt við hryggjarliði en stundum er með- ferðinni beitt á aðra liði líkamans. Lögð er áhersla á meðferð án lyfja eða skurðaðgerða. í meðferðinni er þrýstingi beitt á þann lið sem kvillinn er talinn liggja í og liðurinn hreyfður innan eðlilegra hreyfiferla. Einnig eru gerðar æfingar til endurhæfingar. Meðferðinni er oftast beint gegn mjóbaks- verkjum, verkjum í hálsi og spennuhöfuðverkjum en önnur vandamál eru einnig meðhöndluð með þessari aðferð.38 Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi meðferðar- innar40 en aðrar ekki.41 í meðhöndlun mjóbaksverkja virðast hnykkingar vera jafn gagnlegar og hefðbundnar lækningar.38 Aukaverkanir af meðferðinni eru sjaldgæfar þegar meðferðinni er beitt á neðri hluta baks en algengari þegar henni er beitt á háls.38 Meðferðin er víða erlendis niðurgreidd af hinu almenna sjúkratryggingakerfi en svo er ekki hér á landi. í leiðbeiningum British Medical Association til heimilislækna um tilvísanir segir: „There is also no problem with GPs referring patients to practitioners in osteopathy and chiropractic who are registered with the relevant statutory regulatory bodies...".42 Nám í hnykklækningum tekur á bilinu 2-4 ár, mismunandi eftir stöðum, og þá tekur við verknám í 1-4 ár.39 Skekkjulækningar (osteopathy) Kenningin á bak við þessa grein er sú að aflögun á beina- grindinni, og í kjölfarið á aðlægum taugum og æðum, sé orsök margra sjúkdóma. Líkaminn hafi eiginleika til að lækna sig sjálfur en þegar truflun komist á þá virkni eða þegar umhverfisaðstæður yfirbugi lækningarmátt lík- amans komi sjúkdómar fram. Greining sjúkdóma byggist á heildrænni skoðun og handarsnertingu á líkamanum. Með snertingu eigi osteopatar að geta fundið hvað amar að. Notast er við próf sem meta hreyfanleika og virkni vöðva og liðamóta. í meðferðinni sjálfri er unnið á vanstarfsemi líkamans með það að markmiði að endurvekja heilbrigt stýrikerfi hans. Meðferðin felst í nuddi, teygjum og hnykk- ingum og á að örva hreyfingu líkamsvökva, stuðla að óhindruðum flutningi taugaboða og losa um bein og liði. Osteopathy er helst notuð til meðferðar verkja í stoðkerfi en á einnig að geta reynst vel í meðferð tognana, spennu- höfuðverkja, miðeyrnabólgu, slitgigtar, lungnabólgu, há- þrýstings, vélindabakflæðis, kvíða og svima.43 í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á íslandi er sagt um osteopathy: „Ekki liggja fyrir nægjanleg gögn til þess að segja til um virkni."1 Bowen tækni Bowen tækni beinist að því að virkja lækningarmátt lík- amans sjálfs og felst í beitingu léttra hringlaga hreyfinga á ákveðna punkta yfir vöðvum, sinum, liðböndum og húð. Sá sem meðferðina fær á að ná djúpri slökun í meðferð- inni. Sumir Bowen meðferðaraðilar telja árangur meðferð- arinnar stafa af áhrifum hreyfinganna á sinaviðbrögð og stöðuskynjun í liðamótum sem valdi aukinni skynjun í þeim líkamshluta sem meðferðinni er beitt á.44 Bowen tækni er einkum notuð sem verkjameðferð1 en hún er einnig sums staðar notuð til að meðhöndla ungbarnakveisu, mígreni, asma, ofnæmi, svefnleysi o.fl.45 Nám í Bowen tækni skipt- ist í fimm skref og tekur alls 14 daga sem dreifast yfir níu mánuði. Meðal annars hefur verið boðið upp á þessi nám- skeið á íslandi. Alexander tækni Alexandertækni felst í því að finna og lagfæra áunnar hindranir í hreyfingum og hugsunum. Hreyfiskyn er metið og viðkomandi kennt að vera meðvitaðri um allar hreyfingar sínar. Meðferðin felst í að kenna rétta líkamsbeitingu og miðar að því að endurheimta góða líkamsstöðu, eðlilega hreyfigetu og léttleika í hreyfingum. Einnig er kennd sérstök slökunartækni.1 Kenningin bak við tæknina er sú að fólk venji sig á að bregðast alltaf eins við tilteknu áreiti, það spennist upp og samhliða minnki skynjun þess á umhverfinu. Tæknin beinist að því að losa fólk við ávanabundin viðbrögð og kenna því að hreyfa sig á þann hátt sem líkamanum er eðlilegast. Alexandertækni á að nýtast vel við bakveikindum og öðrum stoðkerfis- sjúkdómum, raddvandamálum og streitutengdum sjúkdómum.46 Nám í Alexandertækni tekur þrjú ár.47 Læknaneminn 2007 1 05
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.