Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 114

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 114
Rannsóknarqrein Sláandi hjartavöðvafrumur myndaðar út frá ósérhæfðum stofnfrumum úr músa- fósturvísi hafa virkjaða BMP boðleið Sæmundur 3. Oddsson Lífefna- og Sameindalíffræðistofa, Háskóia íslands Læknadeild Háskóla íslands Samantekt Margir binda vonir við að hægt verði að nýta stofnfrumur úr fósturvísum til lækninga á ýmsum vefjarýrnunar- sjúkdómum. Grunnhugmyndin er að láta stofnfrumur sérhæfast í þann starfhæfa vef sem skortir sem yrði síðan græddur í viðkomandi sjúkling. Til að svo geti orðið er nauðsynlegt að skilja samspil þeirra flóknu ræktunar- skilyrða sem ákvarða endurnýjun og viðhalda fjölhæfi (pluripotency) þeirra. Valið á milli þess hvort stofnfruma endurnýi sig eða sérhæfi í ákveðnar frumutegundir er ákvarðað af ýmsum vaxtarþáttum, þekktum og óþekktum. Sýnt hefur verið að meðlimir TGF-beta stórfjölskyldunnar, t.d. BMP boðleiðin, leika stórt hlutverk í fósturþroskun og því líklegt að vaxtarþættir fjölskyldunnar taki þátt í örlögum stofnfruma. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna virkni TGF-beta stórfjölskyldunnar i sérhæfingu stofnfruma úr fósturvísum músa (mES fruma) í hjartavöðvafrumur (cardiomyocytes). Notast var við flúrljómandi tvímerkingu á próteinum TGF- beta boðleiðarinnar annars vegar og á próteinum sem stjórna endurnýjun/sérhæfingu ES fruma hins vegar. Niðurstöður eru að mótefnalitanir gefa til kynna að BMP boðleiðin sé virkjuð í myndun hjartavöðvafrumna. í sumum tilfellum komu fram sláandi svæði í ræktunarskálum. Ekki fundust tölfræðilega marktæk tengsl þegar taktur/tíðni voru borin saman við niðurstöður mótefnalitana og notkun mismunandi vaxtarþátta. Inngangur Undanfarið hafa augu margra beinst að stofnfrumum. Slíkar frumur eru skilgreindar þannig að þær geta endurnýjað og viðhaldið sjálfum sér í frumurækt en einnig myndað margs konar sérhæfðar frumur við rétt áreiti, t.d. taugafrumur, hjartavöðvafrumur, lifrarfrumur o.fl- Stofnfrumur eru ekki einungis áhugaverðar í þroskunarfræðilegu tilliti heldur er kastljósinu aðallega beint á möguleg ný meðferðarúrræði. Stofnfrumur í læknisfræðilegu samhengi Áður en fjallað verður um rannsóknarverkefnið er nauðsynlegt að útskýra stofnfrumur í læknisfræðilegu samhengi í stuttu máli. Til einföldunar má skipta þeim í þrjá flokka, þ.e. stofnfrumur úr fósturvísum (embryonic stem cells), vefjasértækar stofnfrumur (adult stem cells) og stofnfrumur úr einræktuðum fósturvísum. Stofnfrumur úr fósturvísum (embryonic stem cells) Stofnfrumur úr fósturvísum eiga uppruna sinn í svokölluðum innri frumumassa (sjá mynd 1). Aðferðir til að einangra og rækta stofnfrumur hafa verið lengi í þróun. Árið 1981 tókst í fyrsta skipti að rækta slíkar frumur úr músum en það var ekki fyrr en 1998 að slíkt hið sama tókst með mannafósturvísa (1). Stofnfrumur úr einræktuðum fósturvísum Vitað er að ósérhæfðar stofnfrumur úr fósturvísum tjá lítið af sameindum sem geta vakið ónæmissvar ef græddar í óskylda lífveru. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að við sérhæfingu frumnanna verður aukin tjáning á slíkum sameindum, t.d. MHC 1 (major histocompatibility complex 1) (2). Augljóst er að vegna þessa gæti vefjaígræðsla með utanaðkomandi stofnfrumum eða afleiðum þeirra verið 114 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.