Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 116

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 116
Rannsóknararein kímblöðrustigi fyrir í legi konu og fá þannig barn sem er með sama erfðamengi og kjarnagafinn, líkt og var gert með kindina Dollý. Slíkt nefnist einræktun í æxlunarskyni. Það kemur því ekki á óvart að rannsóknirnar veki upp hörð viðbrögð enda snerta þær grundvallarspurningar um upphaf lífsins og helgi þess. Vefjasértækar stofnfrumur (adult stem cells) Vísindamenn hafa lengi reynt að skilja hvers vegna sumir vefir hafa hæfileika til viðgerða, t.d. húð og smáþarmar, en aðrir ekki. Margir telja að svarið felist í svokölluðum vefjasértækum stofnfrumum sem eru ósérhæfðar og uppfylla skilyrðin um að geta viðhaldið sjálfum sér í frumurækt auk hæfileikans til að þroskast í tilteknar frumugerðir. Stofnfrumur hafa fundist víða í vefjum fullorðinna einstaklinga, t.d. í beinmerg, bandvef, æðum, lifur, brjóstkirtli, húð og vissum hlutum heilans. Vefjasértækar stofnfrumur eru almennt sjaldgæfar og oft mjög erfitt að þekkja frá öðrum frumum og einangra þær. Á íslandi fara fram athyglisverðar rannsóknir á stofnfrumum úr brjóstkirtli í tengslum við brjóstakrabbamein (5). Af vefjasértækum stofnfrumum hafa blóðmyndandi stofnfrumur verið mest rannsakaðar. Slíkar frumur eru afar fjölhæfar enda allar frumur blóð- og ónæmiskerfisins upprunnar frá þeim. Þær hafa einnig mikla hæfileika til frumufjölgunar og hefur verið sýnt fram á að stök fruma getur endurmyndað allt blóðkerfið í kjölfar beinmergs- ígræðslu. Algengast er að finna slíkar stofnfrumur úr beinmerg en einnig í litlum mæli í blóði og naflastrengjum (6). Þekkt klínísk hagnýting frumnanna er þegar beinmergur er endurreistur eftir krabbameinsmeðferðir þar sem notast er við geisla- og/eða stranga lyfjameðferð. Blóðmyndandi stofnfrumur eru sem stendur eina tegund stofnfrumna sem hefur fest sig í sessi hvað varðar meðferð sjúklinga. Bakgrunnur verkefnis Hjartavöðvafrumur Drep í hjartavöðva þykir sterk ábending fyrir mögulega framtíðarnýtingu stofnfrumna. Þroskaðar hjartavöðvafrumur hafa afar takmarkaða fjölgunarhæfni og ná ekki að bæta upp fyrir drep sem verður vegna kransæðastíflu og tilheyrandi blóðþurrðar. Slíkt veldur oft minnkaðri samdráttargetu sem endar í hjartabilun (7). Sem stendur er hjartaígræðsla með gjafahjarta eina meðferðarúrræðið í boði fyrir endastigs hjartabilunar- sjúklinga. Sú meðferð stendur hins vegar fáum til boða. Vegna þessa líta margir hýru auga til aðferða við að framleiða starfhæfar hjartavöðvafrumur sem mætti ef til vill nota til ígræðslu í sjúklinga og bæta þannig lífslíkur þeirra (8). Framkvæmdar hafa verið nokkrar klínískar tilraunir þar sem vefjasértækum stofnfrumum, upphaflega úrbeinmerg, hefur verið sprautað inn í kransæð sjúklinga sem hafa fengið brátt hjartaslag (acute myocardial infarct). Hjá mörgum sjúklingum varð aukning á samdráttarhæfni vinstra hvolfs hjartans og markverð minnkun á stærð dreps í vöðvanum (9). Bent hefur verið á ýmsar brotalamir í þessum rannsóknum svo sem fáa sjúklinga. Einnig hafa gagnrýnendur bent á að lítið er vitað um nákvæma verkun stofnfrumnanna og gefið í skyn að hlutverk þeirra í batanum sé ekki eins veigamikið og haldið er fram. Þeir sem eru fylgjandi áframhaldandi klíniskum rannsóknum nefna hins vegar að slæmar aukaverkanir séu ekki tölfræðilega marktækar og að flest hjartalyf sem notuð eru í dag voru prófuð á mönnum án ítarlegrar vitneskju um verkun þeirra, aðra en bætta hjartastarfsemi. Ekki sér fyrir endann á þessum deilum enda hófust tilraunirnar á mönnum eftir miklar og endurteknar tilraunir þar sem hjartaslag varframkallað í músum. Orlic og félagar þóttu til að mynda árið 2001 ugglaust sýna fram á að ígræddar ósérhæfðar stofnfrumur úr beinmerg umbreyttust (transdifferentiated) í hjartavöðvafrumur sem bættu starfsemi hjartans og voru niðurstöðurnar birtar í hinu virta vísindatímariti Nature (10). Árið 2004 var þessi kenning hins vegar afsönnuð í ítarlegri tilraun af vísindamönnum við Stem Cell Center í Svíþjóð þar sem í Ijós kom að eiginleg umbreyting á sér ekki stað heldur samruni beinmergsstofnfrumna og hjartavöðvafrumna (transfusion) og voru niðurstöðurnar birtar í Nature Medicine (11). Þrátt fyrir þetta fara nú fram klíniskar tilraunir í Þýskalandi þar sem beinmergsstofnfrumum er komið fyrir í hjartavöðva sjúklinga sem hafa fengið drep í hjartavöðva. Slíkar tilraunir voru til að mynda kynntar á þingi Norræna Hjartaskurðlæknafélagsins sem haldið var á íslandi í ágúst 2006 (12). Innanfrumuboöleiðir og vaxtarþættir Til þess að viðhalda ósérhæfðu ástandi eru stofnfrumur úr fósturvísum (ES frumur) háðar ræktun á hjálparfrumum (feeder cells=mouse embryonic fibroblasts). Þegar um er að ræða ES frumur úr músafósturvísum (mES frumur) geta þessar hjálparfrumur verið leystar af hólmi með leukemia inhibitory factor (LIF). Sá vaxtarþáttur verkar gegnum gpl30 viðtakann en hann virkjar umritunarþáttinn STAT3. Sýnt hefur verið fram á að virkjun á STAT3 viðheldur ósérhæfni (13). Vert er að hafa í huga að LIF hefur aðeins áhrif þegar frumur eru ræktaðar í æti sem inniheldur sermi en LIF og BMP vaxtarþættirnir eru saman nægilegirtil þess að viðhalda stofnfrumum í ósérhæfðu ástandi þegarfrumur eru ræktaðar í æti án sermis (14). í okkar verkefni var notast við æti sem inniheldur sermi auk LIF og annarra vaxtarþátta. Hægt er að örva mES frumur til sérhæfingar með því að fjarlægja LIF úr ætinu, og annaðhvort láta þær vaxa sem eitt frumulag eða sem frumukúlur (embryoid bodies = EB). Við notuðum EB aðferðina en hver EB innhiheldur misleitna blöndu af frumugerðum (15). Slík uppsetning er í raun einfalt og viðurkennt "in vitro" líkan til að rannsaka þá ferla sem stjórna sérhæfingu og frumstig þroskunar sem vanalega er ókleift að athuga í spendýrum. / / 6 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.