Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 133

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 133
Verkefni 3. árs læknanema PKU á íslandi Karl Erlingur Oddason1, Atli Dagbjartsson2 Læknadeild Háskóla íslands1, Barnaspítali Hringsins2 Inngangur: Phenylketonuria (PKU) er sjálflitnings (autosomal) víkjandi erfður efnaskiptasjúkdómur. Orsök PKU er stökkbreyting í Phenylalanie hydroxylasa (PAH) geninu á langa armi 12. litnings. Veldur stökkbreytingin misalvarlegum galla á PAH ensíminu sem leiðir til engrar eða takmarkaðrar virkni. Er sjúkdóminum skipt niður í klínískar myndir eftir alvarleika. Sér PAH um að breyta amínósýrunni phenýlalaníni (Phe) í týrósín (Tyr). PAH þarf hjálparþáttinn tetrahydrobiopterin (BH4) til að framkvæma hvarfið. Við galla í PAH safnast Phe fyrir í blóði og vefjum. Veldur þessi uppsöfnun Phe óeðlileika í hvítu heila sem leiðir til þroskaskerðingar og floga. Frá árinu 1972 hefur kembileit með þunnlagskrómatógrafíu verið framkvæmd á öllum nýfæddum börnum á íslandi. í dag er meðferð við PKU beitt í formi Phe-skerts fæðis fyrir lífstíð ásamt gjöf ýmissa nauðsynlegra næringarefna. BH4 hjálparþáttagjöf er að aukast sem nýr meðferðarmöguleiki. Tilfelli og aðferðir: Rannsóknin var að hluta til afturskyggn þar sem athugaðar voru upplýsingar um alla þá 27 PKU sjúklinga sem greinst hafa á íslandi. Fengust upplýsingar úr sjúkraskrám þeirra. Athugaðar voru upplýsingar um tegundir stökkbreytinga í PAH geni. Mæld blóð-Phe (B-Phe) gildi á fyrstu 10 árum voru athuguð hjá 17 einstaklingum fæddum frá 1989 til 2006 til mats á meðferð. Reiknað var algengi PKU á íslandi á árunum 1972 til 2005 út frá tölum fæðingaskrár. Annar hluti ransóknarinnar fól í sér BH4 hleðslupróf á þremur einstaklingum. Einn einstaklingurinn bar stökkbreytingu sem áður hafði svarað BH4 meðferð, hinir tveir báru séríslenska stökkbreytingu sem ekki hafði áður verið athuguð m.t.t. BH4 svörunar. Niðurstöður: Algengi PKU á íslandi er ein af hverjum 9675 fæðingum frá árinu 1972 til ársins 2005. Allir einstaklingar greindir með PKU á íslandi eftir 1972 (19 talsins) eru á meðferð í dag nema sá elsti í hópnum. Eru þau öll með eðlilegan þroska. Er alvarleg tegund PKU algengust á íslandi eins og annars staðar í heiminum. Meðferðarheldni er góð fyrstu árin en upp úr sjö ára aldri fara sumir að hækka of mikið í B-Phe gildum miðað við meðferðarmarkmið á íslandi. Fjöldi og tegundir stökkbreytinga ásamt niðurstaðna úr BH4 hleðsluprófi verða kynntar á ráðstefnu. Ályktun: Algengi PKU hér á landi er afar svipuð og heildaralgengi PKU í hvítum þjóðstofnum sem er um ein af hverjum 10.000 fæðingum. Meðferðin gengur vel hjá flestum en nokkrireinstaklingar missa tökin á sjúkdóminum fyrir og á unglingsaldri. Huga mætti nánar að þessum einstaklingum þar sem meðferðarheldni er mikilvæg fyrir lífstíð. BH4 gjöf er raunhæfur meðferðarkostur hjá sumum PKU einstaklingum. Nýjir meðferðarmöguleikar eru undir miklum framförum. Fylgjast þarf náið með framþróun nýrra meðferðarmöguleika og uppfæra vitneskju reglulega til klínískra nota. Hafa viðhorfog þekking 16 ára unglnga á kynlífstengdu efni breyst á undanförnum 5 árum? Kolbrún Gunnarsdóttir1 ReynirTómas Geirsson1-2, Eyjólfur Þorkelsson1, Jón Þorkell Einarsson3, Ragnar Freyr Ingvarsson3 Læknadeild H.í.1, Kvennasvið Landspítala- háskólasjúkrahúss, 101 Reykjavík2, Landspítali háskólasjúkrahús3 Inngangur: Kynsjúkdómar eru alvarlegt vandamál í heilbrigðiskerfinuogeitthelstafélags-ogheilbrigðisvandamál íslenskra unglinga. Tíðni kynsjúkdómasmita og tíðni þungana hjá unglingsstúlkum á íslandi ertöluvert hærri en í nágrannalöndunum. Með því að meta þekkingu og viðhorf til kynfræðslu er hægt að bæta fræðsluna með markvissum hætti og þannig sporna við hækkandi tíðnitölum. Sumarið 2001 var gerð könnun á þekkingu og viðhorfi 16 ára unglinga til kynfræðslu, kynsjúkdóma og getnaðarvarna sem leiddi íljósaðþekkingu unglinga á kynsjúkdómasmitum og getnaðarvörnum var verulega ábótavant. Könnunin var nú endurtekin með tvöfalt stærra úrtak og niðurstöður rannsóknanna bornar saman til að meta hvort og hvaða breytingar í viðhorfi og þekkingu hafa átt sér stað á síðastliðnum 5 árum. Tilfelli og aðferðir: Spurningarlistar voru lagðir fyrir 417sextanáraungmenniáAkureyriogáReykjavíkursvæðinu. Mælitækið var spurningalisti með 69 fjölvalsspurningum, sem skiptist í 5 hluta. í fyrsta og öðrum hluta var notaður hlutfallsreikningur á viðeigandi breytur og krosstöflur og kí-kvaðrat próf notuð til að meta hvort og hvernig kynin svörurðu. Gerð var þáttagreining á spurningum í þriðja og fjórða hluta og fylgni milli breyta reiknuð. í fimmta hluta var einkunn reiknuð fyrir hvern nemanda og t-próf notað til samanburdar milli ára. Tölfræðiúrvinnsla var med SPSS forriti. Niðurstöður: Þekkingu var verulega ábótavant en betri en fyrir fimm árum (p < 0,001). Þrettán prósent 16 ára stráka töldu að pillan veiti vörn gegn kynsjúkdómum og tæp 70% að lækna mætti herpessykingu með sýklalyfjum. Tíundi hver unglingur taldi að hægt væri að lækna HIV. Viðhorf til kynhegðunar er lítið breytt frá 2001 og telja 2/3 unglinga nú eðlilegt að 14-16 ára unglingar stundi kynlíf, þó einungis 8% telja 14-16 ára unglinga reiðubúin til að taka afleiðingum kynlífs. Ályktanir: Veruleg þörf er á betri kynfræðslu í grunnskólum og fýrstustigumframhaldsskóla.Misskilningurumýmisþekkingaratriði er enn algengur, ekki síst varðandi alvarlegustu kynsjúkdómana. Læknaneminn 2007 1 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.