Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 138

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 138
Verkefni 3. árs læknanema tilfella innan 4-6 mánaða og takmarkar það verulega meðferðarárangur. Hluti þessara endurþrengsla er án einkenna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu vel áreynsluþolpróf og klínískt einkennamat segja til um hvort að endurþrenging í hafi orðið. Efniviður og aðferðir Úrtakið voru 36 sjúklingar sem allir komu til kransæðavíkkunar með stoðnetsísetningu í fyrsta sinn. Þeir voru skoðaðir að hálfu ári liðnu með klínísku einkennamati, sem byggðist á hjartalínuriti og einkennum um áreynslutengda brjóstverki, og með áreynsluþolprófi á þrekhjóli þar sem leitað var að hjartalínuritsbreytingum sem benda til endurþrengsla. Að lokum voru endurþrengsli í stoðnetum metin með kransæðaþræðingu. Niðurstöður Meðalaldur sjúklinganna var 62,5 ± 9,1 ár. Tvær konur (5,6%) og 34 karlar, með samtals 61 stoðnet, voru rannsökuð. Klínískt einkennamat Áreynsluþolpróf Næmi (sensitivity), % 11,1 33,3 Sértæki (specificity), % 81,5 53,8 Spágildi jákvæðs prófs (PPV), % 16,7 20,0 Spágildi neikvæðs prófs (NPV), % 73,3 70,0 PPV: Positive predictive value. NPV: Negative predictive value. Ályktanir Hvorki klínísk einkennamat né áreynsluþolpróf voru áreiðanlega til að meta endurþrengsli í stoðnetum kransæða. Neikvætt spágildi prófanna er gott. Áreynsluþolpróf veitir ekki frekari upplýsingar til viðbótar við klínískt einkennamat samkvæmt þessari rannsókn. Lykilorð Kransæðavíkkun, stoðnet, endurþrenging í stoðneti, áreynsluþolpróf, klínískt einkennamat. Ifarandi sýkingar af völdum pneumókokka á íslandi 1975-1984 Sandra Halldórsdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Magnús Gottfreðsson1'3. ^Læknadeild Háskóla íslands, 2Sýklafræðideild LSH, 3Lyflækningadeild LSH. Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus pneumoniae (pneumókokka) eru meiriháttar heilsufars- vandamál um allan heim. Pneumókokkar eru algengasta orsök lungnabólgu og næstalgengasta orsök heilahimnubólgu af völdum baktería hérlendis. Faraldsfræði ífarandi pneumókokkasýkinga hefur verið rannsökuð víða um heim en ekki margar rannsóknir hafa náð til heillar þjóðar. Efni og aðferðir: Rannsókn þessi var aftursýn og náði yfir 10 ára tímabil, 1975 til 1984. Sjúklingar voru taldir vera með ífarandi sýkingar ef þeir höfðu jákvæða ræktun með pneumókokkum frá blóði, mænuvökva eða liðvökva. Farið var yfir sjúkraskrár allra einstaklinga sem greinst höfðu með ífarandi pneumókokkasýkingar og legið á Landspítala, Borgarspítala, Landakoti, Sjúkrahúsi Akraness og FSA. Skráðar voru upplýsingar um einkenni sýkingar, greiningu, heilsufar, skoðun, þ.m.t. alvarleika við komu skv. APACHE II eða PRISM III stigunarkerfnunum, niðurstöður rannsókna, meðferð og horfur. _ Niðurstöður: Á þessu 10 ára tímabili, 1975-1984, greindust 115 sjúklingar með 115 ífarandi pneumókokkasýkingar á ofangreindum sjúkrahúsum. 14 sjúkraskrár fundust ekki og því unnar upplýsingar úr 101 sjúkraskrá. Börn voru alls 29 (28.7%) og fullorðnir 72 (71.3%). Lungnabólga með blóðsýkingu var algengasta greiningin (51.5%), önnur var blóðsýking án greinanlegs uppruna (25.7%) og sú þriðja var heilahimnubólga (16.8%). Meðaltímalengd einkenna fyrir innlögn var 2.2 dagar. Algengustu áhættuþættir fullorðinna voru hjartasjúkdómar (26.4%), áfengissýki (19.4%), lungnasjúkdómar (16.7%) og reykingar (16.7%). Hjá börnum voru lungnasjúkdómar (13.8%) og illkynja sjúkdómar (6.9%) algengastir. Algengustu einkenni heilahimnubólgu voru hiti, hnakkastífleiki og minnkuð meðvitund. í blóðsýkingu voru það hiti, slappleiki, ógleði/ uppköst og minnkuð meðvitund. Meðal APACHEII stigafjöldi þeirra fullorðinna sem lifðu var 14.5 samanborið við 26.9 hjá þeim sem létust (p = 0.0021). Meðal PRISM III stigafjöldi þeirra barna sem lifðu var 7.4 samanborði við 23.7 hjá þeim sem létust (p=0.089). Penicillín (88.1%) var algengasta sýklalyfið sem gefið var. Tíðni fylgikvilla var 12.9% og var sá algengasti krampar. Dánartíðnin hjá fullorðnum sem fengu heilahimnubólgu var 33.3% en 25% hjá börnum. Af þeim fullorðnum sem fengu aðrar ífarandi sýkingar en heilahimnubólgu létust 16.1% en 4.8% barna. Ályktanir: Pneumókokkar geta orsakað mjög alvarlegar sýkingar. Þráttfyrirmiklarframfarirí læknisfræði hafa horfur þessara einstaklinga lítið breyst síðustu áratugi. Stigunarkerfin APACHE II og PRISM III virðast spá vel fyrir um horfur sjúklinga. Frekari rannsókna er þörf til að skoða m.a. hvort þættir eins og hjúpgerðir hafi áhrif á horfur sjúklinga. 138 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.