Læknaneminn - 01.04.2010, Page 5

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 5
Mikið er þetta nú búið að vera skemmtilegt. í blaðið í ár skrifa ýmsir sérfræðingar um helstu málefni líðandi stundar og þökkum við þeim innilega fyrir þeirra framlag. Erfiðara reyndist að fá almenna lækna til að skrifa í blaðið. Þeir sem ekki voru uppteknir við að undirbúa fiutning af landi brott áttu fullt i fangi með að berjast fyrir bættum, eða að minnsta kosti óbreyttum kjörum. Skemmst er að minnast baráttunnar gegn night-float kerfinu sem svo eftirminnilega átti að setja á án samráðs við starfandi almenna lækna. Eins og flestir vita tókst þeim með glæsilegri samstöðu og baráttuvilja að sporna gegn þeim breytingum. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn og þökkum þeim fyrir hönd okkar verðandi lækna. Baráttan um ráðningarkerfið var hávær í vetur. Eins og áður. Niðurstaðan var ólögmæti kerfisins. Eins og áður. Við okkur blasir að kerfið verði aldrei notað framar. Eins og áður. Kreppan hefur líka skollið á spítalanum og ætti það ekki að hafa farið framhjá neinum. Sameining Bráðamóttöku og Slysadeildar var liður í sparnaði Landspítalans og skerðir það verulega námstækifæri læknanema. I hagræðingarskyni var líka tekinn upp nýr glæsimatseðill í mötuneyti spítalans - sem eins og glöggir einstaklingar tóku kannski eftir er gamli matseðillinn skrifaður með skáletri. Yfirstjórnin sá sér leik á borði og nýtti tækifærið til að hætta að niðurgreiða mat fyrir nema - á sjálfu háskólasjúkrahúsinu. Kannski fannst þeim við öll vera orðin svo feit. Eða of rík, maður spyr sig. Af hverju getum við ekki bara öll verið vinir? Þrátt fyrir bölsýni og heimsendaspár megum við ekki bugast og verða lífsleiðir og taugaveiklaðir leiðindapúkar. Við megum aldrei gleyma því að læknisstarfið er örugglega skemmtilegasta starf í heiminum - þess vegna völdum við okkur þetta fag. A hverjum degi fáum við tækifæri til að hafa áhrif á líf fólks, deila hugmyndum með kollegum sem margir hverjir eru framúrskarandi hugsuðir og taka þátt í atburðarás sem fæstir fá að kynnast á lífsleiðinni. í krafti smæðarinnar höfum við meiri nánd við sérfræðingana og fáum fleiri tækifæri til að þjálfa okkur í verklegri færni. Við eigum þess vegna að líta á hvert verk sem tækifæri en ekki kvöð. Jákvætt viðhorf er einn flötur af fagmennskunni. Þess vegna skulum við temja okkur gott viðhorf á spítalanum sem allra fyrst og hafa gaman að þessu - við eigum jú eftir að verja ríflegum tíma þar í framtíðinni. Mikið á þetta nú eftir að verða skemmtilegt. <J> -•
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.