Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 6
Óljós líkamleg einkenni og leiðir til að bceta tjáskipti sjúklinga og lcekna. Engilbert Sigurðsson Yfirlæknir við geðsvið Landspítala, dósent í geðlæknisfrœði við Lœknadeild Háskóla Islands. Líkamleg einkenni og kvartanir sem ekki finnast vefrænar skýringar á við sögutöku, skoðun og rannsóknir eru afar algeng, raunar svo algeng að þau eru samofin daglegu lífi tugþúsunda Islendinga. Slík einkenni spanna vítt svið, allt frá vægum ónotum sem flestir eiga auðvelt með að umbera án þess að leita til læknis, til svæsinna og mjög hamlandi einkenna sem geta valdið alvarlegri og stundum langvinnri fötlun. Einstaklingar með óljós líkamleg einkenni (ÓLE) leita sumir endurtekið til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna, fá og taka iðulega lyf til að draga úr vanlíðan sinni, geta þurft veikindavottorð og fara sumir á örorku af þessum sökum. ÓLE svara stundum réttri nálgun lækna vel á stuttum tíma, en krefjast stundum langtíma meðferðar og endurhæfingar líkt og á við um marga aðra sjúkdómaflokka. Faraldsfræðilegar rannsóknir erlendis frá hafa sýnt að fjórir af hverjum fimm hafa fundið fyrir a.m.k. einu eða fleirum ÓLE vikuna áður en spurt var og hjá einum af hverjum fimm var eitt eða fleiri einkenni af þessum toga að valda verulegri truflun í daglegu lífi1. I rannsókn Hiller og félaga á allstóru úrtaki 14 ára og eldri Þjóðverja reyndist marktækt samband á milli þess að hafa fundið fyrir slíkum einkennum og vera kvenkyns, eldri en 45 ára, með minni menntun, lægri tekjur og að búa í sveit . Meðal einkenna sem höfðu a.m.k. 20% algengi vikuna áður en spurt var voru t.d. bakverkir, höfuðverkir, liðverkir, verkir í útlimum, fæðuóþol og áhugaleysi á kynlífi auk kynjabundinna einkenna eins og verkja tengdum blæðingum, ristruflunum og truflunum á sáðláti. I alþjóðlegum sjúkdómaflokkunarkerfum eins og ICD- 102 og DSM-IV-TR’’ falla ÓLE undir flokkinn „somatoform disorders“ (tafla 1) sem er eins konar regnhlífarhugtak yfir víðfeðman flokk kvartana sem ekki finnast greinilegar líkam- legar skýringar á. Slík flokkun útilokar þó ekki að annað en að sálrænir eða félagslegir þættir eigi þátt í tilurð einkennanna. Skipta nöfn sjúkdómaflokka máli ? Ymsir hafa bent á fræðilega og praktíska annmarka flokk- unarinnar „somatoform disorders“4. Segja má að raunveru- leikinn sé flóknari en s vo að annars vegar leiti til lækna sjúklingar Tafla 1 Flokkun DSH-IV-TR á somatoform disorders Somatization disorder Conversion disorder Hypochondriasis Pain disorder With psychologícal factors___________________________ With both psychological factorsanda generalmedicalcondition Body dysmorphic disorder______________________________ Undifferentiated somatoform disorder Somatoform disorder not otherwise specified með með skýr líkamleg einkenni á grunni sannreynanlegra vefrænna sjúkdóma og hins vegar einstaklingar með líkamleg einkenni sem ekki stafa af vefrænum sjúkdómum heldur eigi sér einvörðungu sálrænar skýringar. Sjaldan er hægt að útiloka með vissu að smávægileg lífeðlisfræðileg röskun geti ekki verið eins konar fræ sem streita, kvíði, þunglyndi eða önnur sálræn einkenni fá til að vaxa eða trufla einstaklinginn og hans daglega líf meira en áður. Sharpe og Mayou hafa einnig bent á ýmsar praktískar hindranir sem fylgi notkun heitisins „somatoform disorders"4. Þar vegur þungt að margir sjúklingar eiga erfitt með að sætta sig við að fá greiningu sem þeim finnst kollvarpa þeim hugmyndum sem þeir hafa um ástæður vanlíðunar sinnar. Þeir finna fyrir líkamlegum einkennum, oft verkjum, og gera (eðlilega) ráð fyrir að fyrir því séu frekar líkamlegar orsakir en sálrænar. Sharpe og Mayou leggja raunar til að heitið „somatoform disorders“ verði lagt fyrir róða og tekin frekar upp flokkunarheiti. Best sé að þau séu umfram allt lýsandi, geri ekki skilyrðislaust ráð fyrir að orsakir einkennanna séu eingöngu sálrænar og sem sjúklingar geti betur fellt sig við og stuðla frekar að árangursríku meðferðarsamstarfi læknis og sjúklings4. Tillaga þeirra er í anda þess sem flestir læknar gera að líkindum í daglegum samskiptum sínum við sjúklinga. Reynslan hefur kennt mörgum læknum að vanda verður orðaval þegar einfalda á vandasöm samskipti fremur en flækja þau, 0 -•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.