Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 10
„Velkominn í hérað. Vaktin þín er búin eftir 92 sólarhringa. Það jafngildir 2208 klukkustundum, 132.480 mínútum eða 7.948.800 sekúndum!“ Úff Og ég sem hélt að stærðfrœði væri flókin. Hérað. Hér-að. H-é-r-a-ð. Þetta orð hefur verið notað óspart í náminu, oftast af sérfræðingum og unglæknum. Aðallega í sam- hengi við „þetta var alveg hræðilegt, einn í héraði" eða „og hann þurfti að leysa þetta einn í héraði“ eða „hvað ætlarðu að gera í þessu, einn í héraði?". Því er ekki annað en eðlilegt að hárin risi á hnakkanum á manni þegar maður heyrir minnst á orðið „hérað“. Mig langar að komast aftur heim. „Hvernig kom ég mér í þetta?“ er sennilega það sem flaug oftast í gegnum huga mér fyrstu vikuna mína í Vík í Mýrdal, sumarið 2009. „Hvernig endaði ég hérna, svona langt i burtu frá næsta sjúkrahúsi, langt í burtu frá næsta lækni?“. Ætli svarið við því sé ekki ævintýraþrá. Já, ævintýraþrá hljómar vel. Þetta verður spennandi. Fyrstu vikurnar eru lengi að líða. Mér líður eins og Fróða í Hringadróttinssögu. Ekki bara af því hann bjó í Héraði, heldur íþyngir vaktsíminn mér gríðarlega. Fyrsta lexían er sú að það er enginn munur á degi eða nóttu í þessu starfi, maður verður alltaf að hafa gönguskóna og flíspeysuna tilbúna við hurðina. í fyrstu vikunni förum við um miðja nótt og náum í mann sem slasast i hestaslysi. Hjartað í mér tekur kipp í hvert skipti sem ég fæ skilaboð í símann; „Skyldi þetta vera F1 útkall, bílslys, meðvitundarleysi?“. Sem betur fer gengur greiðlega að leysa úr flestum málum. Það skiptir engu máli hversu vel maður lúsles verkferlana, alltaf þarf maður að rifja þá upp aftur og aftur. Hér skiptir máli að treysta á sjálfan sig, það er nefnilega enginn annar á staðnum. Fjölbreytnin er gríðarleg. A stofuna kemur alls konar fólk með fjölbreytt vandamál. Á einum degi sér maður margar blaðsíður í Crash course of Medicine. Oft á tíðum óska ég þess að hafa fylgst betur með í húðfyrirlestri/augnfyrirlestri/inn- kirtlafyrirlestri og svo framvegis. En með góðum samræðum, einstaka simtali í bæinn og tíðu endurmati er hægt að láta hlutina ganga smurt. Og það sem maður veit ekki, það bara veit maður ekki og viðurkennir það. Sumarið er hálfnað. Hlutirnir eru komnir í fastar skorður, stofan er frá 9-16 á daginn, elliheimili einn dag í viku, útköll hvenær sem er sólarhringsins og enda flest í sjúkrabíl til Rey- kjavíkur. Þrátt fyrir mikla vinnu er ljúft að búa úti á landi, sólin bakar mann og þó maður megi ekki fara í nema fimm mínútna fjarlægð frá heilsugæslustöðinni, lærir maður bara að meta næsta umhverfi þeim mun betur. Fólkið er yndislegt, bærinn notalegur, kyrrðin ósvikin. Matarboð, heimboð, sundferðir og göngutúrar. Hrifningin eykst með degi hverjum. Skyndilega verða næturútköll einfalt mál, helgarskreppitúrar á sjúkrabíl til Reykjavíkur bara hluti af daglegu lífi. Fjúff, sumarið er búið. Ég keyri heim, heim í borgina, heim i öryggið og áhyggjuleysið. Ég lifði af. Og það sem merkilegra er... ég væri meira en til í að endurtaka leikinn! Ómar Sigurvin 6. árs lceknanemi <£>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.