Læknaneminn - 01.04.2010, Page 11
I.ár
• „Ertu búinn að ákveða í hverju þú ætlar að sérhæfa þig?“
og „Má ég spyrja þig að einu, fyrst þú ert nú orðin/n
læknir“ eru setningar sem þú þarft að kunna fluent svör
við. Þú gætir til dæmis bent fólki á að þú sért að læra
efnafræði og hvernig smásjár virka.
• Kauptu þér lokað matarbox. Helst með talnalás.
• Vertu dugleg/ur að bjóða ó.árs neraum í glas á spiri-
tusvígslunni. Mjög mikilvægt.
• Efnafræði er mjög töff. Þú getur samt orðið læknir þó þú
kunnir ekki að títra.
• Diktafónar eru hinsvegar ekki töff. Ekki er nauðsynlegt
að glósa orðrétt, þó þú sért með fullkomnunaráráttu.
Þú munt komast að því á fjórða ári á smitfyrirlestri hjá
Bryndísi S.
• Anatómiubækur má nota þó þær séu ekki nýjasta útgáfa.
Líffærafræði hefur ekki mikið breyst á undanförnum
árum.
• Vertu með vaxaða fótleggi fyrir verldegu anatómíutímana
og ekki vera í g-streng.
• Það er ekki reimt á Læknagarði þó að nammi hverfi úr
ísskápnum í kjallaranum.
• Ef kennslan er eftir hádegi skaltu sofa út. Þetta er síðasti
séns til þess.
2.ár
• Lærðu að glósa á ljóshraða í iðra. Skaðar ekki heldur að
kunna eðlisfræði StóraHvells.
• Mikilvægt að læra genamengi Drosophilunnar utan að.
Staf fyrir staf.
• Verið dugleg að mæta í vísindaferðir.
• Ekki byrja á túr í verklegu nýrnatilrauninni.
• Vertu á túr í þolprófstilrauninni.
• Krebs-hringurinn bjargar mannslífum. Á hverjum degi.
• Allt sem hefur p-gildi < 0,05 er griðarlega mikilvægt og
líklegt til að bjarga mannslífum.
• Kaplan-Meyer rit varpa ekki ljósi á allt í heiminum.
4.ár
• Ekki panikka, þetta er gaman.
• Þú bjargar kannski ekki mannslífum á röntgenfundum,
nema þínu eigin með því að mæta á réttum tíma.
• Ef þú ert ekki búin/n að læra að drekka kaffi, þá er þetta
tíminn.
• Þegar þú byrjar á nýrri deild, þá er krítískt að vita tvennt:
Hvar er klósettið og hvar er kaffivéiin.
• Losaðu þig við alla matvendni. Héðan í frá er matur
eitthvað sem þú neytir til að halda lífi en ekki til þess að
njóta.
• Losaðu þig við alla spéhræðslu. Bekkjarfélagar þínir eiga
eftir að sjá þig á nærbuxunum daglega.
• Lærðu Dubin utanað og bláa handbókin passar akkúrat í
sloppavasann. Tilviljun? Það held ég nú ekki.
• Litla blýstykkið á röntgendeildinni er ekki der. Það fer
utan um hálsinn.
• Starfsemi spítalans veltur ekki á að þú sért á deildinni til
16.00. Hægt er að gera góðan dagál á mun skemmri tíma.
• Berklar og sarcoidosis eru ddx við öllu á medicine.
• Vertu viss um að sérfræðingurinn sem þú ætlar að fá
konsult hjá sé örugglega á vakt. Sérstaklega ef þú ert að
hringja seint á kvöldin.
• „Hverjum þarf maður eiginlega að ríða til að fá að skrúbba
sig inn?" er ekki frasi sem skurðhjúkkurnar fíla.
• Þú munt aldrei geta gert skurðhjúkkunum til hæfis. Sættu
þig bara við það og gerðu þitt besta á skurðstofunni.
• Ekki gleyma að vera töff og fara í partý.
S.ár
---- —1------------------"-----I¥—~P~~W------------------
• 5. árið er skemmtilegt. Njótið lífsins á spítalanum.
• Æfðu þig að segja „sjuuustem“, „sisstem" er fyrir amatöra.
• Ekki dirfast að vera með tyggjó eða ilmvatn á kvennadeildinni.
• Æfðu þig að blása sápukúlur, kemur sér vel á
barnadeildinni.
• Ef þú ert barnlaus stelpa og finnst gaman á barnadeildinni,
búðu þig þá undir flóð af „heyri ég eggjahljóð“ kommentum.
3.ár 6. ár
í verklegu veirufræðinni er praktískt að tékka hvort maður • Notaðu valtímabilið til að gera eitthvað exótískt og
sé með herpes. spennandi. Þetta er einstakt tækifæri til þess.
Verið dugleg að mæta í vísindaferðir.
Mundu eftir vicks-kremi í krufninguna.
Veldu rannsóknarverkefni eftir leiðbeinanda, ekki eftir
titli á verkefni.
0