Læknaneminn - 01.04.2010, Side 20

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 20
 jl H , % . —*■ ~ýi m*; ■ , ; V^ T -V .V. / . -ifr- I lv.Þ'V l§f|f h ///. Zf —f- Síðasta sumar fór ég í nemendaskipti á vegum Alþjóðasamtaka lceknanema (IFMSA). Þegar ég tók ákvörðun um aðfara í þetta skiptinám gat ég valið á milli rúmlega 20 mismunandi landa og ákvað að fara til þess lands sem ég vissi minnst um - sem var Azerbaijan. Enda vissi ég nánast ekkert um landið þegar ég sá það á listanum yfir löndin sem voru í boði. Azerbaijan er lítið land í Kákasus-fjöll- unum og á strönd að Kaspíahafi. Það er staðsett milli Rússlands og Mið- Austurlanda, tilheyrir Asíu en teygir sig einnig aðeins inn í Evrópu. Það var hluti af Sovétríkjunum sálugu, er opinberlega titlað múslimaland og fólkið þar er mjög Evrópusinnað, svo þar er á boðstólnum mjög áhugaverður menningarkokteill. Langi mann að kynnast frjálslyndum múslímum sem upplifðu Sovéttímann og langar til að tilheyra Evrópu, þá er þetta staðurinn. Það verður nú eiginlega að segjast að þetta er mestmegnis múslímaland að nafninu til - svona eins og ísland er kristið, fólk virðist almennt ekki mjög guðhrætt eða trúrækið. Höfuðslæður eða búrkur eru sjaldséðar í höfuðborginni og í miðbænum trjónir stytta af konunni sem var fyrst til að taka niður slæðuna í Azerbaijan - og Azerar virðast mjög stoltir af þeim skörungi. Tungumál Azera er Azeri sem er mjög skylt tyrknesku en flestir þar eru jafnvígir á rússnesku. Enska er helst töluð af menntafólki- en það hvað fáir töluðu ensku gaf mér gott tækifæri til að þróa mitt eigið táknmál og á að spreyta mig á rússnesku (sem var á algjöru núllstigi við komuna til Azerbaijan). Að fara á milli staða reyndist oft hið mesta ævintýri þegar ég reyndi að redda mér með bendingum og á rússnesku við leigubílstjórana - en sem betur fer gáfust þeir aldrei upp á mér fyrr en ég var komin á réttan áfangastað, enda fólkið í Azerbaijan framúrskarandi almennilegt og gestrisið. Lítið var um ferðamenn í landinu og ég var annar IFMSA skipti- neminn sem þau tóku á móti svo fólk var almennt mjög upp með sér og hissa yfir því að ég skyldi hafa valið að koma til Azerbaijan og ósjaldan fékk ég spurninguna; “So how do you like Azerbaijan?!”.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.