Læknaneminn - 01.04.2010, Page 20
jl H , % .
—*■ ~ýi m*; ■ , ;
V^ T -V .V.
/ . -ifr- I
lv.Þ'V l§f|f h ///. Zf —f-
Síðasta sumar fór ég í nemendaskipti á vegum Alþjóðasamtaka lceknanema
(IFMSA). Þegar ég tók ákvörðun um aðfara í þetta skiptinám gat ég valið á milli
rúmlega 20 mismunandi landa og ákvað að fara til þess lands sem ég vissi minnst
um - sem var Azerbaijan. Enda vissi ég nánast ekkert um landið þegar ég sá það á
listanum yfir löndin sem voru í boði.
Azerbaijan er lítið land í Kákasus-fjöll-
unum og á strönd að Kaspíahafi. Það
er staðsett milli Rússlands og Mið-
Austurlanda, tilheyrir Asíu en teygir sig
einnig aðeins inn í Evrópu. Það var hluti
af Sovétríkjunum sálugu, er opinberlega
titlað múslimaland og fólkið þar er mjög
Evrópusinnað, svo þar er á boðstólnum
mjög áhugaverður menningarkokteill.
Langi mann að kynnast frjálslyndum
múslímum sem upplifðu Sovéttímann
og langar til að tilheyra Evrópu, þá er
þetta staðurinn. Það verður nú eiginlega
að segjast að þetta er mestmegnis
múslímaland að nafninu til - svona eins
og ísland er kristið, fólk virðist almennt
ekki mjög guðhrætt eða trúrækið.
Höfuðslæður eða búrkur eru sjaldséðar
í höfuðborginni og í miðbænum trjónir
stytta af konunni sem var fyrst til að
taka niður slæðuna í Azerbaijan - og
Azerar virðast mjög stoltir af þeim
skörungi. Tungumál Azera er Azeri sem
er mjög skylt tyrknesku en flestir þar
eru jafnvígir á rússnesku. Enska er helst
töluð af menntafólki- en það hvað fáir
töluðu ensku gaf mér gott tækifæri til að
þróa mitt eigið táknmál og á að spreyta
mig á rússnesku (sem var á algjöru
núllstigi við komuna til Azerbaijan). Að
fara á milli staða reyndist oft hið mesta
ævintýri þegar ég reyndi að redda mér
með bendingum og á rússnesku við
leigubílstjórana - en sem betur fer gáfust
þeir aldrei upp á mér fyrr en ég var
komin á réttan áfangastað, enda fólkið í
Azerbaijan framúrskarandi almennilegt
og gestrisið. Lítið var um ferðamenn í
landinu og ég var annar IFMSA skipti-
neminn sem þau tóku á móti svo fólk
var almennt mjög upp með sér og hissa
yfir því að ég skyldi hafa valið að
koma til Azerbaijan og ósjaldan fékk
ég spurninguna; “So how do you like
Azerbaijan?!”.