Læknaneminn - 01.04.2010, Page 26

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 26
Öll vitum við að reykingar eru skaðlegar. Reikna má með að á hverju ári látist 360-400 manns af völdum reykinga hér á landi, um helmingur þeirra er fólk á miðjum aldri. Reykingar valda fjölda sjúkdóma og óbeinar reykingar geta haft bæði langtíma- og skammtímaáhrif á heilsufar fólks1. Reykingafólk veit líka að reykingar eru hættulegar en reykir samt. Það eitt segir okkur að það er ekki nóg að fræða um skaðsemi reykinga þó slík fræðsla eigi alltaf að vera öflug. Sem betur fer hefur reykingamönnum hér á landi fækkað2 en betur má ef duga skal. Hvernig getum við nálgast þessa miklu heilsuvá sem reykingar eru? Forvarnir eru ætíð besta leiðin þegar við hugum að heilsunni og það á sérstaklega vel við um reykingar. Næsta stigið er að taka á vandanum með markvissum hætti eins snemma og unnt er. Þar eigum við heilbrigðisstarfsfólk að vera í fararbroddi og aðstoða þá sem reykja til að vinna með fíkn sína og minnka hættu á heilsutjóni. I þessari stuttu samantekt ætla ég að beina sjónum að því hvernig við getum nálgast vanda reykingafólks, skoða möguleg úrræði og síðast en ekki síst beina athyglinni að reykleysi sem hluta af heilbrigðum lífsstíl. Fyrst af öllu þurfum við sem heilbrigðisstarfsfólk að vera meðvituð um vandann og hafa þekkingu og vilja til að nálgast hann. Það að einhver leiti sér lækninga við einhverskonar meini og við látum ógert að minnast á reykingar erum við óbeint að senda þau skilaboð að reykingar séu í lagi. Slíkt megum við ekki láta henda okkur. Sýnt hefur verið fram á að stutt ráðgjöf læknis hefur greinileg áhrif og væri þessari meðferð beitt markvisst gætu áhrifin orðið gríðarleg. Það þarf ekki að taka lengri tíma en 30 sekúndur að spyrja og segja setninguna: „Ég ráðlegg þér að hætta að reykja“ og vísa á næsta skref. Þannig ætti hvorki tímaskortur né fjármagn að vera hindrun. Reykingasögu ætti að skrá hjá öllum sjúklingum1. Við eigum ávallt að nálgast hvern einstakling af virðingu og leitast við að átta okkur á því Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislaknir Starfandi lceknir á Offitu- og nceringarsviði Reykjalundar og Heilsuborg auk þess að vera framkvæmdastjóri lakninga- og ráðgjafasviðs Heilsuborgar. hvar hann er staddur varðandi lífsstílsbreytingar og það á jafnt við um afstöðu hans gagnvart reykleysi sem og aðra þætti sem hann kann að þurfa að kljást við. Landlæknisembættið gaf nýlega út klíniskar leiðbeiningar um meðferð við reykingum. Ég styðst við þær hér og hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að lesa þessar gagnlegu leiðbeiningar sem nálgast má á heimasíðu Landlæknis1. Þar er öllu heilbrigðisstarfsfólki ráðlagt að beita A-B-C meðferð við reykingum sem er: A. Að spyrja fólk um reykingar B. Ráðleggja reykingafólki að hætta að reykja C. Bjóða þeim sem áhuga hafa meðferð við reykingum eða vísa á viðeigandi þjónustu Við eigum að nýta hvert tækifæri til að spyrja um reykingar. Stutt ráðgjöf ætti síðan að vera næsta skref. Það fer eftir eðli málsins hvað felst í stuttri ráðgjöf, meðal annars lönguninni til að hætta að reykja og fyrri aðferðum sem notaðar voru til að hætta. I stuttri ráðgjöf getur falist einföld tilfallandi ráðgjöf, lyfjameðferð, stuðningur, afhending á sjálfshjálparefni, mæl- ing á árangri með til dæmis CO mælingu eða tilvísun til sérfræðinga í meðferð við reykingum, til dæmis Reyksímans. I Reyksímanum, ráðgjöf í reykbindindi 800 6030, aðstoða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.