Læknaneminn - 01.04.2010, Side 33
Þáttur sjúklings i eigin meðferð
Mat sjúklingsins sjálfs á liðan sinni er
löngu búið að sanna gildi sitt5 og margar
rannsóknir hafa sýnt að langveikt fólk
öðlast mikla þekkingu sem það byggir
á eigin reynslu að lifa með ákveðnum
sjúkdómum. Þess vegna eru læknar að
uppgötva sjúklingamiðaða nálgun á ný,
þar sem saga og skoðun sjúklings skiptir
höfuðmáli. Læknirinn og sjúklingurinn
eiga að geta í sameiningu þróað bestu
meðferðina með það fyrir augum að
sjúklingurinn sjái tilgang með henni og
sé tilbúinn að nýta hana. Sjúklingurinn
veit best sjálfur hvað hann treystir sér til
að leggja á sig í sambandi við meðferð
og getur þá valið milli meðferða og
forgangsraðað meðferðum þegar um er
að ræða marga meðverkandi sjúkdóma.
Þannig er það sjúklingurinn sjálfur
sem getur best greitt úr þeirri flækju
sem meðferð við mörgum samverkandi
sjúkdómum getur valdið honum og
öllum sem að koma. Læknir sem þekkir
sjúkling vel er síður líklegur til að gera
mistök, t.d. í vali lyfja fyrir hann. Arlega
leggjast margir aldraðir inn vegna
óheppilegra áhrifa lyfja6, svo að það
segir sig sjálft að þarna gæti samfella í
læknismeðferð sparað útgjöld.
Þekking á sjúklingnum og sögu hans
er einnig líkleg tii að stuðla að því að
færri lyf yrðu gefin en ella, sem aftur
þýðir sparnað. Læknir sem er í góðu
sambandi við sjúkling getur oftar en ekki
leyst mál án sjúkrahúsinnlagnar7 eða
dýrra rannsókna. Sjúkrahúsvist er mjög
dýr og getur beinlínis verið óheppileg
fyrir aldraða, ef ekki hættuleg, þar sem
hún felur í sér aukna hættu á sýkingum,
byltum, legusárum og óráði, svo eitthvað
sé nefnt af óæskilegum fylgifiskum
sjúkrahúsinnlagna. Heilbrigðiskerfið er
flókið og krefst mikils bæði af sjúklingum
og fagaðilum. Langveikt og fjölveikt fólk
þarf að ferðast í gegnum mjög svo
sundurlaust heilbrigðiskerfi sem að miklu
leyti er hannað fyrir bráðar uppákomur.
Samfella eða sú aðferð að einhver einn
aðili haldi utan um hvern sjúkling
hlýtur að stuðla að betri umönnun og
markvissari meðferð. Þetta má alls ekki
skilja svo að enginn annar læknir megi
koma að sjúklingnum, auðvitað þarf
hann eigi að síður oft á annars konar
sérhæfðri læknismeðferð að halda. Og
þar erum við komin að öðru mikilvægu
atriði, sem er samvinna milli deilda,
faghópa og innan teymis. Við megum
A
■A\ VVS\TS
ekki vinna hvert í sinu horni. Það erum
við sem erum til fyrir sjúklinginn,
ekki öfugt. Saman áorkum við meiru,
hvert og eitt. Það getur enginn einn
fagaðili leyst mál þessa stækkandi hóps
langveikra og fjölveikra aldraðra. Þess
vegna tel ég brýnt að allir læknar fái
kennslu og þjálfun í meðferð aldraðra til
að þeir skilji betur þarfir þessa viðkvæma
hóps og nauðsyn heildrænnar nálgunar.
Hér er þörf á hugarfarsbreytingu, ekki
nýjungum í læknismeðferð. Við eigum að
fara að koma fram við sjúklingana eins og
við séum gestir í þeirra lífi, ekki öfugt8!
Guðný
Bjarnadóttir
Oldrunarlœknir
Heimildir
1. BMJ. 2009;339:b4715
2. Arch Intem Med/Vol 162, Nov 11,
2002 2269 -2276
3. BMJ.2008;337:548-9.
4. BMJ.2009;339:b2803
5. Med Care.2009 Mar;47(3):342-9
6. Ann Intern med. 2007;147:755-765.
7. Ann Fam Med. 2005 Mar-
Apr;3(2):159-66. Review.
8. 8www.engage.hscni.net/library/
Don%20Berwick's%20Top%20
Ten%20Tips.pdf
Mynd er fengin að láni frá BMJ.