Læknaneminn - 01.04.2010, Page 33

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 33
Þáttur sjúklings i eigin meðferð Mat sjúklingsins sjálfs á liðan sinni er löngu búið að sanna gildi sitt5 og margar rannsóknir hafa sýnt að langveikt fólk öðlast mikla þekkingu sem það byggir á eigin reynslu að lifa með ákveðnum sjúkdómum. Þess vegna eru læknar að uppgötva sjúklingamiðaða nálgun á ný, þar sem saga og skoðun sjúklings skiptir höfuðmáli. Læknirinn og sjúklingurinn eiga að geta í sameiningu þróað bestu meðferðina með það fyrir augum að sjúklingurinn sjái tilgang með henni og sé tilbúinn að nýta hana. Sjúklingurinn veit best sjálfur hvað hann treystir sér til að leggja á sig í sambandi við meðferð og getur þá valið milli meðferða og forgangsraðað meðferðum þegar um er að ræða marga meðverkandi sjúkdóma. Þannig er það sjúklingurinn sjálfur sem getur best greitt úr þeirri flækju sem meðferð við mörgum samverkandi sjúkdómum getur valdið honum og öllum sem að koma. Læknir sem þekkir sjúkling vel er síður líklegur til að gera mistök, t.d. í vali lyfja fyrir hann. Arlega leggjast margir aldraðir inn vegna óheppilegra áhrifa lyfja6, svo að það segir sig sjálft að þarna gæti samfella í læknismeðferð sparað útgjöld. Þekking á sjúklingnum og sögu hans er einnig líkleg tii að stuðla að því að færri lyf yrðu gefin en ella, sem aftur þýðir sparnað. Læknir sem er í góðu sambandi við sjúkling getur oftar en ekki leyst mál án sjúkrahúsinnlagnar7 eða dýrra rannsókna. Sjúkrahúsvist er mjög dýr og getur beinlínis verið óheppileg fyrir aldraða, ef ekki hættuleg, þar sem hún felur í sér aukna hættu á sýkingum, byltum, legusárum og óráði, svo eitthvað sé nefnt af óæskilegum fylgifiskum sjúkrahúsinnlagna. Heilbrigðiskerfið er flókið og krefst mikils bæði af sjúklingum og fagaðilum. Langveikt og fjölveikt fólk þarf að ferðast í gegnum mjög svo sundurlaust heilbrigðiskerfi sem að miklu leyti er hannað fyrir bráðar uppákomur. Samfella eða sú aðferð að einhver einn aðili haldi utan um hvern sjúkling hlýtur að stuðla að betri umönnun og markvissari meðferð. Þetta má alls ekki skilja svo að enginn annar læknir megi koma að sjúklingnum, auðvitað þarf hann eigi að síður oft á annars konar sérhæfðri læknismeðferð að halda. Og þar erum við komin að öðru mikilvægu atriði, sem er samvinna milli deilda, faghópa og innan teymis. Við megum A ■A\ VVS\TS ekki vinna hvert í sinu horni. Það erum við sem erum til fyrir sjúklinginn, ekki öfugt. Saman áorkum við meiru, hvert og eitt. Það getur enginn einn fagaðili leyst mál þessa stækkandi hóps langveikra og fjölveikra aldraðra. Þess vegna tel ég brýnt að allir læknar fái kennslu og þjálfun í meðferð aldraðra til að þeir skilji betur þarfir þessa viðkvæma hóps og nauðsyn heildrænnar nálgunar. Hér er þörf á hugarfarsbreytingu, ekki nýjungum í læknismeðferð. Við eigum að fara að koma fram við sjúklingana eins og við séum gestir í þeirra lífi, ekki öfugt8! Guðný Bjarnadóttir Oldrunarlœknir Heimildir 1. BMJ. 2009;339:b4715 2. Arch Intem Med/Vol 162, Nov 11, 2002 2269 -2276 3. BMJ.2008;337:548-9. 4. BMJ.2009;339:b2803 5. Med Care.2009 Mar;47(3):342-9 6. Ann Intern med. 2007;147:755-765. 7. Ann Fam Med. 2005 Mar- Apr;3(2):159-66. Review. 8. 8www.engage.hscni.net/library/ Don%20Berwick's%20Top%20 Ten%20Tips.pdf Mynd er fengin að láni frá BMJ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.