Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 35

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 35
GUÐRUN MARIA JÚNSOÚniR DÁNSÍNNSc Guðrún Maria Jónsdóttir er 24 ára og er á fimmta ári í læknisfræðinni. Hún er fædd og uppalin i Vesturbæ Reykjavíkur en hefur búið undanfarin tvö ár í miðbænum. Að eigin sögn fór hún hina dæmigerðu Vesturbæjarleið á námsferli sínum, það er að segja gekk í Melaskóla, Hagaskóla og útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Reykjavík. Nú er hún stödd í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Boston, þar sem hún ákvað að taka sér ársfrí frá læknisfræðinni og sinna rannsóknum og sínu helsta áhuga- máli, dansi. Hana langaði að fara utan að afla sér þekkingar og reynslu í klín- ískum rannsóknum, ásamt því að læra faraldsfræði og tölfræði. Hún sinnir rannsóknum á Brigham and Women's hospital sem er næst stærsta kennslu- sjúkrahús Harvard Medical School. Á hennar yngri árum voru fimleikar aðaláhugamálið og æfði hún af kappi og keppti þar til hún varð 19 ára gömul. Eftir það fékk hún áhuga á alls kyns líkamsrækt og útivist. Hún hefur kennt leikfimi í fjögur ár í Nordica Spa. Fyrir um tveimur og hálfu ári hafði hún spurnir af Háskóladansinum, dans- félagi fyrir háskólanema. Þar er boðið upp á ódýra danstíma, bæði í par- og einstaklingsdönsum. Hún ákvað að prófa og eftir það var ekki aftur snúið, dansinn var hinn nýi lífstíll. Hún líkir dansinum við að læra nýtt tungumál þar sem hún og dansherrann þurfa að tala saman til að geta swingað. Einnig veitir hann mikla útrás, bæði líkamlega og andlega sem henni finnst lífsnauðsynleg með náminu við læknadeild. Við Háskóladansinn eru kenndir hinir ýmsu dansar; swingdansar svo sem Boogie Woogie, Swing and Rock’n’Roll og Lindy hop en einnig salsa, hip hop og contemporary dans. Guðrún María hefur áhuga á þeim flestum og dansar marga þeirra. I mestu uppáhaldi er þó swing pardans og þá helst West Coast Swing, sem er þó ekki kenndur reglulega í Háskóladansinum. Hálfu ári eftir að hún byrjaði að dansa kynntist hún dansfélaga sínum, Hrafnkatli Pálssyni og deila þau sameiginlegri ástríðu fyrir West Coast Swing dansinum. Guðrún María og Hrafnkell sóttu um styrk í gegnum Háskóladansinn til Leonardo námsáætlunarinnar en það er styrkur veittur á vegum menntaáætlunar Ev- rópusambandsins sem Islendingar eiga aðild að í gegn um EES samninginn. Þau fengu ríflegan styrk til að byggja upp West Coast Swing á Islandi og fóru þau til London tvisvar sl. sumar á námskeið og í einkakennslu. Einnig hafa þau farið á eigin vegum til London, Bandaríkjanna og Frakklands til að æfa og keppa og þannig fengið góða reynslu sem dansarar til að geta kennt hér á landi. Afraksturinn hafa verið sumar- og helgarnámskeið í Reykjavík sem hafa verið mjög vel sótt og mikil ánægja verið með þau. Leonardo áætlunin er ætluð íslendingum meðal annars til að fara utan og koma með nýja þekkingu til landsins og er áhugasömum bent á www.leonardo.is. Guðrún Maria segir að áhuginn á West Coast Swing fari sífellt vaxandi en hann sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og breiðist hratt út um Evrópu. Dansinn er helst dansaður við blús en einnig við nútíma popp tónlist sem gerir hann mjög brúklegan að hennar sögn, það er að segja hann er ekki háður ákveðnum danskvöldum þar sem sérstök danstónlist er spiluð, líkt og aðrir swingdansar eða salsa svo dæmi séu tekin. En af hverju læknisfræði? Guðrún María segir að það hafi verið margt sem hana langaði að læra en ekki margt sem hana langaði að vinna við. Hún hafði áhuga á fara í stærðfræði, verkfræði og önnur raungreinafög og einnig arkitektúr en sá sig ekki fyrir sér vinna við tölvu allan liðlangan daginn. Læknisfræði hafi upp á svo margt að bjóða enda gríðarlega víðfeðmt fag, spennandi starfsvettvangur og endalaus tækifæri í boði. Hún segir að sig hafi langað að vinna með fólki og í teymi. Hún sér sig fyrir sér í framtíðinni sinna klínísku starfi sem læknir og samfara því sinna rannsóknarvinnu og skrifa greinar. Draumurinn er að geta miðlað því sem hún hefur lært til yngri kynslóða og það á við bæði um læknisfræðina og dansinn. Monika Freysteinsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.