Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 38

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 38
Sautján ára stúlku er vísað á Bráðamóttöku barna af Lækna- vaktinni. Hún veiktist með hósta, hita og hálssærindum fjórum dögum fyrir komu og síðustu tvo daga hafði stúlkan svæsinn höfuðverk auk vaxandi ljósfælni. A komudag var henni verulega óglatt og hún hafði kastað upp. Við komu á bráðamóttöku var stúlkan afar máttfarin og meðvitundarskert svo ekki var unnt að fá frekari sögu frá henni. Stúlkan var áður hraust að sögn foreldra, tók ekki lyf og var fullbólusett, þar með talið gegn Meningococcum af hjúpgerð C. Hún hafði ekki verið erlendis nýlega og enginn veikur af nánustu aðstandendum hennar. Lífsmörkviðkomu voru eftirfarandi: Blóðþrýstingur 100/70 mmHg, púls 110 /mín, öndunartíðni 16 /mín, súrefnismettun 99% á andrúmslofti og hiti 39°C. Stúlkan var mjög slappleg að sjá. Hún svaraði spurningum og hlýddi fyrirmælum en brást að öðru leyti lítið við umhverfi sínu, þar með talið stungum. Hún lá með hnén í áberandi beygðri stöðu og var ófáanleg til að rétta úr þeim. Stúlkan var mjög greinilega hnakkastíf. Hún hafði ekki húðblæðingar. Önnur líkamsskoðun var eðlileg. Blóðrannsókn við komu sýndi hækkun á hvítum blóð- kornum, einkum átfrumum og C-reaktíft prótein var hækkað (166 mg/L). Annar blóðhagur og blóðsölt voru innan viðmiðunarmarka. Stúlkan var mænustungin skömmu eftir komu. í mænuvökva reyndust hvít blóðkorn verulega hækkuð (4950 x 106 frumur/L, 83% neutrophilar), glúkósi var lækkaður (1,3 mmól/L, blóðsykur var 5,8 mmól/L) og prótein hækkað (4569 mg/L). Gramslitun af mænuvökva sýndi örfáa gramjákvæða kokka, skyndipróf fyrir Streptococcus pneu- moniae var talið jákvætt. Stúlkan var því greind með heilahimnubólgu af völdum baktería, sennilega vegna Streptococcus pnemoniae. Eftir að ræktanir höfðu verið teknar fékk stúlkan 2 g af ceftriaxone og saltvatnslausn í æð. Næstu klukkutíma breyttist meðvit- undarástand hennar verulega til hins betra. Daginn eftir komu var hún hitalaus og lét vel af líðan sinni utan vægra verkja- kvartana frá höfði. Stúlkan var meðhöndluð alls í sjö daga með ceftriaxone í æð. Hún útskrifaðist við góða heilsu eftir fylgikvillalausa legu. Ur mænuvökva ræktuðust coagulasa nei- kvæðir Staphylococcar og Streptococcus viridans. Því reyndist meinvaldur í tilviki stúlkunnar óljós. Blóðræktun var neikvæð. Nýgengi heilahimnubólgu af völdum baktería er nokkuð á reiki. Erlendis er nýgengi heilahimnubólgu talið um 1,2- 1,4:100.000 fullorðna/ári1. Á íslandi reyndist aldursbundið nýgengi 0-16 ára barna 12:100.000 börn/ári eftir að bólusetning gegn Hemophilus influenzae hófst árið 19892. Þrjú kjarnaeinkenni heilahimnubólgu eru höfuðverkur, hiti og breytt meðvitundarástand. Þessi einkenni eru öll til staðar í um 44% sjúklinga3. Hiti er algengasta einkennið og höfuðverkur það næstalgengasta3. Sé hnakkastífleika bætt við kjarnaeinkennin reynast 95% sjúklinga með a.m.k. tvo af fjórum þáttum1. Algengast er að mænuvökvi innihaldi fleiri en 1000 x 106 hvít blóðkorn/L, þar af er hlutfall neutrophila oftast yfir 80%. Glúkósi er oft lækkaður og heildarmagn próteina í mænuvökva aukið. Jákvæð ræktun úr mænuvökva fæst í um 74% tilvika og blóðræktun er jákvæð hjá um helmingi sjúklinga2. Dánartíðni og algengustu meinvaldar eru afar misjafnir eftir aldri sjúklings og verða ekki kynnt nánar hér. Ásgeiri Haraldsssyni, prófessor i barnalœkningum og yfirlœkni á Barnaspítala Hringsins, er þökkuð yfirferð tilfellisins. Martin Ingi Sigurðsson kandidat Heimildir 1. UpToDate. 2. Jóhannsdóttir IM, Guðnason T, Lúðvíksson P, Laxdal T, Stefánsson M, Harðardóttir H, et al. [Bacterial meningitis in one month-16 year old children at three Pediatric departments in lceland during the period 1973-2000. Laeknabladid. 2002 ;88(5):391-397. 3. van de Beek D, de Gans J, Spanjaard L, Weisfelt M, Reitsma JB, Vermeulen M. Clinical features and prognostic factors in adults with bacterial meningitis. The New England journal of medicine. 2004 ;351(18):1849-59.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.