Læknaneminn - 01.04.2010, Side 40
Hin fjögur fræknu a Valbor;
Gleðin ieyndi sér
Dagurinn er 14. mars 2009, staðurinn er Grand Hótel, við erum stödd á árshátíð
Félags Lœknanema. Það skynsamlegasta sem okkur datt í hug að gera á þessum
tíma var að taka leigubíl til Keflavíkur, hoppa upp í flugvél og fara beinustu leið til
Lundar. Hrein skyndiákvörðun! Nei grín. En við fórum samt, pann 15. mars.
Rannsóknarverkefnið
Rannsóknarverkefni á 3. ári í Læknadeild
er unnið að vori og í stuttu máli sagt
virkar kerfið þannig að mörg verkefni
frá íslenskum læknum eru í boði sem
sett eru í pott og valið úr þeim. Þó eru
alltaf nokkrir sem vilja skella sér í smá
útrás, stökkva út úr hversdagsleikanum
og freista gæfunnar annars staðar í
heiminum. Um haustið á 3. ári er ferlið
kynnt en þá er lítill tímarammi fyrir þá
sem vilja finna sér verkefni sjálfir til að
skila inn umsókn og fá hana samþykkta.
Fyrst er að íhuga hvert hugurinn leitar og
hvar áhugasviðið liggur þegar kemur að
rannsóknum. Hentugast þótti okkur að
hafa samband við eldri nema sem gerðu
rannsókn á sömu slóðum og við kusum.
Rannsóknarverkefni fyrri ára er hægt að
nálgast á skrifstofu Læknadeildar og þau
er hægt að nýta sér til að grennslast fyrir
um fyrri nemendur sem lagt hafa land
undir fót í þessum tilgangi.
Styrki má sækja um frá Erasmus
fyrir Evrópulöndin og Nordplus fyrir
Norðurlöndin, en umsóknarfresturinn
rennur út 1. mars fyrir komandi vetur.
Fyrir læknanema þýðir þetta að þeir
þurfa að vera komnir með verkefni í
hendurnar og sækja um styrkinn heilu
ári áður en farið er út til rannsókna.
Þessar upplýsingar voru okkur ekki
kunnar þegar við fórum á stúfana til
verkefnaleitar en okkur til happs höfðu
margir styrkþegar hætt við sínar ferðir
og fengum við því undanþágu til að
sækja um styrk um haustið. Við fengum
öll fullan styrk, 2000 evrur frá Erasmus.
Umsóknarferlið er dálítið vesen og
mikið pappírsflóð, en vel þess virði.
Ferlið fer allt í gegnum Alþjóðaskrifstofu
stúdenta hjá HÍ (www.hi.is/is/skolinn/
althjodaskrifstofa) og hefur verkefna-
stjóri þar umsjón með stúdentaskiptum
og styrkjum.
Lundur
Lundur er mikill háskólabær og því
þéttsetinn á veturna, enda eykst íbúa-
fjöldinn þá um helming. Því hefði verið
heppilegt að byrja snemma í leitinni að
húsnæði, en við enduðum öll hvert í sínu
horni bæjarins vegna hins litla undir-
búningstíma. Eftir á að hyggja hefði verið
skemmtilegra að búa nálægt hvert öðru
eða jafnvel leigja saman. Sum okkar voru
svo lánsöm að fá skjól hjá ættingjum eða
vinum en önnur fundu sér íbúð á netinu
á eftirfarandi slóðum; www.blocket.se og
www.islund.se. Islensku læknarnir sem
búa í Lundi hafa oft reynst hjálplegir og
fannst þeim ekki tiltökumál að leggja
nokkrum læknanemum lið þegar við
leituðum til þeirra. Sama hvort við
þekktum þá eða ekki.
Það er mikil hjólamenning í Svíþjóð
og þar sem Lundur er ekki stór bær
tekur það um það bil korter að hjóla frá
miðbænum út í jaðar bæjarins í hvaða átt
sem er. Því var kjörið að taka með eigið
hjól eða kaupa sér ódýrt, notað hjól á
www.blocket.se. Það var mjög mikilvægt
að kaupa sér stóran og sterkan risalás því
það er bófafélag frá Malmö sem kemur
reglulega til Lundar á sendiferðabíl og
hrúgar í hann öllum (ÖLLUM) fall-
egum, illa læstum íslenskum hjólfákum.
Strætókerfið innan bæjarins er einnig
mjög gott og einfalt og kortin á hagstæðu
verði og gilda auk þess um allan Skán.
Lestarkerfið milli Lundar og litlu
bæjanna í kring var stopult en dugði þó
vel í lengri ferðir.
Lif okkar i Lundi
Vorið byrjaði snemma og við nýttum
frítímann vel til að skoða okkur um. í