Læknaneminn - 01.04.2010, Page 42

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 42
MILLIVERKANIR NÁTTÚRUEFNA OG LYFJA SKIPTA ÞÆR MALI? Milliverkanir náttúruefna við lyf eru al- gengar og stafa af áhrifum náttúruefna á ýmis prótein og ensím sem sjá um umbrot lyfja. CYP (cytochrome P450) CYP er stórfjölskylda ensíma sem sér meðal annars um umbrot lyfja. Þau eru staðsett í hepatocytum og enterocytum. CYP3A er eitt aðal fyrsta stigs ensímið en það sér um 30% CYP virkni í lifur og 70% í þörmum, CYP3A sér um umbrot 50-70% allra lyfjaflokka. Ymis efni í fæðu geta haft áhrif á CYP virkni og eru áhrifin aðallega af tvennum toga. Náttúruefni geta hindrað ensimið beint eða með samkeppni við lyf sem umbrotin eru af sama ensími. Þetta leiðir af sér hækkaðan styrk lyfja í plasma, meiri aukaverkanir lyfjanna og jafnvel eituráhrif. Hindrun á CYP kemur fram þegar náttúruefni eru tekin inn samtímis lyfi og/eða í skamman tíma. Náttúruefni geta líka farið inn í kjarna hepatocyta og enterocyta og aukið tjáningu CYP gena. Þannig eru fleiri ensím innleidd og eru lyfin umbrotin hraðar en ella. Leiðir þetta af sérlækkaðan styrk lyfja í plasma, minna aðgengi að verkunarstað og lyfjameðferðin verður jafnvel árangurslaus. Einnig geta eitruð milliefni safnast fyrir þegar ensím sem sinna fasa II lyfjaumbrota hafa ekki undan aukinni CYP virkni. Þetta sést helst við langvarandi notkun náttúruefna, en það getur tekið um eina viku fyrir nýju ensímin að ná jafnvægi'. Lyfjapumpur (e. efflux proteins) Fjöllyfja-viðnáms prótein eru mikil- vægur hluti af varnarkerfi frumna gagn- vart framandi efnum og eiturverkandi lyfjum. Þar ber helst að nefna P-glýkó- prótein, MRPl og BCRP. P-glykópró- tein(P-gp) fannst upphaflega í æxlis- frumum með lyfjaviðnám. Æxli geta myndað viðnám með því að oftjá þessi prótein sem síðan geta pumpað út ýmsum lyfjum, svo sem cyclosporini A, taxóli, dexa-metasón, lídókaín, erytromycini og próteasahindrum. P-gp er þó einnig tjáð í heilbrigðum vef, meðal annars þörmum, lifur, nýrum, brisi og nýrnahettum og hefur þar hlut- verk við lyfjafrásog og útskilnað. Auk þess finnst P-gp í blóð-heila-þröskuldi sem og plexus choroideus. BCRP er meðal annars tjáð í fylgju og lifur, en MRPl er tjáð víða. Aukin tjáning slíkra próteina leiðir til minna lyfjafrásogs og aðgengis en komið hefur í ljós að langvarandi notkun ýmissa nátturuefna örvar tjáningu þeirra. Jafn- framt geta náttúruefni hindrað lyfja- pumpurnar og stuðlað að lyfjaeitrunum'. Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum) Jóhannesar jurt hefur hlotið markaðsley fi á íslandi sem náttúrulyf undir heitinu Modigen. Hún er notuð við vægu þung- lyndi, depurð og framtaksleysi. I Jóhann- esarjurt er blanda yfir 20 virkra efna á borð við hypericin, quercetin, bifla- vonoida, hyperforin og mörg önnur. Aðallega eru það geðslyftandi áhrif hypericins og hyperforins sem fólk sækist eftir, en þau hindra endurupptöku mono- amína í miðtaugakerfi1'3. Hyperforin og hypericin eru umbrotin af CYP3A4, -2B, og -1A, og hafa því milliverkanir við önnur lyf sem um- brotin eru af þessum ensímum. Það fer mjög eftir skammtastærð, tímalengd og tímasetningu inntöku hvaða áhrif Jóhannesarjurt (þá aðallega hyperforin) hefur á C YP og P-gp. I lágum skömmtum virkar Jóhannesarjurt innleiðandi fyrir CYP en hemjandi í háum skömmtum4. Þannig getur aukið umbrot lækkað styrk lyfja í plasma og meðferðin þar af leiðandi brugðist eða lyfin sjálf eða milliefni þeirra safnast fyrir i vefjum vegna aukins, eða minnkaðs umbrots og valdið eituráhrifum. Það er til mýgrútur af lyfjum sem Jóhannesarjurt hefur áhrif á. Algengt vandamál eru milliblæðingar eða ótíma- bær þungun kvenna sem taka getnaðar- varnarpilluna, en innleiðsla CYP í melt- ingarvegi hraðar umbrotum hennar. Alvarlegri milliverkanir vegna innleiðslu CYP og P-gp eru lækkun á plasmastyrk ónæmisbælandi lyfja eða HIV lyfja, en þau hafa mjög þröngt meðferðarbil. I tilviki cyclosporins getur þetta leitt af sér höfnun á gjafalíffæri, en í tilviki próteasahemlanna indinavirs og saqui- navirs jafnvel leitt til lyfjaónæmis, en þetta var ekki uppgötvað fyrr en árið 20003. Jóhannesarjurt hefur samlegðar- áhrif við SSRI lyf og getur taka hennar samhliða þeim valdið serotonin heil- kenni, hún veldur ljósnæmi og eykur þvi við slík áhrif annarra lyfja2’3. Einnig eyðileggur hún blóðþynnandi áhrif war- farins og getur skemmt fyrir krabba- meinslyfjameðferð með paclitaxel með því að hindra stýrðan frumudauða’. Ginkgo biloba Ginkgo biloba er notað við minnisleysi, einbeitingarskorti, þreytu, fót- og hand- kulda, svima, eyrnasuði, höfuðverk og ganglimaverk vegna lélegs blóðsflæðis og eru aldraðir einstaklingar stór mark- hópur. Milliverkandi áhrif Ginko á aspirín og warfarín eru vel þekkt. Ginko eykur segavarnandi áhrif þeirra og þar af leiðandi hættu á tilviljanakenndum blæðingum, þar með talið heilablæð- ingum. Að auki er Ginkgo biloba inntaka samhliða paracetamóli talin auka hættu á innanbastsblæðingum1. Rannsóknir á CYP ensímum sýna hindrandi áhrif Ginko á CYP3A. Þannig er komið í veg fyrir umbrot diltíazems, kalsíum blokkara sem notaður er við háþrýst- ingis. Ginkgo í háum skömmtum eykur tjáningu og virkni CYP3A og umbrot simvastatíns eykst sömuleiðis1’. CYP2B6 hvatar meðal annars umbrot á bupró- píoni sem notað er við þunglyndi og sem stoðmeðferð við reykbindindi. Ginko reynist vera samkeppnishindri bupropions á CYP2B6 og getur þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.