Læknaneminn - 01.04.2010, Side 45

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 45
Það getur verið erfitt að ákveða til hvaða lands maður œtlar að fara í sérfrœðinám. Gegnum árin hafa margar hryllingssögur af náminu i Bandaríkjunum borist manni til eyrna. Okkur langaði til að fá nasaþefinn af því hvernig það er að vera lœknanemilunglæknir í Bandarikjunum. Fyrir valinu varð Mayo Clinic í Rochester Minnesota, að hluta til vegna orðspors spítalans sem talinn er vera einn sá besti í Bandaríkjunm, en einnig vegna tengsla sem auðvelduðu okkur leiðina þangað. í Rochester bjuggum við hjá íslenskum hjónum sem vinna bæði á Mayo og reyndust okkur einstaklega vel. Við lentum á Rochester International Airport í -30°C, en slíkur kuldi hefur þau skemmtilegu áhrif að nasahárin frjósa saman um leið og maður stígur út fyrir hússins dyr. Rochester er smáborg í miðvestrinu sem er fræg fyrir einstaka kurteisi og varð maður svo sannarlega var við það um leið og maður lenti. Það lá við að fólk bæðist afsökunar á að mætast á förnum vegi! Þannig voru líka viðtökurnar á Mayo. Allir á bráðamóttökunni tóku mjög vel á móti okkur og gengum við strax inn í það prógramm sem ætlað er læknanemum á Mayo Clinic. Prógrammið var ekki jafn stíft og við bjuggumst við. Við vorum á um 4 vöktum á viku en siðan voru alltaf tveir fastir dagar í kennslu. Einna áhugaverðasti þátturinn í kennslunni var hermikennslan (e. simulation center). Þessi kennsla fer fram í sérstakri byggingu á Mayo og hefur verið að þróast hratt síðustu ár. Allir læknanemar og deildarlæknar eru þarna þjálfaðir í krefjandi aðstæðum í öruggu umhverfi. í okkar tilfelli talaði einn sérfræðingur fyrir gervisjúkling á meðan annar var að meta frammistöðu okkar og fylgdust þeir með okkur í gegnum myndavélar. Einnig var hjúkrunarfræðingur fenginn til að gera aðstæðurnar enn raunverulegri. En kennslan fór auðvitað ekki eingöngu fram við tilbúnar aðstæður. Á deildunum var stöðug kennsla þar sem allir tóku þátt og mórallinn var virkilega góður. Við þurftum þó oftast að vera fljót til ef við ætluðum að ná að sjá sjúklinga prímert, þvi deildarlæknarnir og kandídatarnir reyna að sjá eins marga sjúklinga og þeir mögulega geta á hverri vakt. Yfirleitt var sérfræðingurinn líka farinn að skoða sjúklinginn ef enginn hafði séð hann innan 5 mínútna! Lífið fyrir utan spítalann í Rochester er rólegt og á þessum árstíma er lítið hægt að vera utandyra vegna kulda. Við ákváðum að bæta okkur það upp með því að ljúka dvölinni á ferðalagi um Kaliforníu. Við keyrðum frá San Francisco suður þjóðveg eitt sem býður upp á magnað útsýni, en vegurinn liggur með vesturströnd Bandaríkjanna. Við gerum okkur grein fyrir því að aðstæðurnar og kennslan á Mayo eru liklega eins og þær gerast bestar en hvað hryllingssögurnar varðar þá pössuðu þær ekki alveg við veru okkar á Mayo Clinic. Við urðum þó vissulega vör við þann langa vinnutíma sem bandarískir unglæknar vinna við. Ferðin var vel þess virði, við fengum reynslu af því að vera á spitala sem er í fararbroddi í heiminum í dag, eignuðumst vini og gátum ferðast víða um Bandaríkin. Asgeir Þór Másson Guðbjörg JónscLóttir %
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.