Læknaneminn - 01.04.2010, Page 58
Sjúkrasaga
22 ára kona, GOPO, varð vör við
blæðingu eftir samfarir. Hún hafði hætt
á p-pillunni 4 mánuðum áður og höfðu
tíðir verið heldur óreglulegar eftir það.
Hún tengdi þessa blæðingu ekki við tíðir.
Heilsufarssaga
Hraust stúlka og tók engin lyf. Hún
hafði farið síðast í PAP strok frá leghálsi
3 árum áður sem reyndist vera eðlilegt.
Hún hafði greinst með klamydíusýkingu
2 árum áður og fékk meðferð við henni.
Engin saga um aðgerðir á kvenlíffærum.
Hafði farið í aðgerð á nefi 3 árum áður.
Hún reykir ekki og neytir áfengis í hófi.
Skoðun
Við kvenskoðun sést eðlileg vagina.
Niður úr leghálsi skagar fyrirferð sem
blæddi ríkulega frá við snertingu.
Rannsóknir
Blóðrannsóknir reyndust vera eðlilegar,
blóðstatus og elektrólýtar. Tekið var
vefjasýni frá leghálsinum sem sent var
í vefjafræðirannsókn og reynist það vera
kirtilþekjukrabbamein (e. adenocarci-
noma). Hún var send í segulóm-skoðun
(e. MRI) sem sýndi æxli í leghálsi
og þvermál þess var undir 4cm sem
samsvarar gráðu IB. Eitlastöðvar virtust
eðlilegar samkvæmt segulómskoðun.
Skurðaðgerð
Akveðið var vegna niðurstaðna vefjasýnis
og segulómskoðunar að fara í algert leg-
nám (e. radical hysterectomy). Sú aðgerð
felur í sér algert brottnám á legi, leghálsi,
efri hluta vaginu, parametrium og eitla í
grindarholi.
Gangur eftir aðgerð
Henni gekk vel eftir aðgerð og varð
fljótlega fótafær. Hún hafði nokkra verki
en þeir gengu yfir. Útskrifaðist 4 dögum
eftir aðgerð við ágæta líðan.
Svar frá meinafrœðideild
Skurðbrúnirnar voru fríar. Allir eitlar
reyndust vera neikvæðir en sogæðaíferð
sást. Hún telst því fullmeðhöndluð.
Umrœða
Leghálskrabbamein er annað algengasta
krabbamein kvenna á heimsvísu og
greinast tæplega 500 þúsund ný tilfelli
árlega og fer fjölgandi. Hæsta tíðnin er
í þróunarlöndunum, þá í Afríku sunnan
Sahara, í Suður-Ameríku og Suður-Asíu
þar sem 4 af hverjum 5 konum sem
greinast í heiminum búa. Á Vesturlönd-
um hefur tíðnin farið lækkandi með
reglubundinni leit. Á íslandi hefur tíðnin
lækkað mikið eftir að regluleg leit hófst
árið 1964. Á árunum 2003-2007 voru
að meðaltali 14 ný tilfelli árlega á íslandi,
langflestar greindust á aldursbilinu 20-
40 ára. Meðalaldur við greiningu voru
46 ár. Konur eru nú boðaðar reglulega í
leit á aldrinum 20-69 ára þar sem tekið
er frumustrok (PAP-strok) frá leghálsi
til að greina frumubreytingar1.
Vefjagerð leghálskrabbameina eru í
75-80% tilfella flöguþekjukrabbamein
(e. squamous cell carcinoma) og 15-20%
kirtilþekjukrabbamein (e. adenocar-
cinoma). Krabbameinið er stigað eftir
því hvort það eru bundið við legháls,
aðliggjandi vefi s.s. leggöng, paramet-
rium, blöðru og endaþarm og hvort fjar-
meinvörp séu til staðar. Helstu einkenni
krabbameinsins eru blæðing eftir sam-
farir eða áreynslu, útferð (hvítleit eða
jafnvel blóðlituð), þrýstingeinkenni frá
þvagblöðru, verkir, bjúgur á fótum og
megrun. Helstu áhættuþættir legháls-
krabbameins eru HPV kynfærasýkingar,
margir rekkjunautar, ástundun kynlifs
hafin snemma, reykingar og P-pillan3.
Einstaklingar smitast af human
papilloma veirunni (HPV) við samfarir
ogerhún algengasta sýkingin sem smitast
með kynlífi í Bandaríkjunum. Talið er
að um 75-80% allra kvenna smitist
af HPV veirunni einhvern tímann á
lífsleiðinni og er sýkingin langalgengust
hjá konum undir 25 ára:. Ónæmiskerfið
losar langflestar konur við vírusinn innan
tveggja ára en sumar sýkingar verða
þrálátar og geta valdið krabbameinum
og öðrum sjúkdómum. Mismunandi
undirflokkar veirunnar eru tengdar við
mismunandi sjúkdóma. Svokallaðir há-
áhættu undirflokkar, 16 og 18, eru
taldir valda yfir 97% af öllum legháls-
krabbameinum. Sömu flokkar veirunnar
valda einnig allt að 40-50% af öllum
krabbameinum á ytri kynfærum kvenna
og um 70% af leggangakrabbameinum.
HPV undirflokkar 6 og 11 eru taldir
lágáhættustofnar en valda um 90% af
öllum kynfæravörtum3. Talið er að líkur-
nar á því að ungar stúlkur sem stunda
kynlíf smitist af hááhættu undirflokkum
veirunnar séu tvöfalt meiri en af
lágáhættu undirflokkum.
Mikil umræða hefur átt sér stað um
hvort bólusetja eigi allar unglingsstúlkur
á aldursbilinu 12-15 ára fyrir HPV,
áður en þær stunda kynlíf í fyrsta
skipti. HPV bóluefni eru talin minnka
þá sjúkdómsbyrði sem HPV-sýkingar
valda, ásamt því að draga verulega úr
þörf á reglubundinni leit að forstigs-
breytingum3. Rannsóknir hafa sýnt að
bólusetning gegn hááhættu undir-
flokkum HPV, 16 og 18, myndi minnka
heildartíðni leghálskrabbameins um
60% og leghálskrabbameins beint tengt
þessum hááhættu undirflokkum um í
allt að 95% tilfella4. Tvö bóluefni eru á
markaðnum, annað er Cervarix® sem
ver gegn 16 og 18 og hitt er Gardasil®
sem ver gegn 16 og 18 en einnig lág-
áhættu gerðunum 6 og 11.
Monika
Freysteinsdóttir
5. árs lceknanemi
Heimildir
1. Vefur krabbameinsskrár á íslandi.
2010,1. apríl. Slóðin er: www.
krabbameinsskra.is.
2. Spitzer, Mark. 2006. Human
Papillomavirus: Epidemiology,
Natural history and Clinical Sequelae.
OBG management, júlí hefti.
3. Uptodate.com
4. Gold, Michael A. 2006. Current
Cervical Cancer Screening
Guidelines and Impact of
Prophylactic HPV Vaccines. OBG
management, júlíhefti.