Læknaneminn - 01.04.2010, Side 62

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 62
Það má í raun segja að þegar grunnnámi í læknisfræði lýkur sér aðeins hálfur björninn unninn. Fæstir láta þar við sitja, heldur halda utan til framhaldsnáms. Á undanförnum árum hafa möguleikar íslenskra unglækna til þess að hefja sérnám hér á landi aukist. Það þykir oft fýsilegur kostur fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu að geta ýtt úr vör hér heima, þar sem viðkomandi þekkir til staðarhátta, talar tungumálið reiprennandi og amma og afi geta stokkið til og passað. í flestum tilvikum er um að ræða tímabundnar ráðningar þar sem tíminn hér á spítalanum fæst að einhverju eða fullu leyti metinn í því framhaldsnámi sem viðkomandi læknir heldur til, en sumar deildir bjóða upp á fullmótað program og veita sérfræðileyfi að loknu námi. Hér má líta á stutta samantekt á því hvaða dyr standa unglæknum opnar hér á landi. Lyflœknisfrœði Landspítalinn býður upp á þriggja ára nám í almennum lyflækningum og er það hugsað sem grunnur fyrir þá sem hafa hug á að sérhæfa sig í einhverri grein lyflækninga, en einnig er þetta ákveðin þjálfun í þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru innan lyflæknisfræðinnar. Á lyflækningasviðum eru 26 stöður fyrir deildarlækna, að jafnaði eru 12 á fyrsta ári, 8 á öðru ári og 6 á þriðja ári. Þá eru að auki 18 stöður fyrir aðstoðarlækna (kandídata). Námið tekur þrjú ár og samanstendur af róteringu milli legudeilda, en einnig fá deildarlæknar reynslu á göngudeild, ráðgjöf og bráðamóttöku. Markmiðið er að unglæknarnir fái sem mesta innsýn i helstu greinar lyflæknisfræðinnar. Sérfræðingar veita umsögn eftir dvöl á hverri deild. Þá er fyrirkomulagið með þeim hætti að deildarlæknar i prógrammi fá vaxandi ábyrgð eftir því sem líður á námið. Bókleg kennsla er metnaðarfull og samanstendur af fræðslufundum, tilfeilafundum, MKSAP fundum og fyrirlestrum. Að auki er skylda í náminu að deildarlæknar framkvæmi rannsóknir og hefur verið boðið upp á stuðning við rannsóknarvinnu, m.a. undirbúningsnámskeið í tölfræði og gagnrýnni nálgun heimilda. í lok hvers námsárs þreyta deildarlæknar árlegt próf Internal Medicine In-Training Examination sem fengið er frá American Board of Internal Medicine og fá að auki heildarumsögn um frammistöðu á árinu. Enn sem komið er hefur námið fengist metið á Norðurlöndunum, en lítil reynsla er komin á það annars staðra í Evrópu. Stefnt er að því að deildarlæknar sem ljúka þriggja ára námi í lyflækninum taki evrópska sérfæðiprófið (European Federation of Internal Medicine Diploma Examination) eða breska MRCP prófið á síðasta misseri sínu i náminu. Náminu lýkur með umsögn um frammistöðu og útgáfu skírteinis. Sknrðlœknisfrceði Á skurðdeildum Landspítalans eru 13-15 stöður í boði fyrir unglækna og þar stendur til boða að hefja grunnnám í skurðlækningum. Ekki er þó um formlegt sérnám í skurðlæknisfræði að ræða, en boðið er uppá tveggja ára program þar sem starfað er á skurðdeildum Landspítalans, ýmist á legudeildum, göngudeild, bráðamóttöku og skurð- stofu. Þá er ætlast til þess að deildarlæknar á skurðdeild aðstoði við skurðaðgerðir og nái tökum á einfaldari verkum. í sumum tilfellum hafa unglæknar getað ráðið sig á ákveðnar skurðdeildir stefni þeir á nám í því fagi og er þá miðað við ráðningu í hálft ár eða lengur í senn . Margir sem stefna á framhaldsnám í skurðlækningum geta róterað á HNE, kvennadeild og svæfingu til að bæta við þekkinguna og greiða fyrir umsókn um stöðu erlendis. Bókleg kennsla á skurðsviðinu er á formi fyrirlestra, greinafunda og umræðufunda, en einnig eru deildarlæknar hvattir til að vinna að rannsóknum, þó ekki sé gerð krafa um slíkt. Reynsla á skurðdeild hefur alla jafna fengist metin að fullu eða hluta til upp í sérnám á mörgum stöðum á Norðurlöndum. Bæklunarlækningar: Unglæknar sem stefna á sérnám í bæklunarlækningum geta ráðið sig í 1 -2 ár á bæklunarskurðdeild Landspítalans og fengið reynsluna á deildinni metna víða á Norðurlöndunum. Ekki er þó í boði formlegt námsprogram þar en verið er að byggja upp slíkt program að sænskri fyrirmynd. Deildarlæknar fá á deildinni úthlutaðan handleiðara og er þá reynt að raða saman sérfræðingi og deildarlækni sem eiga skap saman. Handleiðarinn heldur þá utan um program unglæknisins og veitir honum umsögn, en einnig hefur tíðkast að unglæknar fái að spreyta sig á bráðaaðgerðum undir handleiðslu síns mentors, séu þeir saman á vakt. Þá eru gerðar kröfur um að deildarlæknar í programi á bæklunardeild nái færni í einföldum aðgerðum og haldi möppu yfir afrek sín. Bókleg kennsla á deildinni er í höndum sérfræðinga, sem halda fyrirlestra fyrir deildarlækna. Háls- nef- og eyrnalœknisfrœði Tvær stöður eru fyrir deildarlækna á HNE deild Landspítalans og er fólk oftast ráðið í hálft til eitt ár í senn. Flestir sem ráða sig á deildina stefna á sérnám í HNE, en einnig hefur reynslan gangast þeim sem hyggja á sérnám í heimilislækningum eða í svæfingarlækningum. Um er að ræða óformlegt program sem byggist á starfi á deildinni og er reynt að finna viðfangsefni við sem hentar reynslu hvers og eins. Ætlast er til þess að eftir að hafa starfað á deildinni hafi unglæknar náð tökum á greiningu og meðhöndlun einfaldra og algengra vandamála í greininni. Bókleg kennsla er formi vikulegra fyrirlestra og sjá deildarlæknar um að undirbúa fyrirlestra og kynna vísindagreinar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.