Læknaneminn - 01.04.2010, Side 63
Tími á HNE hefur fengist metinn í Skandinavíu og
að einhverju leyti i Bandaríkjunum og geta sérfræðingar
deildarinnar veitt meðmæli, hafi maður staðið sig vel. Stefni
menn á framhaldsnám í háls- nef og eyrnalækningum
skemmir reynsla í skurðlækningum og/eða svæfingu ekki
fyrir umsókninni, en ekki er þó gerð krafa um slíkt.
Svœfinga- og gjörgœslulœkningar
Reynsla af svæfingu hefur nýst vel í hinum ýmsu
sérgreinum. Sem dæmi, þá hafa unglæknar sem hyggja
á nám í lyflækningum, skurðlækningum, fæðinga- og
kvensjúkdómalækningum margir hverjir ráðið sig til skemmri
tíma á svæfingu til að greiða fyrir sínu framhaldsnámi. Stefni
menn á sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum geta þeir
ráðið sig á svæfinguna hér og fengið þann tíma metinn að
einhverju leyti, í það minnsta á Norðurlöndum og í Bretlandi.
Deildarlæknar á svæfingu fá umfangsmikla reynslu, meðal
annars á gjörgæsludeildum, svæfingu á skurðstofum og á
endurlífgunarteymum.
Tólf stöður eru fyrir deildarlækna á svæfingu og er talsverð
ásókn í þær. Flestir hafa ráðið sig í eitt til tvö ár, lágmarksráðning
er hálft ár, en ekki er um formlegt prógram að ræða. Kennsla
á deildinni byggist á vikulegum fyrirlestrum, bæði á vegum
sérfræðinga og deildarlækna.
Slysa- og bráðalœknisfrœði
Slysa- og bráðadeild Landspítalans býður upp á 2 ára sérnám
í samstarfi við Beth Israel í Boston og Harvard. í boði eru 8
stöður og er mikil eftirspurn eftir að komast þar að. Hingað til
hefur námisdvölin fengist metin að fullu ef haldið er til frekara
sérnáms á Norðurlöndunum og Bretlandi og að hluta til haldi
menn til Nýja-Sjálands. Námið byggist upp sem starfsreynsla
á Slysa- og bráðadeild, þar sem unglæknarnir eru alltaf undir
handleiðslu sérfræðings. Sérfræðingar deildarinnar leggja svo
mat á frammistöðu nemans og fær hann ábendingar um sína
frammistöðu tvisvar til fjórum sinnum á ári. Nú er í vinnslu
að koma á fót nokkurs konar mentorakerfi, þar sem unglæknar
í prógramminu fá úthlutuðaðan handleiðara sem fylgir honum
í gegnum programið.
Eftir að bráðamóttökurnar voru sameinaðar var í fyrsta
skipti hægt að bjóða upp á fulla breidd í frumuppvinnslu
sjúklinga og segja má að gæði námsins hafi aukist umtalsvert
í kjölfarið. Auk klíníksrar vinnu er í programinu fræðileg
kennsla sem samanstendur af vikulegum fræðslufundum og
greinafundum.
Heimilislœknisfrceði
Boðið hefur verið upp á sérnám í heimilislæknisfræði síðan
1995 og eru að jafnaði 20-30 manns í prógrami hverju sinni.
Námið tekur að jafnaði fimm ár og byggist upp á tveggja ára
starfi á heilsugæslu eða læknastöð, bæði í þéttbýli og dreifbýli,
einu ári á lyflækningadeildum og einu og hálfu ári sem skiptist
á barnadeild, kvennadeild, geðdeild og slysa- og bráðadeild,
minnst fjóra mánuði á hverjum stað. Að lokum er tekið hálft ár
á deild að eigin vali.
Unglæknar í sérnámi í heimilislækningum fá úthlutaðan
handleiðara (mentor) sem fylgist með námsframvindu og gefur
gagnlegar ábendingar. Að auki eru greinafundir og fræðsla
með öðrum í prógraminu og stórslysaæfingar með reglulegu
millibili, auk annarra uppákoma þar sem áhersla er lögð á þá
þætti læknisfræðinnar sem snúa að heilsugæslu. Árlega á vorin
fara fram stöðupróf, hin bandarísku GP próf og get með þeim
sérnámslæknar fylgt eftir eigin framvindu og séð hvar þeir
standa miðað við aðra í námi.
Geðlceknisfrœði
Geðlæknisfræði er eitt af þeim fögum sem hægt er að iæra til
fullnustu hérlendis og að námi loknu fást sérfræðiréttindi sem
viðurkennd eru á EES svæðinu. Einnig er sá möguleiki fyrir
hendi að hefja nám hér og fá þann tíma metinn til sérnáms,
í það minnsta í Skandinaviu, en minni reynsla er komin
á önnur lönd í Evrópu. Fyrir þá sem stefna á geðlækningar
en vilja útvíkka sinn reynsluheim þykir skynsamlegt að hafa
reynslu af taugadeild, barna- og unglingageðdeild og reynsla
úr lyflæknisfræði er hjálpleg, þó ekki sé gerð krafa um slíkan
bakgrunn. Á móti hafa nemar úr heimilislæknaprogrami
og stundum taugalækningaprogrami gjarnan staldrað við á
geðdeildinni.
Á geðsviði Landspítalans eru námsstöður fyrir tíu
deildarlækna og er farið eftir nokkuð fastmótuðu programi þar
sem starfað er á deildum geðsviðs, að jafnaði hálft ár á hverri
deild. Sérnám í geðlækningum byggist á því að deildarlæknar
ljúki tilskyldum tíma á vissum deildum og tekur það alla jafna
fimm ár. Samhliða starfi á deildum er á geðsviðinu talsverð
bókleg kennsla. Deildarlæknar sækja vikulega umræðufundi
þar sem farið er yfir greinar eða ákveðið málefni, mánaðarlega
er kennsludagur þar sem fylgt er skipulagðri dagskrá i kennslu
og einnig fer fram kennsla í samtalsmeðferðum, svo sem
hvatningarviðtölum og hugrænni atferlismeðferð. Árlega fara
fram stöðupróf í geðlæknisfræði, svokölluð PRITE (Psychiatry
Residency In Training Program) próf og getur fólk þá borið sig
saman við hvar það stendur miðað við aðra í framhaldsnámi.
Fceðinga- og kvensjúkdómalœkningar
Hér á landi er boðið upp á 2 ára program í fæðinga- og
kvensjúkdómafræði og eru 6-8 deildarlæknar í sérnámi hverju
sinni á kvennadeildinni. Programið er byggt upp að danskri
fyrirmynd og fæst það metið víða á Norðurlöndum. Rík áhersla
er lögð á að deildarlæknar fái þjálfun í klínískri vinnu á
deildinni, bæði kvenlækningum og fæðingalækningum. Þá
er einnig gerð krafa um að deildarlæknar sinni einföldum
aðgerðum á kvennadeildinni og haldi log-bók, þar sem
uppfylla þarf ákveðið lágmark af tilteknum aðgerðum. Kennsla
á deildinni byggist upp á fræðslufundum, en einnig fara fram
greinafundir í heimahúsum.
Að lokum má nefna að þeir sem stefna á sérnám í
kvensjúkdóma- og fæðingalækningum hafa gjarnan ráðið sig
í hálft ár á skurðdeildir og hálft ár á svæfingu hér á landi, en
það þykir oft hjálpa til að komast inn í góðar stöður erlendis.
Barnalœknisfrœði
Barnaspítali Hringsins hefur getið sér gott orð fyrir vönduð
vinnubrögð í kennslu og er fyrir vikið eftirsóttur staður af
unglæknum að starfa á. Þar er boðið upp á eitt ár í sérnámi
í barnalæknisfræði og hefur það fengist metið alls staðar
í Evrópu. í boði eru sjö og hálf staða hverju sinni, þar sem
róterað er á deildum Barnaspítalans. Unglæknar sem eru í
programi fá þá úthlutað leiðbeinenda sem hafa eftirlit með