Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 63

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 63
Tími á HNE hefur fengist metinn í Skandinavíu og að einhverju leyti i Bandaríkjunum og geta sérfræðingar deildarinnar veitt meðmæli, hafi maður staðið sig vel. Stefni menn á framhaldsnám í háls- nef og eyrnalækningum skemmir reynsla í skurðlækningum og/eða svæfingu ekki fyrir umsókninni, en ekki er þó gerð krafa um slíkt. Svœfinga- og gjörgœslulœkningar Reynsla af svæfingu hefur nýst vel í hinum ýmsu sérgreinum. Sem dæmi, þá hafa unglæknar sem hyggja á nám í lyflækningum, skurðlækningum, fæðinga- og kvensjúkdómalækningum margir hverjir ráðið sig til skemmri tíma á svæfingu til að greiða fyrir sínu framhaldsnámi. Stefni menn á sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum geta þeir ráðið sig á svæfinguna hér og fengið þann tíma metinn að einhverju leyti, í það minnsta á Norðurlöndum og í Bretlandi. Deildarlæknar á svæfingu fá umfangsmikla reynslu, meðal annars á gjörgæsludeildum, svæfingu á skurðstofum og á endurlífgunarteymum. Tólf stöður eru fyrir deildarlækna á svæfingu og er talsverð ásókn í þær. Flestir hafa ráðið sig í eitt til tvö ár, lágmarksráðning er hálft ár, en ekki er um formlegt prógram að ræða. Kennsla á deildinni byggist á vikulegum fyrirlestrum, bæði á vegum sérfræðinga og deildarlækna. Slysa- og bráðalœknisfrœði Slysa- og bráðadeild Landspítalans býður upp á 2 ára sérnám í samstarfi við Beth Israel í Boston og Harvard. í boði eru 8 stöður og er mikil eftirspurn eftir að komast þar að. Hingað til hefur námisdvölin fengist metin að fullu ef haldið er til frekara sérnáms á Norðurlöndunum og Bretlandi og að hluta til haldi menn til Nýja-Sjálands. Námið byggist upp sem starfsreynsla á Slysa- og bráðadeild, þar sem unglæknarnir eru alltaf undir handleiðslu sérfræðings. Sérfræðingar deildarinnar leggja svo mat á frammistöðu nemans og fær hann ábendingar um sína frammistöðu tvisvar til fjórum sinnum á ári. Nú er í vinnslu að koma á fót nokkurs konar mentorakerfi, þar sem unglæknar í prógramminu fá úthlutuðaðan handleiðara sem fylgir honum í gegnum programið. Eftir að bráðamóttökurnar voru sameinaðar var í fyrsta skipti hægt að bjóða upp á fulla breidd í frumuppvinnslu sjúklinga og segja má að gæði námsins hafi aukist umtalsvert í kjölfarið. Auk klíníksrar vinnu er í programinu fræðileg kennsla sem samanstendur af vikulegum fræðslufundum og greinafundum. Heimilislœknisfrceði Boðið hefur verið upp á sérnám í heimilislæknisfræði síðan 1995 og eru að jafnaði 20-30 manns í prógrami hverju sinni. Námið tekur að jafnaði fimm ár og byggist upp á tveggja ára starfi á heilsugæslu eða læknastöð, bæði í þéttbýli og dreifbýli, einu ári á lyflækningadeildum og einu og hálfu ári sem skiptist á barnadeild, kvennadeild, geðdeild og slysa- og bráðadeild, minnst fjóra mánuði á hverjum stað. Að lokum er tekið hálft ár á deild að eigin vali. Unglæknar í sérnámi í heimilislækningum fá úthlutaðan handleiðara (mentor) sem fylgist með námsframvindu og gefur gagnlegar ábendingar. Að auki eru greinafundir og fræðsla með öðrum í prógraminu og stórslysaæfingar með reglulegu millibili, auk annarra uppákoma þar sem áhersla er lögð á þá þætti læknisfræðinnar sem snúa að heilsugæslu. Árlega á vorin fara fram stöðupróf, hin bandarísku GP próf og get með þeim sérnámslæknar fylgt eftir eigin framvindu og séð hvar þeir standa miðað við aðra í námi. Geðlceknisfrœði Geðlæknisfræði er eitt af þeim fögum sem hægt er að iæra til fullnustu hérlendis og að námi loknu fást sérfræðiréttindi sem viðurkennd eru á EES svæðinu. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að hefja nám hér og fá þann tíma metinn til sérnáms, í það minnsta í Skandinaviu, en minni reynsla er komin á önnur lönd í Evrópu. Fyrir þá sem stefna á geðlækningar en vilja útvíkka sinn reynsluheim þykir skynsamlegt að hafa reynslu af taugadeild, barna- og unglingageðdeild og reynsla úr lyflæknisfræði er hjálpleg, þó ekki sé gerð krafa um slíkan bakgrunn. Á móti hafa nemar úr heimilislæknaprogrami og stundum taugalækningaprogrami gjarnan staldrað við á geðdeildinni. Á geðsviði Landspítalans eru námsstöður fyrir tíu deildarlækna og er farið eftir nokkuð fastmótuðu programi þar sem starfað er á deildum geðsviðs, að jafnaði hálft ár á hverri deild. Sérnám í geðlækningum byggist á því að deildarlæknar ljúki tilskyldum tíma á vissum deildum og tekur það alla jafna fimm ár. Samhliða starfi á deildum er á geðsviðinu talsverð bókleg kennsla. Deildarlæknar sækja vikulega umræðufundi þar sem farið er yfir greinar eða ákveðið málefni, mánaðarlega er kennsludagur þar sem fylgt er skipulagðri dagskrá i kennslu og einnig fer fram kennsla í samtalsmeðferðum, svo sem hvatningarviðtölum og hugrænni atferlismeðferð. Árlega fara fram stöðupróf í geðlæknisfræði, svokölluð PRITE (Psychiatry Residency In Training Program) próf og getur fólk þá borið sig saman við hvar það stendur miðað við aðra í framhaldsnámi. Fceðinga- og kvensjúkdómalœkningar Hér á landi er boðið upp á 2 ára program í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og eru 6-8 deildarlæknar í sérnámi hverju sinni á kvennadeildinni. Programið er byggt upp að danskri fyrirmynd og fæst það metið víða á Norðurlöndum. Rík áhersla er lögð á að deildarlæknar fái þjálfun í klínískri vinnu á deildinni, bæði kvenlækningum og fæðingalækningum. Þá er einnig gerð krafa um að deildarlæknar sinni einföldum aðgerðum á kvennadeildinni og haldi log-bók, þar sem uppfylla þarf ákveðið lágmark af tilteknum aðgerðum. Kennsla á deildinni byggist upp á fræðslufundum, en einnig fara fram greinafundir í heimahúsum. Að lokum má nefna að þeir sem stefna á sérnám í kvensjúkdóma- og fæðingalækningum hafa gjarnan ráðið sig í hálft ár á skurðdeildir og hálft ár á svæfingu hér á landi, en það þykir oft hjálpa til að komast inn í góðar stöður erlendis. Barnalœknisfrœði Barnaspítali Hringsins hefur getið sér gott orð fyrir vönduð vinnubrögð í kennslu og er fyrir vikið eftirsóttur staður af unglæknum að starfa á. Þar er boðið upp á eitt ár í sérnámi í barnalæknisfræði og hefur það fengist metið alls staðar í Evrópu. í boði eru sjö og hálf staða hverju sinni, þar sem róterað er á deildum Barnaspítalans. Unglæknar sem eru í programi fá þá úthlutað leiðbeinenda sem hafa eftirlit með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.