Læknaneminn - 01.04.2010, Page 64

Læknaneminn - 01.04.2010, Page 64
framgangi náms. Ekki er um afmarkaða námsskrá að ræða heldur fyrst og fremst deildarvinnu en auk þess er mikil áhersla lögð á fræðslufundi og endurmenntun á barnaspítalanum. Má þar nefna vikulega greinafundi, tilfellafundi og fimmtudagsfundi, en einnig þykir æskilegt að unglæknar í barnalæknisfræði leggi stund á rannsóknir samhliða námi. Auk þess að geta fengið ár metið til náms í barnalæknisfræði, þykir starfsreynsla á barnaspítalanum prýðilegur undirbúningur í öðrum sérgreinum, svo sem HNE, lyflæknisfræði og þá sérstaklega smitsjúkdómafræði. sérfræðinga og fá leiðsögn við úrlestur mynda. Þá er lögð áhersla á að unglæknarnir nái tökum á úrlestri einfaldari myndgreiningarrannsókna og öðlist aukið sjálfstæði eftir því sem fram líða stundir. Deildarlæknar á myndgreiningu hafa fengið að taka þátt í þeim inngripsmeðferðum sem fram fara á deildinni, eftir því sem tækifæri gefast. Bókleg kennsla er á formi vikulegra fræðslufunda. Að jafnaði eru 2-5 deildarlæknar ráðnir í einu, flestir ráðnir í eitt eða tvö ár, en sumir þrjú. Vitað er til þess að reynslan á deildinni hafi nýst þeim sem hafa farið í framhaldsnám innan Evrópusambandsins. Augnlœknisfrœði Fyrir þá sem stefna á sérnám í augnlækningum standa til boða 3 deildarlæknastöður á augndeild, en auk þess eru tveggja mánaða stöður fyrir kandídata. Að jafnaði hafa læknar getað tekið helming sérnámsins í augnlækningum hér á landi og hafa þá ráðið sig á augndeildina til tveggja til fjögurra ára. Sá tími hefur svo fengist metinn á Norðurlöndunum, en lítið hefur reynt á það annars staðar í Evrópu. Eins og í flestum öðrum sérgreinum fæst lítið sem ekkert metið ef haldið er til Bandaríkjanna, en reynslan af deildinni þykir hjálpa til við að fá stöðu, enda er mikil ásókn í framhaldsnám í augnlækningum. Ekki þykir nauðsynlegt að hafa starfsreynslu af öðrum deildum, en vilji menn víkka sjóndeildarhringinn, þá hefur reynsla á taugadeild oft gagnast augnlæknum. Deildarlæknar taka þátt í göngudeild augnsjúkdóma, ýmist með sérfræðingum eða upp á eigin spýtur. Einnig veita þeir aðstoð á skurðstofum og þekkst hefur að þeir fái sérstaka kennslu í helstu skurðaðgerðum augndeildarinnar. Bókleg kennsla á deildinni er töluverð, fræðslufundir eru haldnir vikulega, unglæknar fá leiðbeiningar með lestri vísindagreina og ætlast er til þess að deildarlæknar í programi fari á fjögurra vikna námskeið í fræðilegri augnlæknisfræði í samvinnu við Stanford háskólann í Bandaríkjunum. Þá stendur til boða að ljúka PhD námi á augndeild. Nú hefur einn læknir lokið slíku námi og eru fleiri að sinna slíkum rannsóknum. Húð- og kynsjúkdómafrœði Ekki stendur til boða formlegt sérnám i húðlæknis- og kynsjúkdómafræði hér á landi og ekki hefur tíðkast að starf á deildinni sé metið inn í prógröm annars staðar. Þó hefur reynsla á húð- og kynsjúkdómadeildum gagnast unglæknum þegar sótt er um stöður í framhaldsnám erlendis og kemur þá tvennt til: Annars vegar er horft í reynsluna sem unglæknar fá á deildinni hér og hins vegar geta sérfræðingar á húðdeild veitt meðmæli, en mikil ásókn er í þetta fag og oft erfitt að komast í góðar stöður. Myndgreining Mikið aðhald er með deildarlæknum sem ráða sig til starfa á myndgreiningardeild og er kennsla á deildinni umtalsverð, þó að formleg námsskrá liggi ekki fyrir. Deildarlæknar á myndgreiningu starfa undir vökulu auga Meinafrœði A rannsóknarstofu í meinafræði eru stöður fyrir 3 deildarlækna. Ekki er boðið upp á sérnám í meinafræði hér á landi en þó hafa sérfræðingar skyldu við að sjá um kennslu í meinafræði fyrir unglækna sem starfa á deildinni. Deildarlæknar sem hafa starfað í meinafræði hér hafa því oftast góða reynslu sem nýtist þeim þegar haldið er út til sérnáms. Einnig hafa sérfræðingar deildarinnar getað veitt góð meðmæli. Erfðalœknis- og sameindalíffrœði Ekki er boðið upp á sérnám í erfðalæknis- og sameindalíffræði á Islandi og einungis sérfræðingar starfa á erfðalæknis- og sameindalíffræðideild. Sérfræðingar deildarinnar eru þó boðnir og búnir að leiðbeina unglæknum um stöður erlendis hyggi þeir á sérnám í erfðalækningum og geta boðið upp á rannsóknarstöður í erfðalækningum. Þegar á heildina er litið má segja að flest það framhaldsnám sem stendur til boða hér á landi byggist á reynslu á deildum og er það undir hverjum og einum komið að halda utan um þá reynslu og koma á framfæri þegar út er haldið. Þá er það á ábyrgð hvers og eins að ráða sig á deildir sem nýtast honum sem best í því fagi sem stefnan er tekin á. Þó að sjaldnast sé um fastskorðaðar námsstöður með tilheyrandi aðhaldi að ræða þá veitir þetta fyrirkomulag í raun gott svigrúm til að raða saman námstækifærum eftir því sem hverjum og einum þykir fýsilegast. Þegar áfangastaður er valinn fyrir framhaldsnám, virðist tilhneigingin vera sú að þeir sem halda til Norðurlanda fá flestir reynslu sína metna, ýmis önnur lönd í Evrópu meta reynsluna, en yfirleitt fæst ekkert metið í Bandaríkjunum. Að lokum má nefna að vönduð vinnubrögð, dugnaður og gott orðspor vegur þungt þegar umsókn um framhaldsnám er tekin til skoðunar og því mikilvægt að temja sér snemma góða siði. Anna Lind Kristjánsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.