Læknaneminn - 01.04.2010, Side 67
Ég hef verið að velta píkunni fyrir mér. Þó ber ekki svo að skilja
að ég hafi setið á spegli og skoðað sjálfa mig, nei, ég hef verið að
skoða píkur allt um kring. Ég hef borið orðið píkuna undir konur
og karla á öllum aldri, rætt útlit hennar og lögun, lykt og rakastig,
leirað hana og teiknað. Þessi áhugi á píkunni vaknaði í kjöl-
far heimildamyndar sem ég sá 2009 og heitir The Perfect Vagina.
Myndin fjallar um lýtaaðgerðir á píkunni og þar spila innri
barmar aðalhlutverk því þá á að minnka með skurði.
Nú er þessi umræða um útlitslegar breytingar á píkunni
fremur ný af nálinni hér á íslandi þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi
verið gerðar hér í þó nokkur ár. Umræðan um píkuna á sér langa
sögu og sterkar rætur og oftar en ekki verið tengd við þankagang
ákveðins hóps. Mín nálgun á umræðuna er ekki takmörkuð við
fræðilegt sjónarhorn heldur nálgast ég hana einnig persónulega
með spurningunum sem veltast um í mínum huga (líkt og efiaust
annarra kvenna) „Er píkan mín afbrigðileg? Er ég öðruvísi en
aðrar konur? Er ég ljót?“
A Læknadögum 2010 var haldið málþing um þessar tilteknu
lýtaaðgerðir og margra mögulegra skýringa leitað. Aðgerðunum
var lýst itarlega og rætt um fagurfræði skurðanna svo barmarnir
fái ekki útlit er kennt er við „hundseyru“. Þá var einnig talað um
marktæka aukningu í fyrirspurnum kvenna, á breiðu aldursbili,
eftir slíkum aðgerðum. Skýringin? Sumir bentu á klámið og
kröfur nútíma karlmannsins sem krefst þess að píkan sé afsteypa
kvennana á tölvuskjánum. Þegar konur voru spurðar út í ástæðu
aðgerðar þá báru þær ekki fyrir sig þrýsting karlmanns heldur
fannst þeim píkan einfaldlega ljót eða óhentug sökum sýnileika
eða annarra óþæginda. En hver er samanburður kvenna á hvað
se ljót píka og hvað falleg? I erindi minu reyndi ég að rekja
ýmsar mögulegar skýringar; allt frá kynfræðslu þar sem píkan
er teiknuð ferskjubleik með litla skirskotun í raunveruleikann;
til háreyðingar og fjölmiðlaímyndar af sléttri píku með engar
sýnilegar fellingar eða skorur. Ég talaði um Barbie og Britney
Spears, án þess þó að vera viss um hvað þær ættu sameiginlegt
annað en að sýna báðar brjóstaskoru og rassaskoru en ekki földu
píkuskoruna (einnig nefnt „kamel tá“). Án þess að veita nein bein
svör um orsök og afleiðingar þá má samt geta sér til um ákveðin
fylgnisambönd og má þá álykta að aðgengi að einsleitum píkum
í kynferðislega opinskáu efni sem og kynfræðslu grunnskólanna
hafi skekkt ímynd píkunnar. Hvar eru allar alvöru píkurnar?!
Sambandið á milli líkama og sálar virðist vera að fjarlægjast
með degi hverjum. Eina leiðin sem ég sé til að tengja þarna
á milli er að ræða líkamann opinskátt og hreinskilnislega.
Kynfærin eru hluti af líkamanum en sökum tengingar við
siðferðislega viðkvæm málefni þá fær þessi líkamshluti oftar en
ekki ófullnægjandi útskýringu og kennslu. Ég vil nota kynfæri en
ekki bara píka því typpin þarf líka að ræða, sérstaklega á tímum
stærðardýrkunar. Ég legg til að nú byrjum við á byrjuninni og
ræðum kynfæri við börn, unglinga, fullorðna og heldra fólk.
Kennum fólki að þekkja sinn eigin líkama, lesa og læra inn á
hann og bera virðingu fyrir honum sem einni heild. Leitin að
hinum heilaga kaleik, hinu fullkomna kynfæri, lýkur þar sem
hún hefst, við skoðun eigin spegilmyndar.
Sigríður Dögg Arnardóttir
http:l/www. siggadogg. is/