Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 68

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 68
Heimsfaraldur inflúensu fer um heiminn nokkrum sinnum á hverri öld. A síðustu öld gengu þrír heimsfaraldrar; spánska veikin 1918 með inflúensu A(H1N1), Asíuinflúensan 1958 með inflúensu A(H2N2) og Hong Kong inflúensan með in- flúensu A(H3N2). Heimsfaraldrarnir voru misalvarlegir, hæst var dánartíðnin 1918 með um 40 - 50 milljónir dauðsfalla á heimsvísu, en faraldrarnir 1957 og 1968 voru vægari með 1-3 milljón dauðsföll hvor. En það sem þessir faraldrar áttu sameiginlegt voru seinni bylgjur sem fylgdu í kjölfarið og voru alvarlegri en sú fyrsta. Inflúensu A veiran er flokkuð eftir hemagglutin (HA) og neuraminidasa (NA) mótefnavökum á yfirborði veirunnar. Vitað er að veirur sem eru með HAl, HA2 eða HA3 mótefnavaka og NAl eða NA2 mótefnavaka geta valdið sýkingum í mönnum. I dýraríkinu valda mun fleiri stofnar sýkingum með möguleika á sextán mismunandi HA mótefnavökum og níu mismunandi NA mótefnavökum. Síðastliðin ár hafa komið upp sýkingar í dýrum sem hafa borist í menn en ekki náð að smitast á milli manna. Inflúensa A (H5N1) hefur um árabil valdið sýkingum í fuglum með stöku sýkingum í mönnum sem eru alvarlegar með háu dánarhlutfalli. Annað nýlegt dæmi er inflúensa A(H7N7) sem greindist í fuglabúum í Hollandi 2003, samkvæmt mótefnamælingum smitaðist um helmingur þeirra einstaklinga sem voru í námunda við fuglana. Helstu einkennin voru tárubólga en einn maður lést af völdum sýkingarinnar. Á síðastliðnum áratug hafa stöku tilkynningar um inflúensu A(H9N2) borist frá Hong Kong en þessi stofn er talinn landlægur í öndum á þeim slóðum. Ekki er vitað hvort allar veirur sem valda sýkingum í dýrum geti tekið breytingum og borist milli manna sem er forsenda fyrir nýjum heimsfaraldri. Síðastliðinnáratugjókstmjögviðbúnaðurgegnheimsfaraldri inflúensu en langur tími var liðinn frá heimsfaraldrinum 1968. Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunin (WHO) gaf út sína fyrstu viðbúnaðaráætlun gegn heimsfaraldri inflúensu árið 1999 og hvatti þjóðir heims til að hefja gerð viðbúnaðaráætlunar. Síðastliðin ár hefur sóttvarnalæknir lagt mikla vinnu í gerð viðbragðsáætlunar gegn heimsfaraldri inflúensu í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Viðbragðsáætlunin sem er þverfagleg er umfangsmesta áætlun sem hefur verið gerð hér á landi. Hún tekur á því hvernig halda skuli sam- félaginu gangandi í alvarlegum faraldri auk þess sem fjallað er um starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og hugsað fyrir nauðsynlegu birgðahaldi. Fyrsta viðbúnaðaráætlunin var gefin út 2008 en hafa skal í huga að áætlunin þarf að vera í stöðugri endurskoðun og þegar er komin þörf á uppfærslu hennar hérlendis. Fyrstu tilkynningar um svínainflúensu A(H1N1) 2009 í mönnum í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Mexíkó bárust í Apríl 2009 og greint var frá alvarlegum faraldri í Mexíkó með háu dánarhlutfalli í áður frísku ungu fólki. Þann 27. apríl 2009 hækkaði Alþjóðaheilbrigðistofnunin viðbúnaðarstig gegn heimsfaraldri inflúensu frá þriðja á fjórða stig og tveimur dögum síðar frá fjórða á fimmta stig. Viðbúnaðarstigin eru sex talsins og þegar sjötta stigi er lýst yfir er heimsfaraldur skollinn á. Samtímis hvatti Alþjóðaheilbrigðistofnunin þjóðir heims til að virkja viðbúnaðaráætlanir sínar gegn heimsfaraldri inflúensu og vera vakandi gagnvart óvæntum hópsýkingum inflúensulíkra einkenna og/eða alvarlegrar lungnabólgu. Eftir að viðbúnarðarstig var hækkað, hófst undirbúnings- vinna svo auka mætti vöktun á inflúensu. Inflúensa var gerð tilkynningarskyld og komið var á rafrænum sjálfvirkum til- kynningum á tilfellum inflúensu. Tilkynningarnar voru byggðar á stöðluðum sjúkdómsgreiningum inflúensu sem skráðar voru í Sögu sjúkraskrá. Þegar inflúensugreining var skráð á sjúkling barst sóttvarnalækni staðlaðar grunn- upplýsingar innan sólarhrings eftir að læknir staðfesti sam- skiptin. Það var því hægt að fylgjast með aldri, kyni og búsetu allra sem greindust með inflúensulík einkenni í rauntíma. Upplýsingar um staðfest tilfelli bárust frá rannsóknastofu í veirufræði á Landspítala. í maí og júni bárust fáar tilkynningar um inflúensulík einkenni en um miðjan júlí fór þeim nokkuð fjölgandi. Mest var þó aukningin í október þegar hlutfall grunnskólabarna jókst mikið, en í ágúst og september voru flestir þeirra sem veiktust á aldrinum 15-29 ára. í nóvember fór tilfellum fækkandi aftur og í desember bárust fáar tilkynningar um tilfelli inflúensulíkra einkenna. Fyrsta staðfesta tilfelli inflúensu A(H1N1) 2009 hérlendis greindist um miðjan maí. I júní var sýkingin staðfest hjá þremur en um miðjan júlí fór tilfellum fjölgandi. Um miðjan ágúst var ljóst að inflúensusmitið var viðvarandi í samfélaginu svo sóttvarnalæknir mæltist til að dregið yrði úr sýnatöku. Sýni skyldi nú einungis taka við alvarleg veikindi eða hjá fólki með undirliggjandi áhættuþætti. í kjölfar þessara tilmæla dró úr sýnatöku og fjölda tilfella með staðfesta inflúensu A(H1N1) 2009 en jókst aftur verulega þegar tilkynningum um inflúensulík einkenni fjölgaði í október. Samtímis hækkaði hlutfall jákvæðra sýna sem send voru í öndunarfæragreiningu á rannsóknarstofuna í veirufræði. Tveir sjúklingar létust af völdum staðfestrar inflúensu A(H1N1) 2009, en ekki varð vart við almenna aukningu á dauðsföllum á seinni hluta ársins 2009. Um 180 manns voru lagðir inn á sjúkrahús vegna staðfestrar inflúensu eða inflúensulíkra einkenna og þar af lágu 16 manns á gjörgæslu. Sóttvarnalæknir fór í víðtækar aðgerðir í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Gefin voru út vegg- spjöld og bæklingar fyrir almenning með leiðbeiningum um hvernig mætti forðast smit, heimasíðan www.influensa.is var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.