Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 72

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 72
Ekkert slegið af þrátt fyrir kreppu. Síðustu tvö ár hefur Félag læknanema (FL) verið rekið án aðalstyrktaraðila og því hefur þurft endurskipulagningu á fjárútlátum félagsins. Nú má segja að ákveðnu jafnvægi hafi aftur verið náð. Allar nefndir hafa unnið hart að því að lækka kostnað við viðburði og leita styrkja. Sú vinna hefur skilað gríðarlegum árangri og gert okkur kleift að halda uppi kröftugu félagslífi. Fulltrúaráð hefur haldið utan um fjölda vísindaferða auk Stelpu-/strákakvölds. Ein nýjung þetta árið eru Pub-quiz kvöld sem fyllt hafa einstaka auða föstudaga. Nýnemaferð var farinn í upphafi skólaársins og hópurinn hristur saman fyrir átökin. Nýnemarnir voru síðan kynntir fyrir eldri nemum á vel sóttri Spíritusvigslu. Jólaglögg læknanema var haldið í desember sem lokahnútur haustannarinnar. Iþróttaviðburðir voru hefð- bundnir með snóker- og fótboltamótum. Læknaleikarnir, þar sem keppt er í fjölda jaðariþrótta, voru síðan haldnir í apríl. Frœðsla á vegum félagsins. Kennslu-ogfræðslumálanefndhefurhaldiðfjöldafræðslu-atburða þetta skólaárið. Hjartahlustunarkennsla var haldin í samstarfi við Vistor í október og fræðslufundur um svína-flensufaraldurinn í samstarfi við GSK í nóvember. A vorönninni hefur verið málþing um sérfræðinám. Þar voru helstu valmöguleikar kynntir og gaf það læknanemum vonandi hug-mynd um hvert þeir munu vilja leita menntunar og reynslu í framtíðinni. Læknanemadagurinn, styrktur af Actavis, var haldinn í mars undir yfirskriftinni „Hreyfing og næring“. Þar var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra um aðkomu lækna að þessu stóra málefni. Ástráður hélt uppteknum hætti þetta árið með kynfræðslu framhalds- og grunnskólanema um land allt. Sumarið fyrir skólaárið fór mikil endurskipulagning fram á framkæmd fræðslustarfsins, ásamt því að nýr og glæsilegur fyrirlestur var búinn til. Ástráður fagnaði síðan 10 ára starfsafmæli sínu sumardaginn fyrsta, 22.apríl. Norrœnt samstarf Alþjóðanefnd FL hélt í haust hina víðfrægu FINO ráðstefnu að Úlfljótsvatni. 65 norrænir læknanemar sóttu ráðstefnuna þar sem þemað var Blátt Gull, þ.e. baráttuna um hreint vatn. Á sama tíma hittust formenn norrænu læknanemafélaganna í Reykjavík. Þar var rætt um möguleika læknanema á að taka kandidatsárið utan námslands auk þess sem fulltrúar deildu reynslu sinni af niðurskurðartímum. Glœsileg árshátið. Árshátíð FL var haldin á Hótel Sögu þann 13.mars síðastliðinn. Óhætt er að segja að árshátíðin hafi verið hin glæsijegasta og heppnast vel í alla staði. Skemmtiatriði áranna og sprell ó.árs nema undir borðhaldinu héldu athygli fólks á milli þess sem verðlaun voru veitt. Að venju lauk kvöldinu síðan með nokkrum danssporum en plötusnúður kvöldsins hélt uppi stemmningunni fram á nótt. Þrenn verðlaun voru veitt þetta árið. Unglæknaverðlaun, heiðursverðlaun og kennsluverðlaun. Guðný Stella Guðna- dóttir deildarlæknir á LSH hlaut unglæknaverðlaun. Hefur hún verið mjög virk í kennslu á deildum og vöktum auk þess að hafa haldið utan um stutt ACSL námskeið fyrir 5.árs nema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.