Læknaneminn - 01.04.2010, Side 74

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 74
fyrir ítrekuð boð félagsins um slíkt. Ljóst er nú að skilningur heilbrigðisráðuneytisins á ráðningafyrirkomulaginu var rangur. FL gerir ráð fyrir að orðalag ráðningarreglnanna ráði þar einhverju um, en það er á margan hátt meingallað og stagbætt auk þess sem sumar greinar reglnanna eru hreinlega úreltar og hafa ekki verið virkar um árabil. Fulltrúar FL fengu síðan loksins 19.apríl 2010 að koma því á framfæri við heil- brigðisráðuneytið hvernig ráðningakerfið virkar í raun og veru. Heilbrigðisráðuney tið hefur áréttað að heilbrigðisstofnunum sé óheimilt að framselja ráðningarvald til Félags læknanema**. Það hefur þó alltaf verið ljóst af hálfu Félags læknanema að félagið hefur ekkert ráðningarvald. Heilbrigðisráðuneytið telur þó ekkert mæla gegn því að heilbrigðisstofnanir leiti aðstoðar Félags læknanema við að annast afmarkaða þætti við undir- búning ráðningar starfsmanna**. Sú staða sem upp er komin krefst þess samt að hafinn verði vinna við endurskoðun ráðningarreglnanna. Landlæknir hefur óskað eftir aðkomu að þeirri vinnu. Stefnan er sett á að nýtt fyrirkomulag muni þjóna læknanemum og stöðuveitendum jafn vel og það fyrra. Óþarfi er því að örvænta enn sem komið er. Barátta um hvern bita. Við lifum nú á niðurskurðartímum og ekki er séð fyrir endann á niðurskurðinum hvorki í Háskólanum né á LSH. Félag læknanema hefur unnið að hugmyndum um hvernig viðhalda megi gæðum kennslunnar á krepputímum og skilað fyrstu niðurstöðum til deildarráðs læknadeildar. Ljóst er að mikil vinna er framundan og mun FL taka höndum saman með öðrum nemendafélögum á heilbrigðisvísindasviði enda sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það átta sig allir á þeim sparnaði í ríkisútgjöldum sem þarf að fara fram en það er okkar verk að benda á að framtíð heilbrigðiskerfis með fáliðuðum og illa menntuðum starfsmönnum er ekki björt. Leggi allir sitt af mörkum má koma í veg fyrir slíka framtíð. Að lokum vil ég þakka þeim stóra hópi sem komið hefur að starfi félagsins þetta frábæra starfsár. Dagur Ingi Jónsson Formaður Félags lceknanema *Samkvœmt skilningi undirritaðs á áliti Umboðsmanns Alþingis (mál nr. 5858/2009). **Samkvœmt bréfi Heilbrigðisráðuneytisins tilforstöðu-manna heilbrigðisstofnanna dagsett 21.april 2010 (HBR09060037/ 07.20.00). Bréfið er birt i heild sinni hér að neðan. Berist til forstöðumanna heilbrigðisstofnana Reykjavík 21. apríl 2010 Tilv.: HBR09060037/07.20.00 í framhaldi af bréfi ráðuneytisins, dags. 13. apríl sl., vegna ráð- ningar læknanema vill ráðuneytið koma eftirfarandi skýringum á framfæri: Almennt ber að auglýsa laus störf hjá hinu opinbera, þó er ekki skylt að auglýsa störf við afleysingar enda sé henni ekki ætlað að standa lengur en í 12 mánuði samfellt. Sé laust sumarstarf ekki auglýst telst ákvörðun um ráðningu í starfið engu að síður stjórnvaldsákvörðun og ber að fylgja málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. Forstjórum heilbrigðisstofnana ber að meta þær umsóknir sem berast sjálfstætt og taka ákvarðanir um ráðningu starfsmanna stofnunarinnnar. Þeim er óheimilt að framselja þetta vald til Félags læknanema eða annarra aðila utan stofnananna. Ekkert mælir þó gegn því að heilbrigðisstofnanir leiti aðstoðar Félags læknanema til að annast afmarkaða þætti við undirbúning að ráðningu starfsmanna. Heilbrigðisstofnun þarf að leggja mat á þær umsóknir sem berast og velja til starfans þann umsækjanda sem hæfastur verður talinn. Forstjóri heilbrigðisstofnunar ber ábyrgð á þessu mati og að jafnræðis sé gætt við réðningu. Þegar ákvörðun hefur verið tekin ber að tilkynna umsækjendum um niðurstöðu og benda þeim á rétt til rökstuðnings. Að lokum vill ráðuneytið leggja áherslu á að ákvörðun um ráðningu læknanema sé byggð á heildstæðu mati heilbrigðis- stofnunar á þeim umsóknum sem berast og að umsækjendum sé ekki mismunað eftir því hvort þær berast fyrir milligöngu Félags læknanema eða beint frá umsækjanda. Fyrir hönd réöherra Guðríður Þorsteinsdóttir Ásiaug Einarsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.