Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 78

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 78
 WRMABOLGUSJÚKDÚMAR Inngangur Þarmabólgusjúkdómar (Inflammaatory Bowel diseases) eru samheiti yfir annarsvegar sáraristilbólgu (UC) og hinsvegar Crohn's sjúkdóm (CD). Þó að Crohn's sjúkdómur geti komið hvar sem er í þarminum þá er hann algengastur á mótum ileum og ristils (ileocecal svæði). Sáraristilbólga er hinsvegar bundin við ristilinn. Líklegast valda margir þættir þessum sjúkdómum. Erfðafræðilegir þættir skipta máli en ójafnvægi í ónæmiskerfi þarma (immune dysregulation) ásamt óþoli gegn hefðbundnum þarmabakteríum (gut flora) eru mjög mikilvægir þættir í meingerð þeirra. Umhverfisþættir sem enn eru óþekktir eru nauðsynlegir til að sjúkdómsmynd eða sviðgerð (phenotype) sjúkdómakomi fram. Fyrir utan brottnám alls ristils í sáraristilbólgu finnst enn ekki lækning við þessum sjúkdómum. Nútímaleg lyfjameðferð er hinsvegar árangursrík í að innleiða og viðhalda sjúkdómshléi. Með betri skilningi á orsök og meingerð hafa á síðustu árum opnast nýir meðferðamöguleikar sérstaklega í erfiðari tilfellum. Þetta eru oft erfiðir og flóknir sjúkdómar í greiningu og meðferð og langvinnt sérhæft eftirlit er nauðsynlegt til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra. Tíðni Tíðni þarmabólgusjúkdóma hefur aukist allstaðar í heiminum síðustu áratugi. Það er enn talsverður landfræðilegur munur á tíðninni en í Bandaríkjunum og Evrópu er nýgengið um 8 til 14/100 þúsund fyrir sáraristilbólgu og 6 til 10/100 þúsund fyrir Crohn's sjúkdóm en tíðnin er mun lægri til dæmis í Afriku og Asíu þótt hún sé greinilega að aukast þar. Á íslandi eru til tölur fyrir 1990 - 1994 og var nýgengið þá fyrir sáraristilbólgu 16/100 þúsund en lægra fyrir Crohn's sjúkdóm eða 6/100 þúsund. Mynd 1a Sigurður Björnsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum hefur fylgst með tíðninni hér á Islandi sem hefur verið að aukast fram á þennan dag en ekki eru komnar tölur fyrir seinni tímabil. Nú er nýhafin rannsókn (Epicom) á nýgengi þessara sjúkdóma í Vestur- Evrópu (þ.m.t. Islandi) og svo í Austur- Evrópu þar sem þessir sjúkdómar hafa verið sjaldgæfari. Fyrir utan að skoða nýgengistölur • þá er verið að leita að umhverfisþáttum sem geti skýrt þennan mun í tíðni. í dag eru líklega um 1200 sjúklingar með þarmabólgu á Islandi. Mynd 1b Meingerð Orsök þessara sjúkdóma er enn óþekkt. Þekking okkar hefur hins vegar aukist mikið á síðastliðnum 20 árum samhliða rannsóknum í ónæmisfræði og ekki síst fyrir tilstilli ýmissa músamódela (Knock-out-mice) þar sem hægt er að „klippa út“ ákveðna þætti ónæmiskerfisins með erfðafræðilegum aðferðum. Þetta eru fjölgenasjúkdómar en umhverfisþættir virðast hafa veruleg áhrif á hvort arfgerð þeirra kemur fram í svipgerð einstaklingsins. I músatilraunum er alveg ljóst að þessir sjúkdómar koma ekki fram ef þarmur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.