Læknaneminn - 01.04.2010, Side 79

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 79
er dauðhreinsaður af bakteríum. Þarmaflóran er því mikilvægur þáttur í meingerðinni en nákvæmlega hvernig vitum við ekki enn. Algeng viðurkennd kenning um orsök þessara sjúkdóma er að í einstaklingi með ákveðna óeðlilega arfgerð þá orsaki bæði utanaðkomandi þættir (þarmabakteríur) og hýsilþættir (epithelvörn, ósértæka og sértæka ónæmiskerfið) langvinna stjórnlausa ónæmissvörun (immune dysregulation) í slímhúð þarma. Þótt slík viðbrögð séu eðlileg til dæmis við þarmasýkingar þá á slík svörun að stöðvast þegar ákveðið þol hefur myndast svo að slímhúðin geti jafnað sig. Af einhverri ástæðu gerist þetta ekki í sjúklingum með þarmabólgusjúkdóma. Ósértæka ónæmiskerfið (innate) virðist bregðast hlutverki sínu í þarmabólgusjúkdómum með eiginlegri vanvirkni. Þannig virðast ýmsir mótefnisvakar komast í nána snertingu við aðra þætti ónæmiskerfisins og ræsing verður á sértæka ónæmiskerfinu sem þá bregst við á kröftugan hátt með eiginlegri ofvirkni (mynd la). Sértæka ónæmiskerfið er rekið í gegnum virkjaðar CD4+ T frumur en þrjár megingerðir slíkra sjást í ristilbólgu manna, þ.e. THl og TH17 aðallega í Crohn's sjúkdómi og TH2 í sem er aðallega í sáraristilbólgu. Virkjaðar CD4+ T frumur losa síðan út ýmis boðefni (cytokinin, chemokinin) en þau ræsa svo og virkja enn aðrar frumur og frumuhluta, s.s. eitilfrumur, átfrumur og fjölkjarna hvít blóðkorn sem m.a koma til slímhúðar í gegnum æðakerfið og eru dregnar inn í bólguna þar sem bólgan er byrjuð. Slímhúðin er núna orðin pökkuð af ýmsum bólgufrumum sem aftur gefa frá sér ýmis boðefni eins og t.d. TNF-alfa sem enn auka á bólguna og áverkann á slímhúðina og sár myndast sem svo gefa einkenni þessara sjúkdóma. A mynd lb er sýnt hvað er líklegast að gerist við virkjun sértæka ónæmiskerfisins í þarmabólgu og ekkert virðist megna að stöðva þessi ofsalegu viðbrögð nema til komi lyf sem hemja þessa bólgusvörun. Hér er aðeins stiklað á stóru um meingerð þessara sjúkdóma og er bent á tvær nýlegar ágætar yfirlitsgreinar um meingerð þessara sjúkdóma12. Meinafrœði Það er oft erfitt að greina á milli sáraristilbólgu og Crohn's sjúkdóms, til dæmis í ristli. Bólgubreytingarnar eru svipaðar ef eingöngu er hægt að skoða vefjasýni frá holsjárspeglun. Ef hinsvegar við höfum alla veggþykktina þá sést að í Crohn's sjúkdómi er allur veggur bólginn (transmural) en í sáraristilbólgu er bara slímhúðin bólgin. Sáraristilbólga Bólgan er bundin við slímhúð og byrjar nánast alltaf neðst við mót endaþarms og endaþarmsops. Bólgan getur svo teygst upp ristil mislangt og stundum er allur ristill bólginn. • 40 - 50% eru með bólgu bundna við endaþarm og sigma hluta ristils. • 30 - 40% hafa bólgu upp fyrir sigma hluta en ekki allan ristil bólginn. • 20% hafa allan ristil bólginn. Bólgan er samfelld en stundum misslæm og með holsjárspeglun er hægt að ákveða hversu langt bólgan nær upp og stiga bólguna: • Væg : Rauð slímhúð, fínkornótt eins og sandpappír. • í meðallagi: Upphafin æðateikning, slimhúð er viðkvæm og blæðir við snertingu. Sár. Svæsin: Holrúm þrengt af bólgu, djúp sár og blæðir sjálfkrafa án snertingar. Mynd 2 A mynd 2 má sjá dæmi um svæsna sáraristilbólgu við holsjárspeglun. Við smásjárskoðun er bólgan í slímhúðarlagi og undirslímhúð (submucosa). íferð eitilfruma, plasmafrumaogfjölkjarnahvítblóðkorna. Til marks um langvinna bólgu (en ekki í bráðabólgu) þá sjást breytingar á kirtiluppbyggingu og þeir verða stuttir og margklofnir og er nauðsynlegt að sjá slíkar arkitektúrbreytingar til þess að hægt sé að kalla þetta langvinna bólgu. Við áframhaldandi og svæsna bólgu getur ristilveggur þynnst út og hann rofnað og er þá komin lífhimnubólga og mjög alvarleg veikindi fylgja því. Crohn's sjúkdómur Getur fundist hvar sem er í þarmi, allt frá munni niður í endaþarmsop. Oftast finnst hann á mótum smáþarms og ristils en endaþarmur er oft án sjúkdóms, jafnvel í verulegri Crohn's ristilbólgu (rectal sparing). Öfugt við sáraristilbólgu þá er bólgan í Crohn's sjúkdómi venjulega ekki samfelld heldur svæðisbundin (regional enteritis). Hjá um 33% sjúklinga með Crohn's ristilbólgu sjást breytingar umhverfis endaþarmsopið eins og fistlar, afrifur og graftarkýli. í Crohn's sjúkdómi er allur þarmaveggur bólginn (transmural) og bólgan getur einnig verið utan á þarmi eins og i fituvef (mesenterium). Við holsjárspeglun geta sést smásár eða apthous sár, grunn sár og loks djúp sár (sjá mynd 3) sem oft tengjast og mynda langsár sem ná oft nokkurra cm lengd. Inn á milli sára er svo oft nánast eðlileg þarmaslímhúð. Með langvinnri bólgu fylgir fyrr eða síðar bandvefur eða örvefur sem smám saman stuðlar að þrengslum, bæði í smáþarmi og ristli. Við smásjárskoðun sést blönduð bráð og langvinn bólga og í 10 - 20% tilfella má sjá granuloma sem eru sérkennandi fyrir Crohn's sjúkdóm. Klínísk einkenni Þótt einkenni beggja þessara sjúkdóma geti verið mjög svipuð þá er megineinkenni sáraristilbólgu blóðugur niðurgangur en í Crohn's sjúkdómi kviðverkir með hægðabreytingum. Sáraristilbólga Einkennin eru niðurgangur oftast með blóði og áberandi slími, síendurtekin og oft bráð hægðaþörf (tenesmus) og venjulega vægir krampaverkir fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.