Læknaneminn - 01.04.2010, Side 86

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 86
Sjúkrasaga Tuttugu og tveggja ára gamalli konu, G3 Pl, var vísað í fósturhjartaómskoðun í kjölfar óeðlilegrar 20 vikna ómskoðunar sem hafði sýnt eitt lifandi fóstur með óreglulegan og hægan hjartslátt. Auk þessa greindi móðirin frá liðbólgum. Konan hafði verið hraust fram að þessu. Fyrstu meðgöngu hennar lauk með fósturláti á 12. viku meðgöngu. Arið 2002 fæddi hún heilbrigðan dreng eftir fulla meðgöngu. Gigtarsjúkdómar eru í föðurfjölskyldunni og þjáist föður- systir hennar af alvarlegum rauðum úlfum (Systemic Lupus Erythematosus (SLE)) og tveir föðurbræður hennar þjást af sama sjúkdómi. Greining, meðferð og gangur I kjölfar 20 vikna ómskoðunar voru tekin blóðsýni hjá konunni með tilliti til gigtarsjúkdóma. Niðurstöður blóðrannsókna sýndu fram á jákvæðan rheumaton, jákvæðni fyrir ANA (anti- nuclear antibody) og ENA (extractable nuclear antigens) og hækkun á SSA/Ro og SSB/La mótefnum. Við fósturhjartaómskoðun kom í ljós ósamræmi milli hraða gátta og slegla, þ.e. AV blokk. Þetta var ófullkomið þar sem stundum var 1:1 leiðni milli gátta og slegla en stundum var algjört blokk, þ.e. gáttir sem slógu á 120-140 slög/mínútu en sleglar á um 65 slög/minútu. Bygging og virkni hjartans var hins vegar eðlileg. Greiningin var því intermittent eða ófuUkomið þriðju gráðu blokk hjá fóstrinu (total AV blokk, CAVB). Vegna hjartablokks hjá fóstrinu var ákveðið að senda blóðsýni til Þýskalands (Pharmacia Diagnostics) til frekari undirflokkagreiningar á ENA mótefnunum. I ljós kom jákvæðni fyrir SSA/Ro52 og SSA/R06O mótefnum. SSA/Ro52 mótefni af IgG gerð hjá móður geta farið yfir fylgju og valdið hjartablokki hjá fóstrum mæðra sem eru jákvæðar og var talið líklegt að raunin væri sú í þessu tilfelli. I ljósi niðurstaðna úr blóðrannsóknum og rannsókna á fóstri var móðirin send til gigtarlæknis enda sterkur grunur um að móðirin kynni að þjást af SLE. Samkvæmt nótu gigtarlæknisins fann móðirin fyrir bjúg á báðum ganglimum neðan við hné og fram á táberg, húðútbrotum og samfelldum roða í húð auk hárloss um miðbik annarrar meðgöngu. Auk þessara einkenna hafði hún fundið fyrir viðkvæmni fyrir sól, sem lýsti sér með útbrotum á húð á bringu og handleggjum en ekki í andliti. Þar sem hjartablokkið hjá fóstrinu var ófullkomið á þessu stigi málsins var ákveðið að setja móðurina á dexametason 4mg/dag og kanna hvort AV blokkið gengi til baka. A 22. viku meðgöngu fór aftur fram fósturhjartaómskoðun og blóðpróf tekin. Sýndi hjartaómunin fullkomið AV blokk með sleglaslaghraða 58 slög/mínútu. Annars eðlileg skoðun á hjarta. Móðir greindi frá liðbólgum í ökkla og rauðleitum húðbreytingum. Steraskammtur var aukinn úr 4mg/dag í 8mg/dag. Gildi Viðmiðunargildi Rheumaton Jákvætt Neikvætt ENA 6,89 <1,4 Anti-SSA 4,40 <1,4 Anti-SSB 1,25 <1,4 Á 28. viku meðgöngu voru fengnar ráðleggingar frá erlendum sérfræðingi í neonatal lupus heilkenni auk þess sem teknar voru nýjar blóðprufur: Gildi Viðmiðunargildi Rheumaton Jákvætt Neikvætt ENA 6,3 <1,4 Anti-SSA 3,8 <1,4 ANA >1/300 <1,4 Á 30. viku meðgöngu var dexametason-gjöf hætt samkvæmt ráðleggingum áðurnefnds sérfræðings þar sem fullkomið AV blokk hafði þróast. Móðirin var sett á stera sem komast ekki yfir fylgjuna, prednisolon 15mg/dag. Þegar móðirin var gengin 39 vikur og 1 dag var gerður valkeisaraskurður og fæddist sprækur drengur. EKG staðfesti fullkomið AV blokk en sýndi frekar granna QRS complexa. Hjartaómun var eðlileg ef frá er talið fullkomið AV blokk og sýndi hún fram á sleglaslaghraða um 60 slög/minútu og stækkun á hjartahólfum sem samrýmdist auknu slagrými. Barnið fór á vökudeild og þar fór sleglahraði niður fyrir 55 slög/mínútu. Þar með var komin ábending fyrir ísetningu á hjartagangráði. Gerð var aðgerð á drengnum þegar hann var viku gamall og settur inn eins hólfs epicardial gangráður og gekk aðgerðin vel. Umrœða Einstaklingar með SLE framleiða ýmis sjálfsmótefni og þeirra á meðal eru ENA mótefnin, sem finnast hvað oftast hækkuð hjá einstaklingum með SLE og Sjögren's heilkenni. Undirgerðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.