Læknaneminn - 01.04.2010, Side 91

Læknaneminn - 01.04.2010, Side 91
afdrif sjúklinga. Niðurstöður Á þessu 9 ára tímabili greindust 148 tilfelli í 143 sjúklingum. Þar af sýktust 4 sjúklingar oftar en einu sinni. Karlar voru 55% en konur 45%. Af alls 13 börnum (< 16 ára) (9%) voru 10 fyrirburar (77%). Meðalaldur barna var 2,2 ± 5,2 ár en fullorðinna 59,9 ± 17,7 ár. Nýgengi fyrri hluta tímabilsins var 5,07 sýkingar á hverja 100.000 ibúa é ári en á seinni hlut- anum hafði nýgengið hækkað upp í 6,09 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Alls fengu 91% sjúklinga sýkingu sína á sjúkrahúsum. Ríflega þriðjungur allra sjúklinga (37%) lágu á gjörgæslu, 32% á handlækningadeildum, 22% á lyflækningadeildum og 10% á barnadeild. Algengustu áhættuþættirnir voru notkun sýklalyfja (86%), notkun æðaleggja (77%) og lega á gjörgæslu (62%). Samtals voru 97% allra tilfella af völdum fimm tegunda gersveppa. Þær voru C. albicans (57%), C. gla- brata (15%), C. tropicalis (15%), C. dubiiniensis (6%) og C. parapsilosis (4%). Hjartaþelsbólgu fengu 4 sjúklingar (3%) og 9 (6%) fengu dreifða sýkingu til kviðarholslíffæra. Flestir fengu meðferð með flúkonazóli (59%) en þar á eftir kom meðferð með amfóterisíni B (14%). Meðal APACHE-II skorfullorðinna sem létust innan 30 daga var 24,3 ± 7,1 en þeirra sem lifðu af þann tíma var 18,4 ± 6,4. Alls létust 45 sjúklingar (30%) innan 30 daga fré greiningu en í heildina létust 56 sjúklingar (38%) i sjúkrahúslegu. Ályktanir Samkvæmt þessum niðurstöðum eru tilfelli af ífarandi sveppasýkingum enn að aukast og er tíðni dauðsfalla enn mjög há. Niðurstöðum hér á landi svipar að miklu leyti til erlendra. C. alblcans er hér algengasta tegundin og í meðferð er mest notað flúkonazól. APACHE- 11 skor virðist einnig spá vel fyrir um horfur sjúklinga. Lykilorð Afturvirk rannsókn, Candida, faraldsfræði, ifarandi sveppasýkingar, Island Nýgengi og horfur sjúklinga sem greinst hafa með lystarstol á geðdeildum á (slandi 1983-2008. Anna Sigurðardóttir', læknanemi; Siguröur Páll Pálsson2, geðlæknir; Guðlaug Þorsteinsdóttir2, geðlæknir. ILæknadeild Háskóla Islands, 2Landspítali- háskólasjúkrahús. Tilgangur Lítið er vitað um nýgengi lystarstols á íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga ný- gengi, sjúkdómsmynd og lifun sjúklinga með lystarstol sem lögðust inn á geðdeildir á íslandi 1983-2008. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftursæ. Skoðaðar voru 140 sjúkraskrár og lokaúrtak var 84 einstaklingar með staðfest lystarstol. Niðurstöður Meðalaldur við fyrstu innlögn var 18,7 ár (aldursbil 11-46 ára). Nýgengi innlagna á fyrra tímabili (1983-1995) var 1,43 á hverja 100.000 íbúa á ári, 11-46 ára, en á seinna tímabili (1996-2008) 2,91. Aukningin var marktæk (RR=2,03 95% Cl 1,28-3,22) og má rekja til aukins nýgengis innlagna á barna- og unglingageðdeild (BUGL). Dánartíðni lystarstols kvenna var 2 af 79 og staðlað dánarhlutfall 6,25. Meðallengd fyrstu innlagnar var 97 dagar, 71,7 dagar á fullorðinsgeðdeildum og 129,7 dagar á BUGL. Á öllu rannsóknartímabilinu lagðist 51 (60,7%) einstaklingur inn einu sinni. Einn sjúklingur var nauðungarvistaður í fyrstu innlögn en alls tíu (23%) af 44 einstaklingum á fullorðinsgeðdeild voru nauðungarvistaðir é öllu tímabilinu. Likamsþyngdarstuðull jókst að meðaltali frá innlögn til útskriftar úr 15,3 í 17,5 kg/m2. Marktæk fylgni var á milli sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna og nauðungarvistana á geðdeild vegna lystarstols. Ályktanir Aukning var á nýgengi innlagna é tímabilinu. Hugsanlega endurspeglar það aukið nýgengi lystarstols i samfélaginu. Dánartíðni var lægri en búist varvið. Pneumókokkar, Haemophilus influenzae og Streptococcus pyogenes í nefkoki leikskólabarna, faraldsfræði og tengsl við sýklalyfjanotkun Árni Sæmundsson', Helga Erlendsdóttir1'3, Ásgeir Haraldssonu, Karl G. Kristinsson1'3, Þórólfur Guðnason1-4 ’Læknadeild Háskóla Islands 2Barnaspitali Hringsins !Sýklafræðideild Landspítalans 4Landlæknisembættið, sóttvarnarsvið. Inngangur Á undanförnum árum hefur orðið mikil fjölgun á ónæmum pneumókokkum i innsendum sýnum frá sjúklingum á Sýklafræðideild Landspítalans. Miklu máli skiptir að vita hvort það endurspeglast i sýklalyfjaónæmi baktería í nefkoki heilbrigðra barna á leikskólaaldri. Markmið rannsóknarinnar var að meta sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi S. pneumoniae, H. influenzae og S. pyogenes í nefkoki leikskólabarna og kanna möguleg tengsl þar á milli, einnig tengsl við veikindi undanfarna mánuði og bera saman við fyrri rannsóknir. Jafnframt að fá vitneskju um hjúpgerðir pneumókokka, sem börn á leikskólaaldri bera. Efniviður og aðferðir Nefkokssýni voru tekin úr heilbrigðum leikskólabörnum é 15 leikskólum á höfuð- borgarsvæðinu á vormánuðum 2009. Leikskólarnir voru valdir þannig að þeir endurspegluðu heildarþýði barna é höfuð- borgarsvæðinu. Upplýst samþykki var fengið frá foreldrum sem svöruðu jafnframt spurn- ingalista er varðaði sýklalyfjanotkun barnanna, veikindi ofl.. Leitað var að pneumókokkum, S. pyogenes og H. influenzae og gerð næmispróf (samkvæmt aðferð og skilmerkjum CLSI, USA), en aðeins þ-laktamasa próf gert á H. influenzae. Þá voru allir pneumókokkar hjúpgreindir með Latex kekkjunarprófi. Niðurstöður Alls tóku 516 börn þátt í rannsókninni á aldrinum 1,2-6,3 ára. Meðalaldur var 4,1 ár. Berahlutfall pneumókokka var 72,1% (372/516), þar af voru 13,9% (56/403) með minnkað penisillín-næmi (PNSP), en enginn ónæmur (PÓP) (MIC>1,0jjg/ml). Berahlutfall PNSP pneumókokka var mun meira í yngri börnum en þeim eldri. Berahlutfall S. pyo- genes var 9,9% (51/516), þar af voru 3 ónæmir fyrir erýtrómýsíni og 11 fyrir tetracýklíni. Berahlutfall Haemopilus sp. var 85,1% (439/516), þar af voru 18% (79/439) p-laktamasa já- kvæðir. Algengasta hjúpgerð pneumókokka hjá 398 tiltækum stofnunumvar6B(69 stofnar), alls hafa fundist 21 mismunandi hjúpgerð og einnig hjúplausir pneumókokkar. Alls voru 22 börn á sýklalyfjum við sýna- tökuna, 54 sl. 30 daga og 32 börn fengu sýklalyf þrisvar eða oftar sl. 6 mánuði. Ályktanir Ónæmishlutfall pneumókokka var hétt miðað við fyrri berarannsóknir. Hins vegar var ónæmi talsvert minna en í innsendum sýnum á Sýklafræðideildina. Hjúpgerð 19F var algengasta hjúpgerð (PNSP), 29 af 33 stofnum (88%). Ónæmi fyrir >1 sýklalyfi var algengt hjá ónæmum stofnum. Þessi rannsókn gefur okkur nauðsynlegar upplýsingar fyrir mögulega gagnsemi bólusetninga, t.a.m voru 53% þeirra stofna sem fundust af hjúpgerð sem er að finna í sjögilda próteintengda bóluefninu og jafnmargir þeirra i þvi tí-gilda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.