Læknaneminn - 01.04.2010, Page 91
afdrif sjúklinga.
Niðurstöður
Á þessu 9 ára tímabili greindust 148 tilfelli í
143 sjúklingum. Þar af sýktust 4 sjúklingar
oftar en einu sinni. Karlar voru 55% en konur
45%. Af alls 13 börnum (< 16 ára) (9%) voru
10 fyrirburar (77%). Meðalaldur barna var 2,2
± 5,2 ár en fullorðinna 59,9 ± 17,7 ár. Nýgengi
fyrri hluta tímabilsins var 5,07 sýkingar á
hverja 100.000 ibúa é ári en á seinni hlut-
anum hafði nýgengið hækkað upp í 6,09
tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Alls fengu
91% sjúklinga sýkingu sína á sjúkrahúsum.
Ríflega þriðjungur allra sjúklinga (37%) lágu á
gjörgæslu, 32% á handlækningadeildum, 22%
á lyflækningadeildum og 10% á barnadeild.
Algengustu áhættuþættirnir voru notkun
sýklalyfja (86%), notkun æðaleggja (77%)
og lega á gjörgæslu (62%). Samtals voru
97% allra tilfella af völdum fimm tegunda
gersveppa. Þær voru C. albicans (57%), C. gla-
brata (15%), C. tropicalis (15%), C. dubiiniensis
(6%) og C. parapsilosis (4%). Hjartaþelsbólgu
fengu 4 sjúklingar (3%) og 9 (6%) fengu
dreifða sýkingu til kviðarholslíffæra. Flestir
fengu meðferð með flúkonazóli (59%) en þar
á eftir kom meðferð með amfóterisíni B (14%).
Meðal APACHE-II skorfullorðinna sem létust
innan 30 daga var 24,3 ± 7,1 en þeirra sem
lifðu af þann tíma var 18,4 ± 6,4. Alls létust 45
sjúklingar (30%) innan 30 daga fré greiningu
en í heildina létust 56 sjúklingar (38%) i
sjúkrahúslegu.
Ályktanir
Samkvæmt þessum niðurstöðum eru tilfelli
af ífarandi sveppasýkingum enn að aukast og
er tíðni dauðsfalla enn mjög há. Niðurstöðum
hér á landi svipar að miklu leyti til erlendra.
C. alblcans er hér algengasta tegundin og í
meðferð er mest notað flúkonazól. APACHE-
11 skor virðist einnig spá vel fyrir um horfur
sjúklinga.
Lykilorð
Afturvirk rannsókn, Candida, faraldsfræði,
ifarandi sveppasýkingar, Island
Nýgengi og horfur sjúklinga sem greinst
hafa með lystarstol á geðdeildum á (slandi
1983-2008.
Anna Sigurðardóttir', læknanemi; Siguröur
Páll Pálsson2, geðlæknir; Guðlaug
Þorsteinsdóttir2, geðlæknir.
ILæknadeild Háskóla Islands, 2Landspítali-
háskólasjúkrahús.
Tilgangur
Lítið er vitað um nýgengi lystarstols á íslandi.
Markmið rannsóknarinnar var að athuga ný-
gengi, sjúkdómsmynd og lifun sjúklinga með
lystarstol sem lögðust inn á geðdeildir á
íslandi 1983-2008.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftursæ.
Skoðaðar voru 140 sjúkraskrár og lokaúrtak
var 84 einstaklingar með staðfest lystarstol.
Niðurstöður
Meðalaldur við fyrstu innlögn var 18,7 ár
(aldursbil 11-46 ára). Nýgengi innlagna á
fyrra tímabili (1983-1995) var 1,43 á hverja
100.000 íbúa á ári, 11-46 ára, en á seinna
tímabili (1996-2008) 2,91. Aukningin var
marktæk (RR=2,03 95% Cl 1,28-3,22)
og má rekja til aukins nýgengis innlagna
á barna- og unglingageðdeild (BUGL).
Dánartíðni lystarstols kvenna var 2 af 79
og staðlað dánarhlutfall 6,25. Meðallengd
fyrstu innlagnar var 97 dagar, 71,7 dagar
á fullorðinsgeðdeildum og 129,7 dagar á
BUGL. Á öllu rannsóknartímabilinu lagðist
51 (60,7%) einstaklingur inn einu sinni. Einn
sjúklingur var nauðungarvistaður í fyrstu
innlögn en alls tíu (23%) af 44 einstaklingum
á fullorðinsgeðdeild voru nauðungarvistaðir é
öllu tímabilinu. Likamsþyngdarstuðull jókst að
meðaltali frá innlögn til útskriftar úr 15,3 í 17,5
kg/m2. Marktæk fylgni var á milli sjálfsskaða
og sjálfsvígstilrauna og nauðungarvistana á
geðdeild vegna lystarstols.
Ályktanir
Aukning var á nýgengi innlagna é tímabilinu.
Hugsanlega endurspeglar það aukið nýgengi
lystarstols i samfélaginu. Dánartíðni var lægri
en búist varvið.
Pneumókokkar, Haemophilus influenzae
og Streptococcus pyogenes í nefkoki
leikskólabarna, faraldsfræði og tengsl við
sýklalyfjanotkun
Árni Sæmundsson', Helga Erlendsdóttir1'3,
Ásgeir Haraldssonu, Karl G. Kristinsson1'3,
Þórólfur Guðnason1-4
’Læknadeild Háskóla Islands 2Barnaspitali
Hringsins !Sýklafræðideild Landspítalans
4Landlæknisembættið, sóttvarnarsvið.
Inngangur
Á undanförnum árum hefur orðið mikil fjölgun
á ónæmum pneumókokkum i innsendum
sýnum frá sjúklingum á Sýklafræðideild
Landspítalans. Miklu máli skiptir að vita hvort
það endurspeglast i sýklalyfjaónæmi baktería
í nefkoki heilbrigðra barna á leikskólaaldri.
Markmið rannsóknarinnar var að meta
sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi
S. pneumoniae, H. influenzae og S. pyogenes
í nefkoki leikskólabarna og kanna möguleg
tengsl þar á milli, einnig tengsl við veikindi
undanfarna mánuði og bera saman við
fyrri rannsóknir. Jafnframt að fá vitneskju
um hjúpgerðir pneumókokka, sem börn á
leikskólaaldri bera.
Efniviður og aðferðir
Nefkokssýni voru tekin úr heilbrigðum
leikskólabörnum é 15 leikskólum á höfuð-
borgarsvæðinu á vormánuðum 2009.
Leikskólarnir voru valdir þannig að þeir
endurspegluðu heildarþýði barna é höfuð-
borgarsvæðinu. Upplýst samþykki var fengið
frá foreldrum sem svöruðu jafnframt spurn-
ingalista er varðaði sýklalyfjanotkun barnanna,
veikindi ofl.. Leitað var að pneumókokkum, S.
pyogenes og H. influenzae og gerð næmispróf
(samkvæmt aðferð og skilmerkjum CLSI,
USA), en aðeins þ-laktamasa próf gert á
H. influenzae. Þá voru allir pneumókokkar
hjúpgreindir með Latex kekkjunarprófi.
Niðurstöður
Alls tóku 516 börn þátt í rannsókninni á
aldrinum 1,2-6,3 ára. Meðalaldur var 4,1
ár. Berahlutfall pneumókokka var 72,1%
(372/516), þar af voru 13,9% (56/403) með
minnkað penisillín-næmi (PNSP), en enginn
ónæmur (PÓP) (MIC>1,0jjg/ml). Berahlutfall
PNSP pneumókokka var mun meira í yngri
börnum en þeim eldri. Berahlutfall S. pyo-
genes var 9,9% (51/516), þar af voru 3 ónæmir
fyrir erýtrómýsíni og 11 fyrir tetracýklíni.
Berahlutfall Haemopilus sp. var 85,1% (439/516),
þar af voru 18% (79/439) p-laktamasa já-
kvæðir. Algengasta hjúpgerð pneumókokka
hjá 398 tiltækum stofnunumvar6B(69
stofnar), alls hafa fundist 21 mismunandi
hjúpgerð og einnig hjúplausir pneumókokkar.
Alls voru 22 börn á sýklalyfjum við sýna-
tökuna, 54 sl. 30 daga og 32 börn fengu
sýklalyf þrisvar eða oftar sl. 6 mánuði.
Ályktanir
Ónæmishlutfall pneumókokka var hétt
miðað við fyrri berarannsóknir. Hins vegar
var ónæmi talsvert minna en í innsendum
sýnum á Sýklafræðideildina. Hjúpgerð 19F
var algengasta hjúpgerð (PNSP), 29 af 33
stofnum (88%). Ónæmi fyrir >1 sýklalyfi
var algengt hjá ónæmum stofnum. Þessi
rannsókn gefur okkur nauðsynlegar
upplýsingar fyrir mögulega gagnsemi
bólusetninga, t.a.m voru 53% þeirra stofna
sem fundust af hjúpgerð sem er að finna
í sjögilda próteintengda bóluefninu og
jafnmargir þeirra i þvi tí-gilda.