Læknaneminn - 01.04.2010, Page 92
Áreiðanleiki sjálfvirkrar rúmmálsgreiningar
á svæðum í heila með segulómun og
klasatölvu
Ásdís Egilsdóttir1, Sigurður Sigurðsson2,
Ólafur Kjartansson2, Vilmundur Guðnason1'2
’Háskóli (slands, !Hjartavernd
Inngangur
I Öldrunarrannsókn Hjartaverndar hefur
verið þróaður hugbúnaður sem merkir og
rúmmálsgreinir sjálfvirkt einstaka vefi f heila
frá segulómmyndum með hjálp klasatölvu.
Með aðferðinni er hægt að mæla rúmmál
heila- og mænuvökva, hvítavefsbreytinga auk
gráa- og hvíta vefs heila (alls 38 svæðum,
m.a. blöðungum, botnkjörnum og litla heila.
Markmið rannsóknarinnar var að meta
áreiðanleika aðferðarinnar.
Efni og aðferðir
Átta einstaklingar voru valdir af handahófi
úr þýði Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.
Áreiðanleiki sjálfvirkrar rúmmálsgreiningar
á 38 svæðum í heila var mældur með því
að bera niðurstöður sjálfvirkrar merkingar
þessara svæða saman við handvirka
merkingu þeirra. Bæði sjálfvirka og handvirka
merkingin var gerð á segulómmyndum
einstaklinganna átta. Handvirka merkingin
var framkvæmd af einum aðila með aðstoð
hugbúnaðar sem gerir notandanum kleift að
merkja svæði heilans af segulómmyndum
með tölvupenna og tölvuteikniborði.
Endurtekningarhæfni notandans við hand-
virku merkinguna var metin með því að
endurtaka merkingu á ellefu sneiðum frá sjö
einstaklingum mánuði seinna. Niðurstöður
sjálfvirku- og handvirku merkinganna voru
bornar saman með þvf að reikna kappa Dice
líkindastuðul auk fylgnistuðuls fyrir hvert
þessara 38 svæða. Endurtekningarhæfni not-
andans var einnig metin með því að reikna
kappa Dice líkindastuðla fyrir svæðin 38.
Niðurstöður
Ekki var tölfræðilega marktækur munur á
rúmmáli svæðanna 38 eftir því hvort þau
voru merkt sjálfvirkt eða handvirkt (p=0,99).
Meðal kappa Dice líkindastuðull var 0,79+0,12
(meðaltal ± staðalfrávik) og meðal fylgni-
stuðull var 0,67±0,20 (meðaltal ± staðalfrávik)
fyrir öll 38 svæðin. Kappa Dice Ifkindastuðull
fyrir endurtekningarhæfni notandans var
0,91±0,05 (meðaltal ± staðalfrávik).
Ályktun
Gott samræmi reyndist á milli sjálfvirku
og handvirku merkinganna á 38 svæðum
f heila. Að auki var endurtekningarhæfni
notandans mjög góð. Hafa ber í huga að
hvorug aðferðin gefur upplýsingar um
raunveruleg rúmmél svæðanna 38 en
hinsvegar getur samanburður þeirra gefið
vísbendingu um hversu áreiðanleg sjálfvirka
rúmmálsgreiningin er.
Skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða
íþróttamanna.
Baldur Þórólfsson1, Axel F. Sigurðsson2,
Gunnar Þór Gunnarsson3, Frfða Rún
Þórðardóttir4.
'Læknanemi við Háskóla Islands, !Leiðbeinandi
- hjartalæknir Landspítala JMeðleiðbeinandi -
hjartalæknir Sjúkrahúsinu á Akureyri, lektor Háskóla
íslands, 4Meðleiðbeinandi - næringarfræðingur,
unglingalandsliðsþjálfari frjálsfþróttasambands
íslands.
Inngangur
Skyndidauði meðal ungs keppnisfþróttafólks
er sjaldgæft en vel þekkt fyrirbæri. (
flestum tilvikum má rekja slfk dauðsföll til
undirliggjandi hjartasjúkdóms. Rannsóknir
benda til þess að draga megi úr hættu
á skyndidauða ungs íþróttafólks með
reglubundinni skimun. Slík skimun byggir
yfirleitt á sjúkrasögu, nákvæmri hjartaskoðun
og í sumum tilvikum hjartalínuriti og
hjartaómskoðun.
Markmið rannsóknarinnar voru að rannsaka
fýsileika skimunar á ungum íslenskum
keppnisfþróttamönnum í því skyni að móta
leiðbeiningar fyrir lækna og
íþróttaforystuna til þess að draga úr hættu á
skyndidauða. Þessum markmiðum má
skipta íþrennt:
1. Að kanna tíðni áhættuþétta í sjúkrasögu,
hjartaskoðun og hjartalínuriti.
2. Að skoða í hve mörgum tilvikum þörf er
á frekari rannsóknum svo sem þrekprófi,
hjartaómskoðun, tölvusneiðmyndatöku
eða segulómskoðun.
3. Að meta kostnað og umfang slíkrar
skimunar til að geta skipulagt
umfangsmeiri skimanir í framtíðinni.
Við framkvæmd skimunarinnar var stuðst við
ráðleggingar Evrópusamtaka hjartalækna
(European Society of Cardiology).
Efniviður og aðferðir
Þýði rannsóknarinnar var íslenskt
íþróttafólk á aldrinum 18-35 ára sem
stundar keppnisíþróttir sem fela í sér mikla
líkamlega áreynslu. 105 íþróttamenn (70
karlar og 35 konur) voru skimaðir fyrir
áhættuþáttum skyndidauða. Skimunin fór
þannig fram að tekin var heilsufarssaga
íþróttamannsins og nánustu ættingja hans,
nákvæm líkamsskoðun varframkvæmd af
hjartasérfræðingi eftir gátlista ásamt því sem
hjartalfnurit af íþróttamanninum var túlkað
eftir gátlista.
Niðurstöður
Algengustu sjúkdómar sem komu fram
í heilsufarssögu voru ofnæmi eða exem
hjá 29 (28%) og astmi hjé 25 (24%). Alls
töldu 16 (15%) sig hafa upplifað óeðlilega
mæði við áreynslu, 13 (12%) lýstu brjóstverk
við áreynslu, 7 (7%) höfðu fundið fyrir
hjartsláttartruflunum við áreynslu, 11 (10%)
höfðu fundið fyrir yfirliðstilfinningu við
éreynslu og 40 (38%) höfðu upplifað svima
við áreynslu. Hjartaskoðun var eðlileg hjá 84
(80%). Hjartalínurit var greinilega óeðlilegt
hjá 22 (21%), vægar breytingar voru til staðar
hjá 23 (22%) og línurit var eðlilegt eða nánast
eðlilegt hjá 60 (57%)
Ályktanir
Unnt er að framkvæma einfalda skimun
á íþróttamönnum með litlum tilkostnaði.
Fremur algengt er að íþróttamenn lýsi
sjúkdómseinkennum sem tengja má
við hjartasjúkdóma. Einnig er óeðlilegt
hjartalínurit algengt meðal ungra
íþróttamanna. Þrátt fyrir þetta er ólíklegt að
um undirliggjandi hjartsjúkdóma sé að ræða.
Búast má við að gera þurfi hjartaómskoðun til
frekari kortlagningar hjá fjórðungi hópsins.
Stofnfrumur í AML, ALL og CLL hvíthlæðum
Birgir Guðmundsson (a), Hekla
Sigmundsdóttir (b)
(a) Læknanemi við háskóla íslands (b)
Rannsóknastofa í stofnfrumufræðum
Inngangur
Hvftblæði er illvígt krabbamein blóðs og
beinmergs sem getur verið erfitt að lækna
og þó (ækning virðist hafa átt sér stað kemur
það oft upp aftur. Ástæða þess er talin vera
að krabbameinsstofnfrumursem liggja í
dvala í beinmerg meðan á meðferð stendur
komist hjé meðferðinni. Hægt væri að vinna
á markvissari hátt gegn sjúkdómnum ef
meðferð væri beint betur gegn þessum
stofnfrumum. Til að það sé hægt þarf að
finna þessar frumur sérstaklega. (þessarri
rannsókn var athugað hvort hægt væri að
finna frumuhópa í nokkrum hvítblæðum;
bráðahvftblæði mergfruma (acute myeloid
leukemia/AML), bráðahvítblæði eitilfruma
(acute lymphoid leukemia/ALL) og
langvinnt hvítblæði eitilfruma (chronic
lymphoid leukemia/CLL), m.t.t. þekktra
stofnfrumusameinda.
Efni og aðferðir
Blóð og mergsýni voru fengin frá
Blóðmeinafræðideild LSH. Skoðuð