Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 98
hjartaskurðaðgerð tengist gáttatifstilfellum.
Styrkur ómega-3 FÓFS í himnum RBK á
að endurspegla stöðu fitusýra í himnum
hjartavöðvafruma. Úrtak rannsóknarinnar
sem samanstóð af 35 þátttakendum var fylgt
eftir. þar til að þeir fengu gáttatif í meira en
5 mínútur eða lágu á spítalanum í meira en
2 vikur eftir aðgerð. Þátttakendur eru valdir
með tilliti til kransæðasjúkdóms og að vera á
aldursbilinu 40 - 65 ára. Það er frábending ef
einstaklingurinn hefur sögu um gáttatif. þarf
að fara í bráða kransæðahjáveituskurðaðgerð
eða eru að taka lyfin amíódarón eða sótalól
sem markvisst eru notuð við gáttatifi. Þeir
einstaklingar sem uppfylla öll skilyrði fyrir
þátttöku í rannsókninni eru beðnir um
að hætta töku lýsis eða ómega-3 hylkja
meðan á rannsókn stendur. Rannsóknin er
tvíblind, framsýn, lyfleysustýrð, slembiröðuð
samanburðarrannsókn. Þátttakendum er
skipt í tvo hópa, lyfjahóp sem tekur 2 hylki
af ómega-3 tvisvar á dag og lyfleysuhóp
sem tekur 2 ólífuolíu hylki tvisvar á dag.
Hylkin eru búin til hjá Lýsi. Til eru svör við
spurningalistum frá öllum þátttakendum
rannsóknarinnar þar sem meðal annars
kemur fram kyn, aldur, þyngd, reykingar,
lýsisnotkun og fiskneysla. Ennfremur eru
til framvinduskrár fyrir hvern þátttakanda
þar sem fram koma t.d. upplýsingar um
hvort þeir fengu gáttatif eða ekki og
fjölda legudaga á sjúkrahúsi. Blóðsýni eru
tekin úr þátttakendum á aðgerðardag,
rauðblóðkornasýni skilin frá og geymd í frysti
við -78°C. Heildarfituefni RBK er einangrað
með lífrænum leysum (klóróform/metanól).
Fitusýrur fituefnisins eru metýleraðar og
fitusýrumetýlesterarnir siðan aðgreindir í
gasgreini. Notað er sérhannað tölvuforrit
(HP 3365 Chemstation) sem reiknar út hlut
(%) hverrar fitusýru í frumuhimnum RBK.
Leitast er við 'að svara þeirri spurningu
hvort tiltölulega hár styrkur ómega-3
FÓFS í himnum hjartavöðvafruma minnki
líkur sjúklings á að fé gáttatif eftir opna
hjartaskurðaðgerð.
Niðurstöðurnar benda til að styrkur ómega-3
FÓFS í fósfólípíðum RBK hafa ekki áhrif á tíðni
gáttatifs hjá sjúklingum eftir opna hjartaskurð-
aðgerð. Enginn marktækur munurfannst þegar
aðrar fitusýrur en ómega-3 FÓFS voru kannaðar.
(slendingar eru frekar lágir í hlutfalli ómega-6/
ómega-3 FÓFS og virtist vera meiri líkur á gátta-
tifi hjá þeim sem höfðu minna hlutfall þ.e.a.s.
meira af ómega-3 FÓFS á kostnað ómega-6
FÓFS, en ekki marktækur munur á ferðinni.
Það væri áhugavert að gera áfram-haldandi
rannsóknir tengt því með fleiri þétttakendum.
Hafa skal í huga að meistaranemi tekur við
rannsóknarverkefninu og mun klára að vinna
úr öllum 170 sýnunum. Áhugavert verður að
sjá hver niðurstaðan verður varðandi tengsl
ómega-3 FÓFS í RBK og tíðni gáttatifstilfella.
Gæði skilunarmeðferðar á íslandi 2003-
2008.
Helga Kristín Mogensen1, Runóifur Pálsson12
, Ólafur Skúli Indriðason2.
'Læknadeild Háskóla fslands;2nýrnalækningaeining
lyflæknissviðs I, Landspltala.
Irmgangur
Lokastigsnýrnabilun verður sifellt algengari
á Vesturlöndum. Skilun er hornsteinn
meðferðar en einnig þarf að hyggja vel að
fylgikvillum nýrnabilunar og meðhöndla þá
á heildrænan hátt þannig að líf sjúklingsins
verði sem farsælast og lengst. Á síðustu
árum hafa komið fram klínískar leiðbeiningar
og meðferðarmarkmið þar að lútandi.
Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna
gæði skilunarmeðferðar á Islandi með hliðsjón
af þessum leiðbeiningum.
Aðferðir
Þetta var afturvirk rannsókn sem beindist
að öllum sjúklingum sem gengust undir
skilunarmeðferð á Landspítala lengur en f
3 mánuði á árunum 2003-2008. Þeir voru
fundnir úr (slensku nýrnarbilunarskránni.
Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám
þessara einstaklinga. Eftirfarandi gæðavfsar
meðferðar voru kannaðir: Hemóglóbín,
járnmettun, hlutfallsleg lækkun úrea, kolsýra,
kalsíum, fosfót, PTH, CRP og albúmín.
Rannsóknartímanum var skipt í 2 tímabil
2003-2005 og 2006-2008 og kannað hvort
breytingar hafi orðið á ofangreindum þáttum.
Niðurstöður
Við fundum 173 sjúklinga, af þeim voru 51
í skilun í upphafi tfmabils. 61 voru aðeins
á fyrra tímabili, 60 voru aðeins á seinna
og 52 voru á báðum tímabilum. 107 voru í
blóðskilun, 52 voru f kviðskilun og 14 voru
í bæði. Meðalaldur á fyrra tímabili var
62,69+17,98 ár og 62,73±17,66 ár seinna
tímabil. Fyrir hemóglóbín voru 62,1% sjúklinga
innan meðferðarmarkmiða á fyrra tímabilinu
og 61,5% á því seinna en munurinn var ekki
marktækur (p=.0,93). Fyrir járnmettun voru
77,9% innan meðferðarmarkmiða á fyrra
tímabili og 69,6% en munurinn var ekki
marktækur ((p=0,21). (tilviki kalsíum voru
72,4% innan meðferðarmarkmiða á fyrra
tímabili og 65,5% á því seinna, en munurinn
var ekki marktækur (P=0,35). Aðeins 45,2%
sjúklinga voru innan meðferðarmarkmiða
fyrir fosfór á fyrra tímabilinu og 53,4% á því
seinna, en munurinn var ekki marktækur
((p=0,26). Fyrir PTH voru 26,5% innan
meðferðarmarkmiða á fyrra tímabili en 34,7%
á seinna, en munurinn var ekki marktækur
((p=0,22). Fyrir CRP voru 33,8% innan með-
ferðarmarkmiða á fyrra tímabili en 47,9%
á seinna, en munurinn var ekki marktækur
(p=0,10). Fyrir kolsýru voru 70,2% innan
meðferðarmarkmiðs é fyrra tímabilinu og
64,5% á því seinna, e munurinn var ekki
marktækur (p=0,40). Hjá URR voru 80,4%
innan meðferðarmarkmiða á fyrra tímabili og
72,6% á því seinna, en munurinn var ekki
marktækur (p=0,80). Borin var saman blóð-
skilunar- og kviðskilunarmeðferð fyrir allt
tímabilið. Fyrir hemóglóbín var marktækur
munur (p=0,000) og einnig fyrir járnmettun
(p=0,02), fyrir kalsfum var ekki marktækur
munur (p=0,52), fyrir fosfór var ekki
marktækur munur (p=0,25), fyrir PTH var ekki
marktækur munur (p=0,38), fyrir CRP ekki
marktækur munur (p=0,54) og fyrir kolsýru
var marktækur munur (p=0,000).
Ályktanir
Þrátt fyrir leiðbeiningar sem gefnar hafa
verið út hefur ekki orðið mikil framför á
skilunardeild LSH á síðustu árum. Líkt og víða
annars staðar gengur ekki nógu vel að mæta
gæðastöðlum. Þörf er á sérstökum úrræðum
til að bæta úr því og tryggja að klínískum
leiðbeiningum og meðferðarstöðlum sé fylgt.
Þarf sérstaklega að huga betur að PTH og
fosfóri.
Robot-assisted laparoscopic prostatectomy
at the University hospital in Lund 2005-
2008: A systematic review
Helgi Þór Leifsson', Rafn Hilmarsson2
'Faculty of Medicine, University of lceland.
aDepartment of urology - Lund University Hospital.
introduction
Prostate cancer is the most common cancer
in men in the western world. Prostatectomy
is a well established curative treatment with
proven oncological results. Advances in
surgical technique over the last decades have
improved the outcome of treatments while
reducing complications. The newest surgical
intervention, is laparoscopic prostatectomy
with robot assistance (da Vinci Robot surgical
system, Intuitive Surgical). The robot has a
three dimensional camera which adds depth
into the visual field, offering high-resolution
real-time magnification. Itssmall instruments
fit well in the pelvis where little space makes
it difficult to work, allowing the surgeon to
simulate fine human movement. The aim
of the study is to explore the outcome of